Íslenskir strákar stórstjörnur í Moskvu Arnar Björnsson og Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar 16. júní 2018 07:30 „Við komum seint á þriðjudagskvöld og höfum notið Moskvu og búnir að skoða margt. Borgin er full af rosalegri sögu og hér er margt að sjá. Við erum bara búnir að hafa það mjög gott,“ segir Herjólfur Guðbjartsson sem er ásamt syni sínum, Gylfa Þór spenntur fyrir leiknum. Félagi hans Andri Þór er í för með föður sínum Þresti Bergmann. Strákarnir eru alsæli með dvölina í Moskvu, „Þetta er búið að vera mjög gaman,“ segir Gylfi Þór og vinur hans bætir því við að borgin sé flott. Það fer ekkert á milli mála að fjórmenningarnir styðja íslenska liðið, eru klæddir landsliðstreyjum.Þessar íslensku konur voru kærkomnir gestir í hóp argentínskra stuðningsmanna í Moskvu í gær.Vísir/VilhelmAllt breyttist þegar þeir fóru í treyjuna „Fyrsta daginn vorum við ekki í treyjunum og þá var öllum sama um okkur. Daginn eftir fórum við í treyjurnar og þá vildu allir fá að taka mynd af okkur, bara hú,hú, hú,“ segir Andri Þór. Þeim finnst það bara gaman. Strákarnir eru veraldarvanir og þetta er sko ekki fyrsta viðtalið sem þeir fara í. „Nei ég held að við séum búnir að fara í fimm viðtöl. Það er verið að spyrja okkur um úrslit leiksins og hvernig við höfum haft það hérna í Moskvu,“ segir Gylfi Þór. „Við erum líka spurðir að því hvernig okkur líði út af allri öryggisgæslunni og hvernig okkur líkar við Moskvu,“ bætir Andri Þór við.Hvernig er að vera pabbi með strákinn sinn og labba hér um eins og stórstjörnur í íslenskum landsliðsbúningi? „Þetta er bara skemmtileg upplifun fyrir alla held ég. Þeir eru gríðarlega ánægðir með þetta og við pabbarnir líka. Andrúmsloftið er þægilegt hérna og mér finnst það afslappað. Það halda allir með Íslandi sem öðru liði og mönnum finnst gaman að fá myndir af okkur og drengjunum,“ segir Þröstur.Argentínumenn hafa unnið keppni stuðningsmanna í Moskvu. Þeir kunna þetta allt saman, fastagestir á HM og með gleðina að vopni.Vísir/VilhelmFundið stemmninguna magnast dag frá degi Þeir feðgar Þröstur og Andri Þór voru í Frakklandi á EM fyrir tveimur árum. Þá sáu þeir Ísland og Portgal gera jafntefli. Hvernig er samanburðurinn þá og núna? „Kannski öðruvísi, sá leikur fór fram í St. Etienne þar sem margir Íslendingar gistu. Þessi leikur er í Moskvu allir gista í borginni en koma ekki til borgarinnar fyrr en á leikdegi. Það byggist upp ákveðin eftirvænting og mikil stemning á meðal Íslendinganna og allra þeirra þjóða sem eru að heimsækja borgina. Það eru fjölmargir leiki í Moskvu um helgina“, segir Þröstur.Hafið þið fundið stemninguna magnast, er Moskva öðruvísi í dag en þegar þið mættuð hérna á þriðjudag? „Já allt öðruvísi“, segja strákarnir. Það eru miklu fleiri Íslendingar komnir, það voru engir þegar við komum en nú eru þeir út um allt“.Fólk á öllum aldri og frá öllum heimshornum er samankomið í Moskvu.Vísir/VilhelmBjartsýnismenn allir fjórirHvernig fer svo leikurinn?„Ég held hann fari 1-1“, segir Gylfi Þór en félagi hans er bjartsýnni „2-1 fyrir Ísland“. „Maður verður að vera bjartsýnn og ég hef trú á strákana, ég held að þetta fari 2-1, það verður mark á 92. mínútu sem tryggir sigurinn“, segir Herjólfur. „Ég er svona hóflega bjartsýnn en reikna með jafntefli 1-1 en vona að sjálfsögðu að okkar menn fari með sigur af hólmi“, segir Þröstur. Strákarnir ætla svo sannarlega að láta heyra í sér í leiknum og eru sammála að það muni heyrast langhæst í íslensku stuðningsmönnunum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
„Við komum seint á þriðjudagskvöld og höfum notið Moskvu og búnir að skoða margt. Borgin er full af rosalegri sögu og hér er margt að sjá. Við erum bara búnir að hafa það mjög gott,“ segir Herjólfur Guðbjartsson sem er ásamt syni sínum, Gylfa Þór spenntur fyrir leiknum. Félagi hans Andri Þór er í för með föður sínum Þresti Bergmann. Strákarnir eru alsæli með dvölina í Moskvu, „Þetta er búið að vera mjög gaman,“ segir Gylfi Þór og vinur hans bætir því við að borgin sé flott. Það fer ekkert á milli mála að fjórmenningarnir styðja íslenska liðið, eru klæddir landsliðstreyjum.Þessar íslensku konur voru kærkomnir gestir í hóp argentínskra stuðningsmanna í Moskvu í gær.Vísir/VilhelmAllt breyttist þegar þeir fóru í treyjuna „Fyrsta daginn vorum við ekki í treyjunum og þá var öllum sama um okkur. Daginn eftir fórum við í treyjurnar og þá vildu allir fá að taka mynd af okkur, bara hú,hú, hú,“ segir Andri Þór. Þeim finnst það bara gaman. Strákarnir eru veraldarvanir og þetta er sko ekki fyrsta viðtalið sem þeir fara í. „Nei ég held að við séum búnir að fara í fimm viðtöl. Það er verið að spyrja okkur um úrslit leiksins og hvernig við höfum haft það hérna í Moskvu,“ segir Gylfi Þór. „Við erum líka spurðir að því hvernig okkur líði út af allri öryggisgæslunni og hvernig okkur líkar við Moskvu,“ bætir Andri Þór við.Hvernig er að vera pabbi með strákinn sinn og labba hér um eins og stórstjörnur í íslenskum landsliðsbúningi? „Þetta er bara skemmtileg upplifun fyrir alla held ég. Þeir eru gríðarlega ánægðir með þetta og við pabbarnir líka. Andrúmsloftið er þægilegt hérna og mér finnst það afslappað. Það halda allir með Íslandi sem öðru liði og mönnum finnst gaman að fá myndir af okkur og drengjunum,“ segir Þröstur.Argentínumenn hafa unnið keppni stuðningsmanna í Moskvu. Þeir kunna þetta allt saman, fastagestir á HM og með gleðina að vopni.Vísir/VilhelmFundið stemmninguna magnast dag frá degi Þeir feðgar Þröstur og Andri Þór voru í Frakklandi á EM fyrir tveimur árum. Þá sáu þeir Ísland og Portgal gera jafntefli. Hvernig er samanburðurinn þá og núna? „Kannski öðruvísi, sá leikur fór fram í St. Etienne þar sem margir Íslendingar gistu. Þessi leikur er í Moskvu allir gista í borginni en koma ekki til borgarinnar fyrr en á leikdegi. Það byggist upp ákveðin eftirvænting og mikil stemning á meðal Íslendinganna og allra þeirra þjóða sem eru að heimsækja borgina. Það eru fjölmargir leiki í Moskvu um helgina“, segir Þröstur.Hafið þið fundið stemninguna magnast, er Moskva öðruvísi í dag en þegar þið mættuð hérna á þriðjudag? „Já allt öðruvísi“, segja strákarnir. Það eru miklu fleiri Íslendingar komnir, það voru engir þegar við komum en nú eru þeir út um allt“.Fólk á öllum aldri og frá öllum heimshornum er samankomið í Moskvu.Vísir/VilhelmBjartsýnismenn allir fjórirHvernig fer svo leikurinn?„Ég held hann fari 1-1“, segir Gylfi Þór en félagi hans er bjartsýnni „2-1 fyrir Ísland“. „Maður verður að vera bjartsýnn og ég hef trú á strákana, ég held að þetta fari 2-1, það verður mark á 92. mínútu sem tryggir sigurinn“, segir Herjólfur. „Ég er svona hóflega bjartsýnn en reikna með jafntefli 1-1 en vona að sjálfsögðu að okkar menn fari með sigur af hólmi“, segir Þröstur. Strákarnir ætla svo sannarlega að láta heyra í sér í leiknum og eru sammála að það muni heyrast langhæst í íslensku stuðningsmönnunum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn