Heimir þreyttur á klappinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júní 2018 06:30 Heimir Hallgrímsson segir víkingaklappið hafa gengið sér til HÚHðar. Vísir/vilhelm Nú, þegar aðeins sólarhringur er í að Ísland leiki sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, eru erlendir miðlar undirlagðir af fréttum um íslenska landsliðið. „Öskubuskuævintýri,“ segir Fox um velgengni Íslands- „Lionel Messi þarf heimsmeistaratitil á meðan Íslendingar eru bara kátir að fá að vera með,“ - segir LA Times og Reuters tekur í sama streng. Argentínumenn hafa öllu að tapa en Íslendingar allt að vinna. Fleiri stef eru þó fyrirferðamikil í umfjöllunum dagsins; til að mynda ótrúleg saga tannlæknisins Heimis Hallgrímssonar og hið víðfræga víkingaklapp. Frétt breska götublaðsins Sun sameinar þau bæði - því þar segir landsliðsþjálfarinn að hann sé kominn með nóg af klappinu. „Þessa stundina hata ég það. Það er dálítið ofnotað,“ er haft eftir Heimi. „Það var fínt, þetta var ákveðið augnablik en núna, þegar maður gengur niður götuna, byrjar fólk að klappa,“ segir Heimir og bætir við að það séu einna helst útlendingar sem klappi á hann. „Það var okkar, þó svo að við höfum stolið því frá Skotlandi - en nú er það orðið alþjóðlegt þannig að við þurfum að finna eitthvað nýtt.“Það þarf að fara sparlega með klappið að mati Heimis.Vísir/vilhelmHeimisgrýlan Heimir er jafnframt þungamiðjan í nýrri umfjöllun New York Times um íslenska fótboltaævintýrið. Þar kemur meðal annars fram að vegna þjálfunarstarfa hafi Heimir ekki brugðið sér í hlutverk Leppalúða í árlegu jólaboði í Vestmannaeyjum. Í samtali við blaðið segir frændi Heimis að hann viti ekki hver fyllti í skarðið hans - „en hann var ekki jafn illkvitinn og Heimir.“ Tannlæknastörf Heimis vekja alla jafna mikla athygli í erlendum miðlum og bera nýlegar umfjallanir þess merki. Í fyrrnefndu viðtali við New York Times segir Heimir að tannlæknastússið sé róandi. „Sumir þjálfarar spila golf, skjóta hreindýr, hvað sem er - allir eru með eitthvað. Mér finnst hins vegar gaman að koma aftur heim til skjólstæðinganna minna,“ er haft eftir Heimi. Þessi tilvitnun þykir svo áhugaverð að hún rataði á listann yfir áhugaverðustu ummæli dagsins á NY-Times. Það verður að teljast ákveðinn gæðastimpill, í ljósi þeirra tuga ef ekki hundruð viðtala sem birtast á miðlum stórtímaritsins á hverjum degi.Í umfjöllun Fox News er það hugarfar íslenska landsliðsins sem ratar á blað. Þar er haft eftir Heimi að þrátt fyrir smæðina viti landsliðsmennirnir að þeir eigi jafn skilið að vera á heimsmeistaramótinu eins og önnur lið. „Og í því felst styrkur liðsins. Þeir vita nákvæmlega fyrir hvað þeir standa. Við erum ekki að reyna að vera eitthvað sem við erum ekki - og þegar öllu er á botninn hvolft verður það styrkleikinn okkar,“ segir Heimir.Jurgen Klopp er skotinn í íslensku strákunum.Vísir/gettyÞá þykir hinn víðtæki stuðningur sem íslenska landsliðið hefur fengið einnig fréttnæmur. Þannig er til að mynda heljarinnar úttekt í National Geographic um hina pólsku stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Þar er rætt við Pólverja sem búsettir eru á Íslandi og lýsa þeir því hvernig þeir spegla sig í íslenska landsliðinu. „Pólverjar og Íslendingar eru með sameiginleg gildi, eins og hugrekki og að gefast aldrei upp,“ segir Tomasz Kwiatkowski í samtali við National Geographic. „Íslenska landsliðið er holdgervingur þessara gilda.“ Það eru þó ekki aðeins Pólverjar sem heillast af Íslandi - nafntogaðir Þjóðverjar eru líka hrifnir. Þeirra á meðal er Jürgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Hann fór í skíðaferð til Íslands í fyrra og í samtali við Punch segir Klopp að það hafi verið ein besta upplifun lífs síns. Hann segir að íslenska fótboltaævintýrið sé ótrúlegt, í ljósi fámennisins. Þjóðverjinn segir það minna sig helst á uppruna fótboltans - „Það er eins og uppruni alls, þú þarft ekki mikið af fólki - bara réttu einstaklingana til að skipta sköpum. Þeir [Íslendingar] hafa áorkað svo miklu í fótbolta,“ segir Klopp sem áður hefur talað fallega um Íslands. Sagði hann til að mynda í upphafi árs að „Íslenskur sigur á HM væri stærsta stund fótboltasögunnar“ Í frétt Punch er jafnframt vísað í nýlega könnun í Þýskalandi sem gefur til kynna að um 76,8% Þjóðverja muni styðja Íslendinga á HM - að því gefnu að lið Þýskalands og Íslands mætist ekki á mótinu. Þeir ættu því óhræddir að geta stutt Ísland þegar það mætir Argentínu í Moskvu klukkan 13 að íslenskum tíma á morgun.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu ferðamannaparadísina þar sem landsliðið dvelur Sól, sól, skín á mig. 14. júní 2018 08:00 Íslensku strákarnir lentir í Moskvu Íslenska landsliðið er lent í Moskvu. Strákarnir lögðu af stað frá Gelendzhik stuttu eftir hádegið að íslenskum tíma og eru nú komnir í rússnesku höfuðborgina þar sem liðið mætir Argentínu á laugardag í fyrsta leik á HM. 14. júní 2018 15:36 Íslenskir stuðningsmenn í aðalhlutverki í HM auglýsingu McDonalds Íslendingar eru í aðalhlutverki í stórri auglýsingu skyndibitarisans McDonalds. 14. júní 2018 23:00 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Sjá meira
Nú, þegar aðeins sólarhringur er í að Ísland leiki sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, eru erlendir miðlar undirlagðir af fréttum um íslenska landsliðið. „Öskubuskuævintýri,“ segir Fox um velgengni Íslands- „Lionel Messi þarf heimsmeistaratitil á meðan Íslendingar eru bara kátir að fá að vera með,“ - segir LA Times og Reuters tekur í sama streng. Argentínumenn hafa öllu að tapa en Íslendingar allt að vinna. Fleiri stef eru þó fyrirferðamikil í umfjöllunum dagsins; til að mynda ótrúleg saga tannlæknisins Heimis Hallgrímssonar og hið víðfræga víkingaklapp. Frétt breska götublaðsins Sun sameinar þau bæði - því þar segir landsliðsþjálfarinn að hann sé kominn með nóg af klappinu. „Þessa stundina hata ég það. Það er dálítið ofnotað,“ er haft eftir Heimi. „Það var fínt, þetta var ákveðið augnablik en núna, þegar maður gengur niður götuna, byrjar fólk að klappa,“ segir Heimir og bætir við að það séu einna helst útlendingar sem klappi á hann. „Það var okkar, þó svo að við höfum stolið því frá Skotlandi - en nú er það orðið alþjóðlegt þannig að við þurfum að finna eitthvað nýtt.“Það þarf að fara sparlega með klappið að mati Heimis.Vísir/vilhelmHeimisgrýlan Heimir er jafnframt þungamiðjan í nýrri umfjöllun New York Times um íslenska fótboltaævintýrið. Þar kemur meðal annars fram að vegna þjálfunarstarfa hafi Heimir ekki brugðið sér í hlutverk Leppalúða í árlegu jólaboði í Vestmannaeyjum. Í samtali við blaðið segir frændi Heimis að hann viti ekki hver fyllti í skarðið hans - „en hann var ekki jafn illkvitinn og Heimir.“ Tannlæknastörf Heimis vekja alla jafna mikla athygli í erlendum miðlum og bera nýlegar umfjallanir þess merki. Í fyrrnefndu viðtali við New York Times segir Heimir að tannlæknastússið sé róandi. „Sumir þjálfarar spila golf, skjóta hreindýr, hvað sem er - allir eru með eitthvað. Mér finnst hins vegar gaman að koma aftur heim til skjólstæðinganna minna,“ er haft eftir Heimi. Þessi tilvitnun þykir svo áhugaverð að hún rataði á listann yfir áhugaverðustu ummæli dagsins á NY-Times. Það verður að teljast ákveðinn gæðastimpill, í ljósi þeirra tuga ef ekki hundruð viðtala sem birtast á miðlum stórtímaritsins á hverjum degi.Í umfjöllun Fox News er það hugarfar íslenska landsliðsins sem ratar á blað. Þar er haft eftir Heimi að þrátt fyrir smæðina viti landsliðsmennirnir að þeir eigi jafn skilið að vera á heimsmeistaramótinu eins og önnur lið. „Og í því felst styrkur liðsins. Þeir vita nákvæmlega fyrir hvað þeir standa. Við erum ekki að reyna að vera eitthvað sem við erum ekki - og þegar öllu er á botninn hvolft verður það styrkleikinn okkar,“ segir Heimir.Jurgen Klopp er skotinn í íslensku strákunum.Vísir/gettyÞá þykir hinn víðtæki stuðningur sem íslenska landsliðið hefur fengið einnig fréttnæmur. Þannig er til að mynda heljarinnar úttekt í National Geographic um hina pólsku stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Þar er rætt við Pólverja sem búsettir eru á Íslandi og lýsa þeir því hvernig þeir spegla sig í íslenska landsliðinu. „Pólverjar og Íslendingar eru með sameiginleg gildi, eins og hugrekki og að gefast aldrei upp,“ segir Tomasz Kwiatkowski í samtali við National Geographic. „Íslenska landsliðið er holdgervingur þessara gilda.“ Það eru þó ekki aðeins Pólverjar sem heillast af Íslandi - nafntogaðir Þjóðverjar eru líka hrifnir. Þeirra á meðal er Jürgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Hann fór í skíðaferð til Íslands í fyrra og í samtali við Punch segir Klopp að það hafi verið ein besta upplifun lífs síns. Hann segir að íslenska fótboltaævintýrið sé ótrúlegt, í ljósi fámennisins. Þjóðverjinn segir það minna sig helst á uppruna fótboltans - „Það er eins og uppruni alls, þú þarft ekki mikið af fólki - bara réttu einstaklingana til að skipta sköpum. Þeir [Íslendingar] hafa áorkað svo miklu í fótbolta,“ segir Klopp sem áður hefur talað fallega um Íslands. Sagði hann til að mynda í upphafi árs að „Íslenskur sigur á HM væri stærsta stund fótboltasögunnar“ Í frétt Punch er jafnframt vísað í nýlega könnun í Þýskalandi sem gefur til kynna að um 76,8% Þjóðverja muni styðja Íslendinga á HM - að því gefnu að lið Þýskalands og Íslands mætist ekki á mótinu. Þeir ættu því óhræddir að geta stutt Ísland þegar það mætir Argentínu í Moskvu klukkan 13 að íslenskum tíma á morgun.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu ferðamannaparadísina þar sem landsliðið dvelur Sól, sól, skín á mig. 14. júní 2018 08:00 Íslensku strákarnir lentir í Moskvu Íslenska landsliðið er lent í Moskvu. Strákarnir lögðu af stað frá Gelendzhik stuttu eftir hádegið að íslenskum tíma og eru nú komnir í rússnesku höfuðborgina þar sem liðið mætir Argentínu á laugardag í fyrsta leik á HM. 14. júní 2018 15:36 Íslenskir stuðningsmenn í aðalhlutverki í HM auglýsingu McDonalds Íslendingar eru í aðalhlutverki í stórri auglýsingu skyndibitarisans McDonalds. 14. júní 2018 23:00 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Sjá meira
Íslensku strákarnir lentir í Moskvu Íslenska landsliðið er lent í Moskvu. Strákarnir lögðu af stað frá Gelendzhik stuttu eftir hádegið að íslenskum tíma og eru nú komnir í rússnesku höfuðborgina þar sem liðið mætir Argentínu á laugardag í fyrsta leik á HM. 14. júní 2018 15:36
Íslenskir stuðningsmenn í aðalhlutverki í HM auglýsingu McDonalds Íslendingar eru í aðalhlutverki í stórri auglýsingu skyndibitarisans McDonalds. 14. júní 2018 23:00