Lögreglan varar við slóttugum PIN-þjófum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. júní 2018 13:09 Óprúttnir aðilar hafa stolið greiðslukortum af eldri konum og tekið peninga af reikningunum þeirra. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við óprúttnum aðilum sem hafa stolið greiðslukortum og komist yfir PIN-númer, en þrjú slík tilvik hafa verið tilkynnt til lögreglu. Brotaþolarnir eiga það sameiginlegt að vera fullorðnar konur „komnar á eftirlaunaaldur og rúmlega það,“ samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Í einu tilvikanna var greiðslukorti stolið úr bifreið eldri konu, sem hafði skömmu áður tekið út peninga í hraðbanka í Kópavogi. Lögreglan telur líklegt að þjófarnir hafi fylgst með konunni slá inn PIN-númerið sitt. Þeir gáfu sig síðan á tal við konuna þegar í bifreiðina var komið og þóttust vera að spyrja til vegar. Næst þegar konan ætlaði að nota greiðslukortið uppgötvaði hún að það var horfið og gerði þá strax ráðstafanir til að láta loka því. Í ljós kom að í millitíðinni höfðu peningar verið teknir út af reikningi hennar. Svipað atvik átti sér stað við hraðabanka í Reykjavík, en þar varð eldri kona fyrir barðinu á þjófunum. Náðu þeir að taka út peninga af reikningi viðkomandi. Einnig kom upp samskonar mál í verslun í Reykjavík þar sem þrjótarnir gáfu sig á tal við eldri konu, sem var að borga fyrir vörur við afgreiðslukassann. Þeir náðu að komast yfir PIN-númer konunnar og stálu greiðslukortinu hennar. Samkvæmt lögreglunni var eftirleikurinn þá auðveldur, en nokkrir tugir þúsunda voru teknir út af reikningi konunnar. Lögregla telur að um sömu þjófana sé að ræða í öllum tilfellum, en að sögn brotaþola voru þeir þjófarnir tveir á ferðinni, kona og karl og töluðu þau erlent tungumál. Lögreglan minnir fólk á að gæta að sér þegar PIN-númer eru slegin inn og eins að upplýsingar um PIN-númer séu ekki geymdar með greiðslukortum. Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við óprúttnum aðilum sem hafa stolið greiðslukortum og komist yfir PIN-númer, en þrjú slík tilvik hafa verið tilkynnt til lögreglu. Brotaþolarnir eiga það sameiginlegt að vera fullorðnar konur „komnar á eftirlaunaaldur og rúmlega það,“ samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Í einu tilvikanna var greiðslukorti stolið úr bifreið eldri konu, sem hafði skömmu áður tekið út peninga í hraðbanka í Kópavogi. Lögreglan telur líklegt að þjófarnir hafi fylgst með konunni slá inn PIN-númerið sitt. Þeir gáfu sig síðan á tal við konuna þegar í bifreiðina var komið og þóttust vera að spyrja til vegar. Næst þegar konan ætlaði að nota greiðslukortið uppgötvaði hún að það var horfið og gerði þá strax ráðstafanir til að láta loka því. Í ljós kom að í millitíðinni höfðu peningar verið teknir út af reikningi hennar. Svipað atvik átti sér stað við hraðabanka í Reykjavík, en þar varð eldri kona fyrir barðinu á þjófunum. Náðu þeir að taka út peninga af reikningi viðkomandi. Einnig kom upp samskonar mál í verslun í Reykjavík þar sem þrjótarnir gáfu sig á tal við eldri konu, sem var að borga fyrir vörur við afgreiðslukassann. Þeir náðu að komast yfir PIN-númer konunnar og stálu greiðslukortinu hennar. Samkvæmt lögreglunni var eftirleikurinn þá auðveldur, en nokkrir tugir þúsunda voru teknir út af reikningi konunnar. Lögregla telur að um sömu þjófana sé að ræða í öllum tilfellum, en að sögn brotaþola voru þeir þjófarnir tveir á ferðinni, kona og karl og töluðu þau erlent tungumál. Lögreglan minnir fólk á að gæta að sér þegar PIN-númer eru slegin inn og eins að upplýsingar um PIN-númer séu ekki geymdar með greiðslukortum.
Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent