„Sláandi“ verðmunur á matvöru í nýrri verðkönnun ASÍ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2018 11:30 ASÍ segir verðmuninn í könnuninni sláandi. vísir/ernir Ný verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ sýnir að mjög mikill verðmunur er á hinum ýmsu vörum í öllum vöruflokkum. Í frétt á vef ASÍ um verðmuninn á matarkörfunni kemur fram að í 52 tilvikum af 100 var yfir 40 prósent munur á hæsta og lægsta verði. Í 24 tilvikum var verðmunurinn svo yfir 70 prósent. Iceland var oftast með hæsta verðið, eða í 35 tilvikum af 100. Bónus var svo oftast með lægsta verðið, eða í 63 tilvikum af 100. Hagkaup var sú verslun sem var næstoftast með hæsta verðið, eða í 21 tilviki af 100. Verðkönnunin var framkvæmd í átta stærstu verslunum landsins. Þá sýnir samanburður á lítilli vörukörfu með þrettán vörum að hún er 3.108 krónum ódýrari í Bónus heldur en Iceland. Vörukarfa þessi inniheldur vörur eins og brauð, djús, kjötbollur, banana, cheerios, handsápu og þvottaefni. Verðmuninn má sjá í töflunni hér fyrir neðan. Iceland Bónus Verðmunur í % Verðmunur í krónum Fitty samlokubrauð - 500 gr 499 349 43% 150 Tíðartappar OB original 16 stk 449 259 73% 190 Neutral storvask ódýrasta kílóverð 705 410 72% 295 Handsápa Palmolive Almond milk m/pumpu 300 ml 399 229 74% 170 Cheerios - ódýrasta kg verð 1.542 750 106% 792 Neutral storvask ódýrasta kílóverð 705 410 72% 295 St. Dalfour bláberja sulta 284 gr 669 398 68% 271 Trópí tríó - 3pl (250 ml *3) 369 195 89% 174 1944 - Hakkbollur í brúnni sósu m. kartöflumús 729 595 23% 134 Góu Hraunbitar 349 223 57% 126 Bananar 399 179 123% 220 Lyle's golden syrup 454 gr dós 399 189 111% 210 Knorr Aromat 90 gr. staukur 329 249 32% 80 Verðmunur á vörukörfu 3.108 Á vef ASÍ segir að niðurstöður verðkönnunarinnar séu „sláandi“ enda sýni þær að gríðarlegur verðmunur sé á flestum vörunum í könnuninni. „Á mörgum vörum var yfir 40% verðmunur milli dýrasta og ódýrasta valkostsins og 70% verðmunur var á fjórðungi varanna. 100% verðmunur var á frosnu lambalæri, lægsta verðið mátti finna í Bónus og í Nettó þar sem það kostaði 1.098 kr. en hæsta verðið var í í Kjörbúðinni Sandgerði þar sem það kostaði 2.109 kr. Litlu ódýrara var það í Hagkaup þar sem kílóverðið var 2.099 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á svínakótilettum var 64%, lægst var verðið í Krónunni, 1.399 kr. kg en hæst var það í Iceland á 2.299 kr. Þá var 42% eða 801 kr. verðmunur á ferskum laxi, lægsta verðið var í Nettó, 1.898 kr. en það hæsta í Iceland 2.698 kr. en Hagkaup var einungis einni krónu lægra með 2.698 kr. kílóið. Mjög mikill verðmunur var einnig á ávöxtum og grænmeti, drykkjarvörum, þurrvörum og dósamat, brauði og kextmeti,“ segir á vef ASÍ en töfluna í heild sinni má sjá hér. Neytendur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Ný verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ sýnir að mjög mikill verðmunur er á hinum ýmsu vörum í öllum vöruflokkum. Í frétt á vef ASÍ um verðmuninn á matarkörfunni kemur fram að í 52 tilvikum af 100 var yfir 40 prósent munur á hæsta og lægsta verði. Í 24 tilvikum var verðmunurinn svo yfir 70 prósent. Iceland var oftast með hæsta verðið, eða í 35 tilvikum af 100. Bónus var svo oftast með lægsta verðið, eða í 63 tilvikum af 100. Hagkaup var sú verslun sem var næstoftast með hæsta verðið, eða í 21 tilviki af 100. Verðkönnunin var framkvæmd í átta stærstu verslunum landsins. Þá sýnir samanburður á lítilli vörukörfu með þrettán vörum að hún er 3.108 krónum ódýrari í Bónus heldur en Iceland. Vörukarfa þessi inniheldur vörur eins og brauð, djús, kjötbollur, banana, cheerios, handsápu og þvottaefni. Verðmuninn má sjá í töflunni hér fyrir neðan. Iceland Bónus Verðmunur í % Verðmunur í krónum Fitty samlokubrauð - 500 gr 499 349 43% 150 Tíðartappar OB original 16 stk 449 259 73% 190 Neutral storvask ódýrasta kílóverð 705 410 72% 295 Handsápa Palmolive Almond milk m/pumpu 300 ml 399 229 74% 170 Cheerios - ódýrasta kg verð 1.542 750 106% 792 Neutral storvask ódýrasta kílóverð 705 410 72% 295 St. Dalfour bláberja sulta 284 gr 669 398 68% 271 Trópí tríó - 3pl (250 ml *3) 369 195 89% 174 1944 - Hakkbollur í brúnni sósu m. kartöflumús 729 595 23% 134 Góu Hraunbitar 349 223 57% 126 Bananar 399 179 123% 220 Lyle's golden syrup 454 gr dós 399 189 111% 210 Knorr Aromat 90 gr. staukur 329 249 32% 80 Verðmunur á vörukörfu 3.108 Á vef ASÍ segir að niðurstöður verðkönnunarinnar séu „sláandi“ enda sýni þær að gríðarlegur verðmunur sé á flestum vörunum í könnuninni. „Á mörgum vörum var yfir 40% verðmunur milli dýrasta og ódýrasta valkostsins og 70% verðmunur var á fjórðungi varanna. 100% verðmunur var á frosnu lambalæri, lægsta verðið mátti finna í Bónus og í Nettó þar sem það kostaði 1.098 kr. en hæsta verðið var í í Kjörbúðinni Sandgerði þar sem það kostaði 2.109 kr. Litlu ódýrara var það í Hagkaup þar sem kílóverðið var 2.099 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á svínakótilettum var 64%, lægst var verðið í Krónunni, 1.399 kr. kg en hæst var það í Iceland á 2.299 kr. Þá var 42% eða 801 kr. verðmunur á ferskum laxi, lægsta verðið var í Nettó, 1.898 kr. en það hæsta í Iceland 2.698 kr. en Hagkaup var einungis einni krónu lægra með 2.698 kr. kílóið. Mjög mikill verðmunur var einnig á ávöxtum og grænmeti, drykkjarvörum, þurrvörum og dósamat, brauði og kextmeti,“ segir á vef ASÍ en töfluna í heild sinni má sjá hér.
Neytendur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira