Heimir þreyttur á klappinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júní 2018 06:30 Heimir Hallgrímsson segir víkingaklappið hafa gengið sér til HÚHðar. Vísir/vilhelm Nú, þegar aðeins sólarhringur er í að Ísland leiki sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, eru erlendir miðlar undirlagðir af fréttum um íslenska landsliðið. „Öskubuskuævintýri,“ segir Fox um velgengni Íslands- „Lionel Messi þarf heimsmeistaratitil á meðan Íslendingar eru bara kátir að fá að vera með,“ - segir LA Times og Reuters tekur í sama streng. Argentínumenn hafa öllu að tapa en Íslendingar allt að vinna. Fleiri stef eru þó fyrirferðamikil í umfjöllunum dagsins; til að mynda ótrúleg saga tannlæknisins Heimis Hallgrímssonar og hið víðfræga víkingaklapp. Frétt breska götublaðsins Sun sameinar þau bæði - því þar segir landsliðsþjálfarinn að hann sé kominn með nóg af klappinu. „Þessa stundina hata ég það. Það er dálítið ofnotað,“ er haft eftir Heimi. „Það var fínt, þetta var ákveðið augnablik en núna, þegar maður gengur niður götuna, byrjar fólk að klappa,“ segir Heimir og bætir við að það séu einna helst útlendingar sem klappi á hann. „Það var okkar, þó svo að við höfum stolið því frá Skotlandi - en nú er það orðið alþjóðlegt þannig að við þurfum að finna eitthvað nýtt.“Það þarf að fara sparlega með klappið að mati Heimis.Vísir/vilhelmHeimisgrýlan Heimir er jafnframt þungamiðjan í nýrri umfjöllun New York Times um íslenska fótboltaævintýrið. Þar kemur meðal annars fram að vegna þjálfunarstarfa hafi Heimir ekki brugðið sér í hlutverk Leppalúða í árlegu jólaboði í Vestmannaeyjum. Í samtali við blaðið segir frændi Heimis að hann viti ekki hver fyllti í skarðið hans - „en hann var ekki jafn illkvitinn og Heimir.“ Tannlæknastörf Heimis vekja alla jafna mikla athygli í erlendum miðlum og bera nýlegar umfjallanir þess merki. Í fyrrnefndu viðtali við New York Times segir Heimir að tannlæknastússið sé róandi. „Sumir þjálfarar spila golf, skjóta hreindýr, hvað sem er - allir eru með eitthvað. Mér finnst hins vegar gaman að koma aftur heim til skjólstæðinganna minna,“ er haft eftir Heimi. Þessi tilvitnun þykir svo áhugaverð að hún rataði á listann yfir áhugaverðustu ummæli dagsins á NY-Times. Það verður að teljast ákveðinn gæðastimpill, í ljósi þeirra tuga ef ekki hundruð viðtala sem birtast á miðlum stórtímaritsins á hverjum degi.Í umfjöllun Fox News er það hugarfar íslenska landsliðsins sem ratar á blað. Þar er haft eftir Heimi að þrátt fyrir smæðina viti landsliðsmennirnir að þeir eigi jafn skilið að vera á heimsmeistaramótinu eins og önnur lið. „Og í því felst styrkur liðsins. Þeir vita nákvæmlega fyrir hvað þeir standa. Við erum ekki að reyna að vera eitthvað sem við erum ekki - og þegar öllu er á botninn hvolft verður það styrkleikinn okkar,“ segir Heimir.Jurgen Klopp er skotinn í íslensku strákunum.Vísir/gettyÞá þykir hinn víðtæki stuðningur sem íslenska landsliðið hefur fengið einnig fréttnæmur. Þannig er til að mynda heljarinnar úttekt í National Geographic um hina pólsku stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Þar er rætt við Pólverja sem búsettir eru á Íslandi og lýsa þeir því hvernig þeir spegla sig í íslenska landsliðinu. „Pólverjar og Íslendingar eru með sameiginleg gildi, eins og hugrekki og að gefast aldrei upp,“ segir Tomasz Kwiatkowski í samtali við National Geographic. „Íslenska landsliðið er holdgervingur þessara gilda.“ Það eru þó ekki aðeins Pólverjar sem heillast af Íslandi - nafntogaðir Þjóðverjar eru líka hrifnir. Þeirra á meðal er Jürgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Hann fór í skíðaferð til Íslands í fyrra og í samtali við Punch segir Klopp að það hafi verið ein besta upplifun lífs síns. Hann segir að íslenska fótboltaævintýrið sé ótrúlegt, í ljósi fámennisins. Þjóðverjinn segir það minna sig helst á uppruna fótboltans - „Það er eins og uppruni alls, þú þarft ekki mikið af fólki - bara réttu einstaklingana til að skipta sköpum. Þeir [Íslendingar] hafa áorkað svo miklu í fótbolta,“ segir Klopp sem áður hefur talað fallega um Íslands. Sagði hann til að mynda í upphafi árs að „Íslenskur sigur á HM væri stærsta stund fótboltasögunnar“ Í frétt Punch er jafnframt vísað í nýlega könnun í Þýskalandi sem gefur til kynna að um 76,8% Þjóðverja muni styðja Íslendinga á HM - að því gefnu að lið Þýskalands og Íslands mætist ekki á mótinu. Þeir ættu því óhræddir að geta stutt Ísland þegar það mætir Argentínu í Moskvu klukkan 13 að íslenskum tíma á morgun.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu ferðamannaparadísina þar sem landsliðið dvelur Sól, sól, skín á mig. 14. júní 2018 08:00 Íslensku strákarnir lentir í Moskvu Íslenska landsliðið er lent í Moskvu. Strákarnir lögðu af stað frá Gelendzhik stuttu eftir hádegið að íslenskum tíma og eru nú komnir í rússnesku höfuðborgina þar sem liðið mætir Argentínu á laugardag í fyrsta leik á HM. 14. júní 2018 15:36 Íslenskir stuðningsmenn í aðalhlutverki í HM auglýsingu McDonalds Íslendingar eru í aðalhlutverki í stórri auglýsingu skyndibitarisans McDonalds. 14. júní 2018 23:00 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Nú, þegar aðeins sólarhringur er í að Ísland leiki sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, eru erlendir miðlar undirlagðir af fréttum um íslenska landsliðið. „Öskubuskuævintýri,“ segir Fox um velgengni Íslands- „Lionel Messi þarf heimsmeistaratitil á meðan Íslendingar eru bara kátir að fá að vera með,“ - segir LA Times og Reuters tekur í sama streng. Argentínumenn hafa öllu að tapa en Íslendingar allt að vinna. Fleiri stef eru þó fyrirferðamikil í umfjöllunum dagsins; til að mynda ótrúleg saga tannlæknisins Heimis Hallgrímssonar og hið víðfræga víkingaklapp. Frétt breska götublaðsins Sun sameinar þau bæði - því þar segir landsliðsþjálfarinn að hann sé kominn með nóg af klappinu. „Þessa stundina hata ég það. Það er dálítið ofnotað,“ er haft eftir Heimi. „Það var fínt, þetta var ákveðið augnablik en núna, þegar maður gengur niður götuna, byrjar fólk að klappa,“ segir Heimir og bætir við að það séu einna helst útlendingar sem klappi á hann. „Það var okkar, þó svo að við höfum stolið því frá Skotlandi - en nú er það orðið alþjóðlegt þannig að við þurfum að finna eitthvað nýtt.“Það þarf að fara sparlega með klappið að mati Heimis.Vísir/vilhelmHeimisgrýlan Heimir er jafnframt þungamiðjan í nýrri umfjöllun New York Times um íslenska fótboltaævintýrið. Þar kemur meðal annars fram að vegna þjálfunarstarfa hafi Heimir ekki brugðið sér í hlutverk Leppalúða í árlegu jólaboði í Vestmannaeyjum. Í samtali við blaðið segir frændi Heimis að hann viti ekki hver fyllti í skarðið hans - „en hann var ekki jafn illkvitinn og Heimir.“ Tannlæknastörf Heimis vekja alla jafna mikla athygli í erlendum miðlum og bera nýlegar umfjallanir þess merki. Í fyrrnefndu viðtali við New York Times segir Heimir að tannlæknastússið sé róandi. „Sumir þjálfarar spila golf, skjóta hreindýr, hvað sem er - allir eru með eitthvað. Mér finnst hins vegar gaman að koma aftur heim til skjólstæðinganna minna,“ er haft eftir Heimi. Þessi tilvitnun þykir svo áhugaverð að hún rataði á listann yfir áhugaverðustu ummæli dagsins á NY-Times. Það verður að teljast ákveðinn gæðastimpill, í ljósi þeirra tuga ef ekki hundruð viðtala sem birtast á miðlum stórtímaritsins á hverjum degi.Í umfjöllun Fox News er það hugarfar íslenska landsliðsins sem ratar á blað. Þar er haft eftir Heimi að þrátt fyrir smæðina viti landsliðsmennirnir að þeir eigi jafn skilið að vera á heimsmeistaramótinu eins og önnur lið. „Og í því felst styrkur liðsins. Þeir vita nákvæmlega fyrir hvað þeir standa. Við erum ekki að reyna að vera eitthvað sem við erum ekki - og þegar öllu er á botninn hvolft verður það styrkleikinn okkar,“ segir Heimir.Jurgen Klopp er skotinn í íslensku strákunum.Vísir/gettyÞá þykir hinn víðtæki stuðningur sem íslenska landsliðið hefur fengið einnig fréttnæmur. Þannig er til að mynda heljarinnar úttekt í National Geographic um hina pólsku stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Þar er rætt við Pólverja sem búsettir eru á Íslandi og lýsa þeir því hvernig þeir spegla sig í íslenska landsliðinu. „Pólverjar og Íslendingar eru með sameiginleg gildi, eins og hugrekki og að gefast aldrei upp,“ segir Tomasz Kwiatkowski í samtali við National Geographic. „Íslenska landsliðið er holdgervingur þessara gilda.“ Það eru þó ekki aðeins Pólverjar sem heillast af Íslandi - nafntogaðir Þjóðverjar eru líka hrifnir. Þeirra á meðal er Jürgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Hann fór í skíðaferð til Íslands í fyrra og í samtali við Punch segir Klopp að það hafi verið ein besta upplifun lífs síns. Hann segir að íslenska fótboltaævintýrið sé ótrúlegt, í ljósi fámennisins. Þjóðverjinn segir það minna sig helst á uppruna fótboltans - „Það er eins og uppruni alls, þú þarft ekki mikið af fólki - bara réttu einstaklingana til að skipta sköpum. Þeir [Íslendingar] hafa áorkað svo miklu í fótbolta,“ segir Klopp sem áður hefur talað fallega um Íslands. Sagði hann til að mynda í upphafi árs að „Íslenskur sigur á HM væri stærsta stund fótboltasögunnar“ Í frétt Punch er jafnframt vísað í nýlega könnun í Þýskalandi sem gefur til kynna að um 76,8% Þjóðverja muni styðja Íslendinga á HM - að því gefnu að lið Þýskalands og Íslands mætist ekki á mótinu. Þeir ættu því óhræddir að geta stutt Ísland þegar það mætir Argentínu í Moskvu klukkan 13 að íslenskum tíma á morgun.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu ferðamannaparadísina þar sem landsliðið dvelur Sól, sól, skín á mig. 14. júní 2018 08:00 Íslensku strákarnir lentir í Moskvu Íslenska landsliðið er lent í Moskvu. Strákarnir lögðu af stað frá Gelendzhik stuttu eftir hádegið að íslenskum tíma og eru nú komnir í rússnesku höfuðborgina þar sem liðið mætir Argentínu á laugardag í fyrsta leik á HM. 14. júní 2018 15:36 Íslenskir stuðningsmenn í aðalhlutverki í HM auglýsingu McDonalds Íslendingar eru í aðalhlutverki í stórri auglýsingu skyndibitarisans McDonalds. 14. júní 2018 23:00 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Íslensku strákarnir lentir í Moskvu Íslenska landsliðið er lent í Moskvu. Strákarnir lögðu af stað frá Gelendzhik stuttu eftir hádegið að íslenskum tíma og eru nú komnir í rússnesku höfuðborgina þar sem liðið mætir Argentínu á laugardag í fyrsta leik á HM. 14. júní 2018 15:36
Íslenskir stuðningsmenn í aðalhlutverki í HM auglýsingu McDonalds Íslendingar eru í aðalhlutverki í stórri auglýsingu skyndibitarisans McDonalds. 14. júní 2018 23:00