Tár féllu þegar Jón Daði skoðaði kveðjugjöfina frá unnustunni Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar 15. júní 2018 07:30 Jón Daði á æfingu með strákunum í Kabardinka. Vísir/Vilhelm Það er óhætt að segja að Jón Daði Böðvarsson sé vel stemmdur fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta. Framherjinn sem stimplaði sig inn með látum í undankeppni EM fyrir sex árum hefur skapað sér stöðu sem vinnuhundur og lykilmaður landsliðsins. „Ég titra af spenningi eins og krakki að bíða eftir jólagjöfunum,“ segir Jón Daði. Hann er einlægur í viðtölum sem er í takti við persónuleikann, heimakær Selfyssingur í hinum stóra atvinnumannaheimi. Hann hefur þó hvergi gleymt rótunum. Reglulega gefur hann af sér í heimabænum, situr fyrir á myndum, fer á æfingar hjá yngri flokkum og gefur eiginhandarráritanir og góð ráð.Jón Daði raðaði inn mörkunum með Selfoss í Pepsi-deildinni sumarið 2012.Vísir/Ernir„Það er ákveðin hugsun í hausnum að gleyma ekki hvaðan þú ert. Maður kemur frá þessu litla bæjarfélagi Selfossi, var þar frá því ég var sex ára og þangað til ég flutti út tvítugur. Mér þykir svakalega vænt um þetta bæjarfélag og ég reyni alltaf að gefa af mér eins mikið og ég get. Hvort sem er að mæta í Nettó og skrifa eiginhandaráritanir eða fyrir krakkana að fá myndir eða eitthvað. Það er það sem gildir í lífinu sjálfu,“ segir Jón Daði. Enginn sem þekkir til Jóns Daða eða hefur rætt við hann efast eina sekúndu um að hann meinar það sem hann segir. Rótunum má ekki gleyma. „Algjörlega, þú mátt ekkert gleyma því. Einhvern veginn eins og ég hef alltaf verið og held áfram að vera.“Falleg mynd af parinu úr einkasafni.Unnusta Jóns Daða, María Ósk Skúladóttir, kom sínum manni á óvart fyrir ferðina með kveðjugjöf. Fréttastofa fékk veður af gjöfinni og spurði Jón Daða út í hana. „Þetta var gjöf sem konan mín gaf mér fyrir mót, kveðjugjöf, afmælisgjöf. Hún bjó til þessa bók þar sem fullt af vinum og fjölskyldumeðlimum skrifuðu falleg kvejðuorð fyrir mót. Það hefur sannarlega gefið mér innblástur og góða tilfinningu fyrir mótið,“ segir Jón Daði. Hann nýtur þess að skoða hana. „Ég greip í hana í fyrradag og er ekki frá því að það féllu smá tár. Þetta var svo fallega skrifað hjá öllum. Þetta er örugglega besta gjöf sem kærastan hefur gefið mér.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Það er óhætt að segja að Jón Daði Böðvarsson sé vel stemmdur fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta. Framherjinn sem stimplaði sig inn með látum í undankeppni EM fyrir sex árum hefur skapað sér stöðu sem vinnuhundur og lykilmaður landsliðsins. „Ég titra af spenningi eins og krakki að bíða eftir jólagjöfunum,“ segir Jón Daði. Hann er einlægur í viðtölum sem er í takti við persónuleikann, heimakær Selfyssingur í hinum stóra atvinnumannaheimi. Hann hefur þó hvergi gleymt rótunum. Reglulega gefur hann af sér í heimabænum, situr fyrir á myndum, fer á æfingar hjá yngri flokkum og gefur eiginhandarráritanir og góð ráð.Jón Daði raðaði inn mörkunum með Selfoss í Pepsi-deildinni sumarið 2012.Vísir/Ernir„Það er ákveðin hugsun í hausnum að gleyma ekki hvaðan þú ert. Maður kemur frá þessu litla bæjarfélagi Selfossi, var þar frá því ég var sex ára og þangað til ég flutti út tvítugur. Mér þykir svakalega vænt um þetta bæjarfélag og ég reyni alltaf að gefa af mér eins mikið og ég get. Hvort sem er að mæta í Nettó og skrifa eiginhandaráritanir eða fyrir krakkana að fá myndir eða eitthvað. Það er það sem gildir í lífinu sjálfu,“ segir Jón Daði. Enginn sem þekkir til Jóns Daða eða hefur rætt við hann efast eina sekúndu um að hann meinar það sem hann segir. Rótunum má ekki gleyma. „Algjörlega, þú mátt ekkert gleyma því. Einhvern veginn eins og ég hef alltaf verið og held áfram að vera.“Falleg mynd af parinu úr einkasafni.Unnusta Jóns Daða, María Ósk Skúladóttir, kom sínum manni á óvart fyrir ferðina með kveðjugjöf. Fréttastofa fékk veður af gjöfinni og spurði Jón Daða út í hana. „Þetta var gjöf sem konan mín gaf mér fyrir mót, kveðjugjöf, afmælisgjöf. Hún bjó til þessa bók þar sem fullt af vinum og fjölskyldumeðlimum skrifuðu falleg kvejðuorð fyrir mót. Það hefur sannarlega gefið mér innblástur og góða tilfinningu fyrir mótið,“ segir Jón Daði. Hann nýtur þess að skoða hana. „Ég greip í hana í fyrradag og er ekki frá því að það féllu smá tár. Þetta var svo fallega skrifað hjá öllum. Þetta er örugglega besta gjöf sem kærastan hefur gefið mér.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti