Kveðja frá Rússlandi: Veislan sem aldrei átti að verða að byrja Kolbeinn Tumi Daðason á leið til Moskvu skrifar 14. júní 2018 15:00 23 íslenskir víkingar og fjöldin allur af starfsliði frá KSÍ fékk boðsmiða í partý ársins vísir/vilhelm Flautað verður til leiks í Moskvu í dag þegar heimamenn mæta Sádí Arabíu í opnunarleik mótsins. Sú var tíðin að ríkjandi heimsmeistarar spiluðu opnunarleikinn en í seinni tíð hafa heimamenn verið annar aðilinn. Ísland var náttúrulega nálægt því að fá opnunarleikinn fyrir fjórum árum en Króatarnir höfðu betur í umspilinu og mættu Brössunum á þeirra heimavelli. Ísland fær reyndar sinn opnunarleik í Moskvu, gegn Argentínu, og líklega fátt sem getur toppað þá byrjun. Jú, kannski stig - eitt eða þrjú. Síðan ungir íslenskir krakkar byrjuðu að safna Panini límmiðum og fylgjast með Schumacher sparka niður Battison, Maradona skora með hendi, Roger Milla dansa við hornfánann og Svía ná í óvænt bronsverðlaun hefur veislan á fjögurra ára fresti verið heilög stund. Ungir áhugamenn njóta þess að geta horft á hverja einustu mínútu af HM í sjónvarpinu ef svo ber undir, og fara svo út í fótbolta og leika eftir tilþrif hetjanna. Nú eru hetjurnar íslenskar, eitthvað sem fæstir áttu von á að myndi nokkurn tímann gerast. Strákarnir hafa verið ekkert nema bros þessa fyrstu daga í Rússlandi. Alvaran hefst á laugardag.vísir/vilhelmFIFA ætlar reyndar að stækka HM í 48 þjóðir þegar leikið verður í Banaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Fullvíst mun telja að einhver þjóð tryggi sér sæti á HM í fyrsta skipti. Þjóðirnar voru þó enn 32 þegar Ísland tryggði sig. Ítalir sátu eftir heima, Hollendingar sömuleiðis, Bandaríkjamenn og Chile. Ísland vann dauðariðilinn og það sem meira er gleymdi sér ekkert eftir ævintýrið í Frakklandi 2016, sem hefði verið svo auðvelt. Gleyma sér í dýrðarblóma. Ekki þessir strákar. Þeir eru nú nýlentir í Moskvu þangað sem töluverður fjöldi Íslendinga er mættur og fleiri streyma að á morgun og hinn. Argentínumenn eru fyrirferðamiklir í höfuðborginni enda kunna þeir vel þá list að skella sér á HM. Tvöfaldir heimsmeistarar og alltaf líklegir kandídatar með örvfættu leyniskyttuna Messi í sínu liði. Veislan sem enginn átti von á að Ísland yrði boðið í er byrjuð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Flautað verður til leiks í Moskvu í dag þegar heimamenn mæta Sádí Arabíu í opnunarleik mótsins. Sú var tíðin að ríkjandi heimsmeistarar spiluðu opnunarleikinn en í seinni tíð hafa heimamenn verið annar aðilinn. Ísland var náttúrulega nálægt því að fá opnunarleikinn fyrir fjórum árum en Króatarnir höfðu betur í umspilinu og mættu Brössunum á þeirra heimavelli. Ísland fær reyndar sinn opnunarleik í Moskvu, gegn Argentínu, og líklega fátt sem getur toppað þá byrjun. Jú, kannski stig - eitt eða þrjú. Síðan ungir íslenskir krakkar byrjuðu að safna Panini límmiðum og fylgjast með Schumacher sparka niður Battison, Maradona skora með hendi, Roger Milla dansa við hornfánann og Svía ná í óvænt bronsverðlaun hefur veislan á fjögurra ára fresti verið heilög stund. Ungir áhugamenn njóta þess að geta horft á hverja einustu mínútu af HM í sjónvarpinu ef svo ber undir, og fara svo út í fótbolta og leika eftir tilþrif hetjanna. Nú eru hetjurnar íslenskar, eitthvað sem fæstir áttu von á að myndi nokkurn tímann gerast. Strákarnir hafa verið ekkert nema bros þessa fyrstu daga í Rússlandi. Alvaran hefst á laugardag.vísir/vilhelmFIFA ætlar reyndar að stækka HM í 48 þjóðir þegar leikið verður í Banaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Fullvíst mun telja að einhver þjóð tryggi sér sæti á HM í fyrsta skipti. Þjóðirnar voru þó enn 32 þegar Ísland tryggði sig. Ítalir sátu eftir heima, Hollendingar sömuleiðis, Bandaríkjamenn og Chile. Ísland vann dauðariðilinn og það sem meira er gleymdi sér ekkert eftir ævintýrið í Frakklandi 2016, sem hefði verið svo auðvelt. Gleyma sér í dýrðarblóma. Ekki þessir strákar. Þeir eru nú nýlentir í Moskvu þangað sem töluverður fjöldi Íslendinga er mættur og fleiri streyma að á morgun og hinn. Argentínumenn eru fyrirferðamiklir í höfuðborginni enda kunna þeir vel þá list að skella sér á HM. Tvöfaldir heimsmeistarar og alltaf líklegir kandídatar með örvfættu leyniskyttuna Messi í sínu liði. Veislan sem enginn átti von á að Ísland yrði boðið í er byrjuð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira