Ferð Elizu Reid til Rússlands greidd af skrifstofu forseta Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. júní 2018 11:54 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú á góðri stundu. vísir/ernir Ferð Elizu Reid forsetafrúar til Moskvu á leik Íslands gegn Argentínu á morgun er kostuð af embætti forseta Íslands. Ferðin er hluti af verkefni og verksviði hennar sem forsetafrú. Þrátt fyrir það lítur forsetaembættið svo á að hún sé ekki á leiknum sem opinber embættismaður. Þetta kemur fram í skriflegu svari skrifstofu foretans við fyrirspurn fréttastofu. „Eliza Reid er ekki embættismaður, fer ekki til Rússlands í opinberum erindagjörðum og mun ekki eiga fundi með þarlendum ráðamönnum. Ferð hennar fellur hins vegar undir verkefni hennar og verksvið sem forsetafrú, meðal annars átakið “Team Iceland”. För hennar er því greidd af skrifstofu forseta Íslands eins og gildir um aðrar utanlandsferðir af svipuðu tagi,“ segir í svari skrifstofu forseta vði fyrirspurn fréttastofu. Þá er tekið fram að tveir eldri drengir forsetahjónanna munu einnig fylgjast með leik Íslands og Argentínu í Moskvu og greiða forsetahjónin kostnað af ferð þeirra.Forsetinn fer ekki að gamni sínu Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun sniðganga HM líkt og aðrir ráðamenn. Hann sagði í viðtali við Vísi fyrir skemmstu að þó hann njóti ferðafrelsis þegar um íþróttaviðburði er að ræða, þá gangi hann ekki gegn vilja ríkisstjórnar og meirihluta Alþingis að gamni sínu með því að mæta á HM í Rússlandi. Í tilkynningu frá ríkisstjórn Íslands í mars síðastliðnum kom fram að sú afstaða að íslenskir ráðamenn yrðu ekki viðstaddir HM í Rússlandi væri liður í þátttöku í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásarinnar sem er talin alvarlegt brot á alþjóðlögum og ógnun við öryggi og frið í Evrópu. Er það gert til að mótmæla eiturárás Rússa í breska bænum Salisbury en árásin beindist gegn Sergei Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum, og dóttur hans. HM 2018 í Rússlandi Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Eliza verður á leik Íslands og Argentínu á meðan Guðni verður á Hrafnseyri Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heldur hátíðarræðu á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta, í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands laugardaginn 16. júní næstkomandi. 14. júní 2018 16:08 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Guðni forseti horfir á leikinn gegn Argentínu á Hrafnseyri Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, spáir Íslandi góðu gengi á HM í sumar og mun horfa á fyrsta leikinn á Hrafnseyri. 4. júní 2018 18:15 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ferð Elizu Reid forsetafrúar til Moskvu á leik Íslands gegn Argentínu á morgun er kostuð af embætti forseta Íslands. Ferðin er hluti af verkefni og verksviði hennar sem forsetafrú. Þrátt fyrir það lítur forsetaembættið svo á að hún sé ekki á leiknum sem opinber embættismaður. Þetta kemur fram í skriflegu svari skrifstofu foretans við fyrirspurn fréttastofu. „Eliza Reid er ekki embættismaður, fer ekki til Rússlands í opinberum erindagjörðum og mun ekki eiga fundi með þarlendum ráðamönnum. Ferð hennar fellur hins vegar undir verkefni hennar og verksvið sem forsetafrú, meðal annars átakið “Team Iceland”. För hennar er því greidd af skrifstofu forseta Íslands eins og gildir um aðrar utanlandsferðir af svipuðu tagi,“ segir í svari skrifstofu forseta vði fyrirspurn fréttastofu. Þá er tekið fram að tveir eldri drengir forsetahjónanna munu einnig fylgjast með leik Íslands og Argentínu í Moskvu og greiða forsetahjónin kostnað af ferð þeirra.Forsetinn fer ekki að gamni sínu Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun sniðganga HM líkt og aðrir ráðamenn. Hann sagði í viðtali við Vísi fyrir skemmstu að þó hann njóti ferðafrelsis þegar um íþróttaviðburði er að ræða, þá gangi hann ekki gegn vilja ríkisstjórnar og meirihluta Alþingis að gamni sínu með því að mæta á HM í Rússlandi. Í tilkynningu frá ríkisstjórn Íslands í mars síðastliðnum kom fram að sú afstaða að íslenskir ráðamenn yrðu ekki viðstaddir HM í Rússlandi væri liður í þátttöku í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásarinnar sem er talin alvarlegt brot á alþjóðlögum og ógnun við öryggi og frið í Evrópu. Er það gert til að mótmæla eiturárás Rússa í breska bænum Salisbury en árásin beindist gegn Sergei Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum, og dóttur hans.
HM 2018 í Rússlandi Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Eliza verður á leik Íslands og Argentínu á meðan Guðni verður á Hrafnseyri Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heldur hátíðarræðu á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta, í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands laugardaginn 16. júní næstkomandi. 14. júní 2018 16:08 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Guðni forseti horfir á leikinn gegn Argentínu á Hrafnseyri Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, spáir Íslandi góðu gengi á HM í sumar og mun horfa á fyrsta leikinn á Hrafnseyri. 4. júní 2018 18:15 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Eliza verður á leik Íslands og Argentínu á meðan Guðni verður á Hrafnseyri Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heldur hátíðarræðu á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta, í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands laugardaginn 16. júní næstkomandi. 14. júní 2018 16:08
Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00
Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45
Guðni forseti horfir á leikinn gegn Argentínu á Hrafnseyri Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, spáir Íslandi góðu gengi á HM í sumar og mun horfa á fyrsta leikinn á Hrafnseyri. 4. júní 2018 18:15