Á skilorð fyrir að taka myndir af fyrrverandi sambýliskonu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júní 2018 10:30 Héraðsdómur Reykjavíkur vísir/hanna Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið ljósmyndir af fyrrverandi sambýliskonu hans sem sýndu hana fáklædda eða nakta, auk sjö hreyfimynda sem sýndu þau i kynmökum. Konan gaf ekki leyfi fyrir myndatökunum. Alls tók maðurinn 27 myndir af konunni á um tveggja og hálfs árs tímabili. Myndirnar og hreyfimyndirnar geymdi hann á USB-lyklum en maðurinn var handtekinn í september 2016 eftir að hann braust inn íbúð konunnar, að eigin sögn til að sækja þar eigur sínar. Þegar hann var handtekinn skýrði konan lögreglumönnum frá því að hún hefði undir höndum USB-lykla þar sem myndirnar voru geymdar. Við yfirheyrslu játaði maðurinn að hafa tekið myndirnar. Sagði hann konuna hafa vitað af sumum þeirra, en sumum ekki. Sagðist hann hafa tekið myndirnar þar sem hann ætti við ákveðinn kynlífsvanda að stríða. Við aðalmeðferð málsins sagði maðurinn að konan hefði vitað af myndatökunum og að hann hefði beðið hana leyfis. Hefði hún samþykkt það svo lengi sem myndirnar væru aðeins á milli þeirra. Konan sagði hins vegar að hún hefði ekki gefið leyfi fyrir myndatökunum. Hann hafi aldreið beðið hana um leyfi og hefði hann gert það hefði hann aldrei fengið slíkt leyfi. Sonur konunnar gaf einnig skýrslu fyrir dóm og sagði hann móður sína hafa verið verulega brugðið við að sjá myndirnar.Í niðurstöðu Héraðsdóms segir að framburður konunnar um að hún hafi ekki gefið leyfi fyrir myndatökunnar teljist trúverðugur auk þess sem að framburður vitna renni stoðum undir framburð hennar. Var maðurinn því dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að særa blygðunarsemi konunnar auk þes sem hann þarf að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur, auk málskostnaðar. Haldi maðurinn skilorð í tvö ár fellur dómurinn niður Dómsmál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið ljósmyndir af fyrrverandi sambýliskonu hans sem sýndu hana fáklædda eða nakta, auk sjö hreyfimynda sem sýndu þau i kynmökum. Konan gaf ekki leyfi fyrir myndatökunum. Alls tók maðurinn 27 myndir af konunni á um tveggja og hálfs árs tímabili. Myndirnar og hreyfimyndirnar geymdi hann á USB-lyklum en maðurinn var handtekinn í september 2016 eftir að hann braust inn íbúð konunnar, að eigin sögn til að sækja þar eigur sínar. Þegar hann var handtekinn skýrði konan lögreglumönnum frá því að hún hefði undir höndum USB-lykla þar sem myndirnar voru geymdar. Við yfirheyrslu játaði maðurinn að hafa tekið myndirnar. Sagði hann konuna hafa vitað af sumum þeirra, en sumum ekki. Sagðist hann hafa tekið myndirnar þar sem hann ætti við ákveðinn kynlífsvanda að stríða. Við aðalmeðferð málsins sagði maðurinn að konan hefði vitað af myndatökunum og að hann hefði beðið hana leyfis. Hefði hún samþykkt það svo lengi sem myndirnar væru aðeins á milli þeirra. Konan sagði hins vegar að hún hefði ekki gefið leyfi fyrir myndatökunum. Hann hafi aldreið beðið hana um leyfi og hefði hann gert það hefði hann aldrei fengið slíkt leyfi. Sonur konunnar gaf einnig skýrslu fyrir dóm og sagði hann móður sína hafa verið verulega brugðið við að sjá myndirnar.Í niðurstöðu Héraðsdóms segir að framburður konunnar um að hún hafi ekki gefið leyfi fyrir myndatökunnar teljist trúverðugur auk þess sem að framburður vitna renni stoðum undir framburð hennar. Var maðurinn því dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að særa blygðunarsemi konunnar auk þes sem hann þarf að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur, auk málskostnaðar. Haldi maðurinn skilorð í tvö ár fellur dómurinn niður
Dómsmál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira