Lögreglan varar við slóttugum PIN-þjófum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. júní 2018 13:09 Óprúttnir aðilar hafa stolið greiðslukortum af eldri konum og tekið peninga af reikningunum þeirra. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við óprúttnum aðilum sem hafa stolið greiðslukortum og komist yfir PIN-númer, en þrjú slík tilvik hafa verið tilkynnt til lögreglu. Brotaþolarnir eiga það sameiginlegt að vera fullorðnar konur „komnar á eftirlaunaaldur og rúmlega það,“ samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Í einu tilvikanna var greiðslukorti stolið úr bifreið eldri konu, sem hafði skömmu áður tekið út peninga í hraðbanka í Kópavogi. Lögreglan telur líklegt að þjófarnir hafi fylgst með konunni slá inn PIN-númerið sitt. Þeir gáfu sig síðan á tal við konuna þegar í bifreiðina var komið og þóttust vera að spyrja til vegar. Næst þegar konan ætlaði að nota greiðslukortið uppgötvaði hún að það var horfið og gerði þá strax ráðstafanir til að láta loka því. Í ljós kom að í millitíðinni höfðu peningar verið teknir út af reikningi hennar. Svipað atvik átti sér stað við hraðabanka í Reykjavík, en þar varð eldri kona fyrir barðinu á þjófunum. Náðu þeir að taka út peninga af reikningi viðkomandi. Einnig kom upp samskonar mál í verslun í Reykjavík þar sem þrjótarnir gáfu sig á tal við eldri konu, sem var að borga fyrir vörur við afgreiðslukassann. Þeir náðu að komast yfir PIN-númer konunnar og stálu greiðslukortinu hennar. Samkvæmt lögreglunni var eftirleikurinn þá auðveldur, en nokkrir tugir þúsunda voru teknir út af reikningi konunnar. Lögregla telur að um sömu þjófana sé að ræða í öllum tilfellum, en að sögn brotaþola voru þeir þjófarnir tveir á ferðinni, kona og karl og töluðu þau erlent tungumál. Lögreglan minnir fólk á að gæta að sér þegar PIN-númer eru slegin inn og eins að upplýsingar um PIN-númer séu ekki geymdar með greiðslukortum. Lögreglumál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við óprúttnum aðilum sem hafa stolið greiðslukortum og komist yfir PIN-númer, en þrjú slík tilvik hafa verið tilkynnt til lögreglu. Brotaþolarnir eiga það sameiginlegt að vera fullorðnar konur „komnar á eftirlaunaaldur og rúmlega það,“ samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Í einu tilvikanna var greiðslukorti stolið úr bifreið eldri konu, sem hafði skömmu áður tekið út peninga í hraðbanka í Kópavogi. Lögreglan telur líklegt að þjófarnir hafi fylgst með konunni slá inn PIN-númerið sitt. Þeir gáfu sig síðan á tal við konuna þegar í bifreiðina var komið og þóttust vera að spyrja til vegar. Næst þegar konan ætlaði að nota greiðslukortið uppgötvaði hún að það var horfið og gerði þá strax ráðstafanir til að láta loka því. Í ljós kom að í millitíðinni höfðu peningar verið teknir út af reikningi hennar. Svipað atvik átti sér stað við hraðabanka í Reykjavík, en þar varð eldri kona fyrir barðinu á þjófunum. Náðu þeir að taka út peninga af reikningi viðkomandi. Einnig kom upp samskonar mál í verslun í Reykjavík þar sem þrjótarnir gáfu sig á tal við eldri konu, sem var að borga fyrir vörur við afgreiðslukassann. Þeir náðu að komast yfir PIN-númer konunnar og stálu greiðslukortinu hennar. Samkvæmt lögreglunni var eftirleikurinn þá auðveldur, en nokkrir tugir þúsunda voru teknir út af reikningi konunnar. Lögregla telur að um sömu þjófana sé að ræða í öllum tilfellum, en að sögn brotaþola voru þeir þjófarnir tveir á ferðinni, kona og karl og töluðu þau erlent tungumál. Lögreglan minnir fólk á að gæta að sér þegar PIN-númer eru slegin inn og eins að upplýsingar um PIN-númer séu ekki geymdar með greiðslukortum.
Lögreglumál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent