Emil: Býst við stærra hlutverki núna en á EM Tómas Þór Þórðarson í Moskvu skrifar 15. júní 2018 09:30 Emil Hallfreðsson er líklegur í íslenska byrjunarliðið á móti Argentínu. vísir/vilhelm Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur á undanförnum misserum alltaf fengið stærra og stærra hlutverk í liðinu eftir að hann þurfti að dúsa mikið á bekknum og var í hreinskilni sagt ekki með stórt hlutverk. Emil, sem hóf feril sinn sem kantmaður, kom mjög oft inn á kantinn í leikjum þrátt fyrir að hann hættur að spila þá stöðu með félagsliði sínu fyrir löngu. Eðli málsins samkvæmt skilaði hann ekki alltaf jafngóðu starfi þar og í sinni stöðu sem er á miðjunni. Hafnfirðingurinn kom aðeins inn á í einum leik á EM fyrir tveimur árum en það var einmitt á vænginn á móti Ungverjalandi. Innkoman var ekkert sérstök og spilaði Emil ekki fleiri mínútur á mótinu. Eftir að hann fór að spila meira á miðjunni fóru hlutirnir að líta betur út hjá honum í landsliðinu.Emil Hallfreðsson kom við sögu í einum leik á EM en hugsar ekki mikið til baka.vísir/vilhelm„Mér hefur gengið mun betur eftir að ég fékk að spila á miðjunni undanfarin tvö ár. Ég spilaði ekki mikið á EM en það er bara eins og það var. Ég er löngu kominn yfir það og ekkert pælt í því í tvö ár,“ segir Emil sem er mjög líklegur til að vera í byrjunarliðinu á móti Argentínu, hvort sem að Aron Einar er meiddur eða ekki. „Staðan hjá mér núna er vissulega öðruvísi. Ég vona og býst við því að fá aðeins stærra hlutverk en á EM. Þetta er bara spennandi enda er maður fyrir löngu byrjaður að undirbúa sig fyrir þetta,“ segir hann. Það styttist í stóru stundina í Moskvu en strákarnir okkar ganga út á Spartak-völlinn klukkan 16.00 að staðartíma á laugardaginn og hefja leik á HM. Undirbúningur er á fullu hjá okkar mönnum. „Við erum búnir að taka nokkra fundi fyrir Argentínuleikinn og fórum yfir það aftur í gær. Við fórum létt yfir þá heima á Íslandi og svo aftur hérna. Menn eru orðnir innstillir á þann leik og hvernig við ætlum að fara í það verkefni,“ segir Emil Hallfreðsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Ólafur Ingi Skúlason segir æfingarnar betri í Gelendzikh völlurinn er svo rosalega góður. 15. júní 2018 08:00 HM í dag: Flugvélamaturinn setur strik í reikninginn Fjölmiðlastrákarnir okkar eru komnir til Moskvu og það var lítið annað að gera en að byrja daginn á söng. 15. júní 2018 09:00 Góðkunningi Íslands blæs í flautuna í slagnum við Argentínu Dæmdi leik Íslands og Austurríkis á EM fyrir tveimur árum. 15. júní 2018 08:30 Bein útsending: Blaðamannafundur Arons og Heimis fyrir Argentínuleikinn Innan við sólarhringur í leikinn á Spartak leikvanginum. 15. júní 2018 10:15 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira
Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur á undanförnum misserum alltaf fengið stærra og stærra hlutverk í liðinu eftir að hann þurfti að dúsa mikið á bekknum og var í hreinskilni sagt ekki með stórt hlutverk. Emil, sem hóf feril sinn sem kantmaður, kom mjög oft inn á kantinn í leikjum þrátt fyrir að hann hættur að spila þá stöðu með félagsliði sínu fyrir löngu. Eðli málsins samkvæmt skilaði hann ekki alltaf jafngóðu starfi þar og í sinni stöðu sem er á miðjunni. Hafnfirðingurinn kom aðeins inn á í einum leik á EM fyrir tveimur árum en það var einmitt á vænginn á móti Ungverjalandi. Innkoman var ekkert sérstök og spilaði Emil ekki fleiri mínútur á mótinu. Eftir að hann fór að spila meira á miðjunni fóru hlutirnir að líta betur út hjá honum í landsliðinu.Emil Hallfreðsson kom við sögu í einum leik á EM en hugsar ekki mikið til baka.vísir/vilhelm„Mér hefur gengið mun betur eftir að ég fékk að spila á miðjunni undanfarin tvö ár. Ég spilaði ekki mikið á EM en það er bara eins og það var. Ég er löngu kominn yfir það og ekkert pælt í því í tvö ár,“ segir Emil sem er mjög líklegur til að vera í byrjunarliðinu á móti Argentínu, hvort sem að Aron Einar er meiddur eða ekki. „Staðan hjá mér núna er vissulega öðruvísi. Ég vona og býst við því að fá aðeins stærra hlutverk en á EM. Þetta er bara spennandi enda er maður fyrir löngu byrjaður að undirbúa sig fyrir þetta,“ segir hann. Það styttist í stóru stundina í Moskvu en strákarnir okkar ganga út á Spartak-völlinn klukkan 16.00 að staðartíma á laugardaginn og hefja leik á HM. Undirbúningur er á fullu hjá okkar mönnum. „Við erum búnir að taka nokkra fundi fyrir Argentínuleikinn og fórum yfir það aftur í gær. Við fórum létt yfir þá heima á Íslandi og svo aftur hérna. Menn eru orðnir innstillir á þann leik og hvernig við ætlum að fara í það verkefni,“ segir Emil Hallfreðsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Ólafur Ingi Skúlason segir æfingarnar betri í Gelendzikh völlurinn er svo rosalega góður. 15. júní 2018 08:00 HM í dag: Flugvélamaturinn setur strik í reikninginn Fjölmiðlastrákarnir okkar eru komnir til Moskvu og það var lítið annað að gera en að byrja daginn á söng. 15. júní 2018 09:00 Góðkunningi Íslands blæs í flautuna í slagnum við Argentínu Dæmdi leik Íslands og Austurríkis á EM fyrir tveimur árum. 15. júní 2018 08:30 Bein útsending: Blaðamannafundur Arons og Heimis fyrir Argentínuleikinn Innan við sólarhringur í leikinn á Spartak leikvanginum. 15. júní 2018 10:15 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira
Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Ólafur Ingi Skúlason segir æfingarnar betri í Gelendzikh völlurinn er svo rosalega góður. 15. júní 2018 08:00
HM í dag: Flugvélamaturinn setur strik í reikninginn Fjölmiðlastrákarnir okkar eru komnir til Moskvu og það var lítið annað að gera en að byrja daginn á söng. 15. júní 2018 09:00
Góðkunningi Íslands blæs í flautuna í slagnum við Argentínu Dæmdi leik Íslands og Austurríkis á EM fyrir tveimur árum. 15. júní 2018 08:30
Bein útsending: Blaðamannafundur Arons og Heimis fyrir Argentínuleikinn Innan við sólarhringur í leikinn á Spartak leikvanginum. 15. júní 2018 10:15