Örn á frábærum lokaspretti bjargaði Ólafíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júní 2018 16:00 Ólafía Þórunn spilaði stöðugt golf í dag eftir erfiða byrjun. vísir/getty Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að öllum líkindum komin í gegnum niðurskurðinn á Mejer Classic mótinu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía átti góðan fyrsta hring í gær þar sem hún endaði á erni og kláraði á þremur höggum undir pari. Morguninn byrjaði hins vegar heldur betur illa hjá íþróttamanni ársins 2017 og fékk hún tvo skolla í röð á annari og þriðju holu. Hún fékk svo þriðja skollann á sjöundu holunni og var komin á parið og fyrir neðan niðurskurðarlínuna. Þá tók við hrikalega stöðugt golf. Hún gerði í raun allt nákvæmlega eftir bókinni, hitti flestar brautir og flatir og var að tvípútta fyrir pörum. Átta pör í röð á 8. - 15. braut. Á 16. brautinni gerði Ólafía sér lítið fyrir og setti örn og fylgdi því eftir með fugli á 18. holu. Fór því hringinn í dag á pari og lauk keppni á þremur höggum undir pari. Þegar Ólafía kom í hús var hún í 42. - 56. sæti og niðurskurðarlínan við tvö högg undir parið. Hún var hins vegar með fyrstu kylfingum út á völlinn í morgun og því mikið vatn eftir að renna til sjávar. Fuglinn á 18. holunni ætti að hafa tryggt Ólafíu í gegnum niðurskurðinn en það mun þó ekki koma í ljós fyrr en í lok dags hver lokastaðan verður. Bein útsending frá mótinu verður á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17:30.
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að öllum líkindum komin í gegnum niðurskurðinn á Mejer Classic mótinu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía átti góðan fyrsta hring í gær þar sem hún endaði á erni og kláraði á þremur höggum undir pari. Morguninn byrjaði hins vegar heldur betur illa hjá íþróttamanni ársins 2017 og fékk hún tvo skolla í röð á annari og þriðju holu. Hún fékk svo þriðja skollann á sjöundu holunni og var komin á parið og fyrir neðan niðurskurðarlínuna. Þá tók við hrikalega stöðugt golf. Hún gerði í raun allt nákvæmlega eftir bókinni, hitti flestar brautir og flatir og var að tvípútta fyrir pörum. Átta pör í röð á 8. - 15. braut. Á 16. brautinni gerði Ólafía sér lítið fyrir og setti örn og fylgdi því eftir með fugli á 18. holu. Fór því hringinn í dag á pari og lauk keppni á þremur höggum undir pari. Þegar Ólafía kom í hús var hún í 42. - 56. sæti og niðurskurðarlínan við tvö högg undir parið. Hún var hins vegar með fyrstu kylfingum út á völlinn í morgun og því mikið vatn eftir að renna til sjávar. Fuglinn á 18. holunni ætti að hafa tryggt Ólafíu í gegnum niðurskurðinn en það mun þó ekki koma í ljós fyrr en í lok dags hver lokastaðan verður. Bein útsending frá mótinu verður á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17:30.
Golf Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira