Handbolti

Kristján ráðinn til Löwen │ Tekur við 2019

Kristján fagnar í leik á EM.
Kristján fagnar í leik á EM. vísir/afp
Kristján Andrésson er nýr þjálfari Rhein-Neckar Löwen í þýsku Bundesligunni í handbolta. Félagið tilkynnti þetta í dag.

Vísir greindi frá því á dögunum að þessi ráðning væri í bígerð en hún hefur nú verið staðfest. Kristján er landsliðsþjálfari Svía og mun stýra þeim á HM í Danmörku og Þýskalandi næsta janúar.

Kristján mun hins vegar ekki taka við liðinu strax, hann tekur við haustið 2019 þegar Nikolaj Jacobsen lætur af störfum og einbeitir sér að danska landsliðinu.

Kristján skrifaði undir þriggja ára saming við Ljónin frá 1. júlí 2019 til júní 2022. Hann mun stýra Svíum áfram samhliða Rhein-Neckar í ár áður en hann lætur störfum hjá Svíum.

Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson spila með Rhein-Neckar Löwen.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×