Heimsbyggðin hvött til þess að halda með Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júní 2018 14:00 Karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Gana í síðasta leik sínum fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Vísir/Vilhelm Ef þú veist ekki með hvaða liði þú átt að halda með á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu ættirðu að halda með Íslandi. Þetta eru skilaboð þó nokkra fjölmiðla sem fjallað hafa um þátttöku Íslands á HM að undanförnu.Bandaríski vefmiðillinn Quartz birti í dag heilmikla grein þar sem farið er yfir ástæður þess af hverju þeir sem eigi ekki lið á HM eigi að halda með Íslandi. Þar er sama gamla sagan um uppruna árangurs Íslands rakin, fjöldi þjálfara miðað við höfðatölu, sparkvellirnir og innanhúsvellirnir auk þess sem farið er yfir árangurs Íslands á EM 2016. Þá er samband Heimis Hallgrímssonar, þjálfara liðsins, og Tólfunar rakið stuttlega og svo er það rúsínan í pylsuendanum, hver vilji ekki heyra í „brjálaða lýsandanum“ lýsa leikjum Íslands en sá lýsandi er að sjálfsögðu Guðmundur Benediktsson.Washington Post er hrifið af íslenska liðinu Bandaríska stórblaðið Washington Post virðist einnig vera hrifið af Íslandi og að undanförnu hafa birst nokkrar greinar þar sem fjallað er um Ísland og af hverju svo margir muni halda með þeim á Íslandi.Í grein sem birtist í gær segir að líkurnar séu klárlega ekki með Íslandi í liði, það skipti hins vegar ekki máli þar sem allar líkur séu á því að áhorfendur muni falla fyrir Strákunum okkar engu að síður. Þar, eins og í grein Quartz, er stuttlega farið yfir af hverju líkur séu á því að flestir muni falla fyrir Íslandi. Minnst er á fyrra starf Heimis, af hverju liðsandi liðsins sé mikilvægari en einstaklingarnir í liðinu auk þess sem að stuttlega er fjallað um Gylfa Þór Sigurðsson.HÚHvisir/vilhelm„Það er erfitt að segja að liðið spili fallegan fótbolta en það er eitthvað við liðið og stuðningsmennina sem gerir það að verkum að horfa á landsliðið er ótrúlega gaman,“ er skrifað í blaðið. Þar segir einnig að ef þú viljir halda með liði sem er að fara að sigra mótið sé ekki sniðugt að velja Ísland, en viljir þú halda með heilli þjóð þá sé Ísland rétta valið.Í annarri grein sem birtist einnig í gær er lesendum svo ráðlagt með hvaða liði þeir eigi að halda á HM, sé þeirra lið ekki að fara að taka þátt. Er þessu sérstaklega beint til Bandaríkjamanna enda bandaríska liðið ekki að fara að taka þátt. Næstefst á blaði er lið Íslands og er ástæða þess sögð að þrátt fyrir fámennið sé landsliðið afar gott knattspyrnulið.Ófrumlegt að halda með Íslandi? Íslenska landsliðið er svo efst á blaði tískuritsins Esquire þar sem farið er yfir með hvaða liði skuli halda á HM.Þar, eins og í hinum greinunum, er farið stuttlega yfir sögu Íslands í knattspyrnuheiminum. Svo virðist sem að Ísland sé efst á blaði hjá tímaritinu aðallega vegna þess að slæmt sé að vera ekki í sama liði og Hafþór Júlíus Björnsson, sterkasti maður heims.Ekki eru þó allir fjölmiðlar sammála um að Ísland sé málið á HM. Þannig segir í grein USA Today frá því í gær að afar ófrumlegt sé að halda með Íslandi.„Leeeeeeeiiiiðiiiinlegt. Hvað er svona gaman við það að hoppa upp á vagninn sem allir eru á. Sýndu smá frumleika,“ segir í greininni. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu ferðamannaparadísina þar sem landsliðið dvelur Sól, sól, skín á mig. 14. júní 2018 08:00 Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Ólafur Ingi Skúlason skartar glæsilegri mottu sem hann safnaði í gamni. 14. júní 2018 12:00 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Ef þú veist ekki með hvaða liði þú átt að halda með á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu ættirðu að halda með Íslandi. Þetta eru skilaboð þó nokkra fjölmiðla sem fjallað hafa um þátttöku Íslands á HM að undanförnu.Bandaríski vefmiðillinn Quartz birti í dag heilmikla grein þar sem farið er yfir ástæður þess af hverju þeir sem eigi ekki lið á HM eigi að halda með Íslandi. Þar er sama gamla sagan um uppruna árangurs Íslands rakin, fjöldi þjálfara miðað við höfðatölu, sparkvellirnir og innanhúsvellirnir auk þess sem farið er yfir árangurs Íslands á EM 2016. Þá er samband Heimis Hallgrímssonar, þjálfara liðsins, og Tólfunar rakið stuttlega og svo er það rúsínan í pylsuendanum, hver vilji ekki heyra í „brjálaða lýsandanum“ lýsa leikjum Íslands en sá lýsandi er að sjálfsögðu Guðmundur Benediktsson.Washington Post er hrifið af íslenska liðinu Bandaríska stórblaðið Washington Post virðist einnig vera hrifið af Íslandi og að undanförnu hafa birst nokkrar greinar þar sem fjallað er um Ísland og af hverju svo margir muni halda með þeim á Íslandi.Í grein sem birtist í gær segir að líkurnar séu klárlega ekki með Íslandi í liði, það skipti hins vegar ekki máli þar sem allar líkur séu á því að áhorfendur muni falla fyrir Strákunum okkar engu að síður. Þar, eins og í grein Quartz, er stuttlega farið yfir af hverju líkur séu á því að flestir muni falla fyrir Íslandi. Minnst er á fyrra starf Heimis, af hverju liðsandi liðsins sé mikilvægari en einstaklingarnir í liðinu auk þess sem að stuttlega er fjallað um Gylfa Þór Sigurðsson.HÚHvisir/vilhelm„Það er erfitt að segja að liðið spili fallegan fótbolta en það er eitthvað við liðið og stuðningsmennina sem gerir það að verkum að horfa á landsliðið er ótrúlega gaman,“ er skrifað í blaðið. Þar segir einnig að ef þú viljir halda með liði sem er að fara að sigra mótið sé ekki sniðugt að velja Ísland, en viljir þú halda með heilli þjóð þá sé Ísland rétta valið.Í annarri grein sem birtist einnig í gær er lesendum svo ráðlagt með hvaða liði þeir eigi að halda á HM, sé þeirra lið ekki að fara að taka þátt. Er þessu sérstaklega beint til Bandaríkjamanna enda bandaríska liðið ekki að fara að taka þátt. Næstefst á blaði er lið Íslands og er ástæða þess sögð að þrátt fyrir fámennið sé landsliðið afar gott knattspyrnulið.Ófrumlegt að halda með Íslandi? Íslenska landsliðið er svo efst á blaði tískuritsins Esquire þar sem farið er yfir með hvaða liði skuli halda á HM.Þar, eins og í hinum greinunum, er farið stuttlega yfir sögu Íslands í knattspyrnuheiminum. Svo virðist sem að Ísland sé efst á blaði hjá tímaritinu aðallega vegna þess að slæmt sé að vera ekki í sama liði og Hafþór Júlíus Björnsson, sterkasti maður heims.Ekki eru þó allir fjölmiðlar sammála um að Ísland sé málið á HM. Þannig segir í grein USA Today frá því í gær að afar ófrumlegt sé að halda með Íslandi.„Leeeeeeeiiiiðiiiinlegt. Hvað er svona gaman við það að hoppa upp á vagninn sem allir eru á. Sýndu smá frumleika,“ segir í greininni.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu ferðamannaparadísina þar sem landsliðið dvelur Sól, sól, skín á mig. 14. júní 2018 08:00 Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Ólafur Ingi Skúlason skartar glæsilegri mottu sem hann safnaði í gamni. 14. júní 2018 12:00 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Ólafur Ingi Skúlason skartar glæsilegri mottu sem hann safnaði í gamni. 14. júní 2018 12:00