„Án hjúkrunar er ekkert heilbrigðiskerfi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2018 17:49 Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur víða áhrif. Vísir/VIlhelm Hjúkrunarráð Landspítalans lýsir yfir þungum áhyggjum af skorti á hjúkrunarfræðingum. Þá brýnir ráðið fyrir stjórnvöldum að standa við orð sín og bæta stöðu hjúkrunar á spítalanum. Í tilkynningu segir að skortur á hjúkrunarfræðingum hafi margvíslegar afleiðingar. Opnum sjúkrarúmum á Landspítala fækki til að mynda stöðugt, sem hafi einkum áhrif á öryggi sjúklinga og þjónustu. 49 þessara sjúkrarýma voru lokuð um mánaðamótin. Þar sem mönnun er ábótavant aukist jafnframt bæði tíðni endurinnlagna og dánartíðni sjúklinga og þá auki mannekla hættu á kulnun, mistökum og brottfalli úr starfi. Þá hefur verið greint frá því að einu sérhæfðu bráðamóttöku landsins fyrir hjartasjúklinga verði lokað í sumar og starfsemin flutt í Fossvog. Í tilkynningu hjúkrunarráðs segir að lokunin sé afleiðing skorts á á hjúkrunarfræðingum. Ráðið segir stjórnendur Landspítala þó hafa lagt mikla vinnu í umbætur á spítalanum en nú sé tími til að stjórnvöld geri eitthvað í málunum þar eð Landspítali þurfi að vera samkeppnisfær við aðra atvinnurekendur sem kunna að meta færni hjúkrunarfræðinga. „Stjórnvöld á Íslandi hafa lýst því yfir að þau vilji standa með heilbrigðiskerfinu, nú er tími til að standa við yfirlýsingarnar. Án hjúkrunar er ekkert heilbrigðiskerfi. Hjúkrunarráð Landspítala vill brýna við ráðamenn til að standa við orð sín og gera allt það sem í þeirra valdi stendur til að bæta stöðu hjúkrunar á Landspítala!“ segir í yfirlýsingu. Fréttir hafa verið fluttar af alvarlegum skorti á hjúkrunarfræðingum á Landspítala undanfarin misseri, sérstaklega í samhengi við sumarlokanir á spítalanum. Þá sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli sínum í dag að spítalinn finni rækilega fyrir því í sumar að hér á landi skorti tilfinnanlega hjúkrunarfræðinga. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir Landspítalann finna rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum Í vikulegum forstjórapistli sínum á vef spítalans segir Páll Matthíasson að það sé verulegt áhyggjuefni, og í raun ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið, hversu fái velji sér þennan starfsvettvang. 15. júní 2018 16:39 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Hjúkrunarráð Landspítalans lýsir yfir þungum áhyggjum af skorti á hjúkrunarfræðingum. Þá brýnir ráðið fyrir stjórnvöldum að standa við orð sín og bæta stöðu hjúkrunar á spítalanum. Í tilkynningu segir að skortur á hjúkrunarfræðingum hafi margvíslegar afleiðingar. Opnum sjúkrarúmum á Landspítala fækki til að mynda stöðugt, sem hafi einkum áhrif á öryggi sjúklinga og þjónustu. 49 þessara sjúkrarýma voru lokuð um mánaðamótin. Þar sem mönnun er ábótavant aukist jafnframt bæði tíðni endurinnlagna og dánartíðni sjúklinga og þá auki mannekla hættu á kulnun, mistökum og brottfalli úr starfi. Þá hefur verið greint frá því að einu sérhæfðu bráðamóttöku landsins fyrir hjartasjúklinga verði lokað í sumar og starfsemin flutt í Fossvog. Í tilkynningu hjúkrunarráðs segir að lokunin sé afleiðing skorts á á hjúkrunarfræðingum. Ráðið segir stjórnendur Landspítala þó hafa lagt mikla vinnu í umbætur á spítalanum en nú sé tími til að stjórnvöld geri eitthvað í málunum þar eð Landspítali þurfi að vera samkeppnisfær við aðra atvinnurekendur sem kunna að meta færni hjúkrunarfræðinga. „Stjórnvöld á Íslandi hafa lýst því yfir að þau vilji standa með heilbrigðiskerfinu, nú er tími til að standa við yfirlýsingarnar. Án hjúkrunar er ekkert heilbrigðiskerfi. Hjúkrunarráð Landspítala vill brýna við ráðamenn til að standa við orð sín og gera allt það sem í þeirra valdi stendur til að bæta stöðu hjúkrunar á Landspítala!“ segir í yfirlýsingu. Fréttir hafa verið fluttar af alvarlegum skorti á hjúkrunarfræðingum á Landspítala undanfarin misseri, sérstaklega í samhengi við sumarlokanir á spítalanum. Þá sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli sínum í dag að spítalinn finni rækilega fyrir því í sumar að hér á landi skorti tilfinnanlega hjúkrunarfræðinga.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir Landspítalann finna rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum Í vikulegum forstjórapistli sínum á vef spítalans segir Páll Matthíasson að það sé verulegt áhyggjuefni, og í raun ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið, hversu fái velji sér þennan starfsvettvang. 15. júní 2018 16:39 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Segir Landspítalann finna rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum Í vikulegum forstjórapistli sínum á vef spítalans segir Páll Matthíasson að það sé verulegt áhyggjuefni, og í raun ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið, hversu fái velji sér þennan starfsvettvang. 15. júní 2018 16:39