Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins 16. júní 2018 15:03 Hannes Þór Halldórsson fagnar. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. Íslenska landsliðið var enn á ný sigurvegari leiks sem endar með jafntefli því þetta voru miklu betri úrslit fyrir íslensku strákana en þá argentínsku sem gengu svekktir af velli. Hannes var mjög traustur í íslenska markinu allan leikinn og tryggði íslenska liðinu síðan stig með því að verja vítaspyrnu frá argentínska snillingnum Lionel Messi. Hann átti einnig aðra mjög flotta markvörslu í seinni hálfleiknum. Það voru fleiri leikmenn sem voru að spila frábærlega í leiknum í dag eins og varnarlínan og miðjumennirnir sem hlupu úr sér lungu og lifur. Fyrir vikið fékk Lionel Messi mjög lítið pláss til að athafna sig í þessum leiknum. Íslensku strákarnir sýndu enn á ný hversu góðir og samheldnir þeir eru á stóra sviðinu. Eftir hikst í undirbúningsleikjum voru þeir klárir í slaginn í fyrsta leik á HM. Leikur íslenska liðsins minnti líka mikið á leikinn á móti Portúgal á EM 2016 en þar hófst ævintýrið í Evrópukeppninni með 1-1 jafntefli á móti einu besta liði heims. Portúgalir fóru síðan og urðu Evrópumeistarar. Hvað Argentínumenn gera verður síðan að koma í ljós en það væri gott fyrir íslenska liðið ef Argentínumenn vinna hina tvo leiki sína í riðlinum. Vísir/GettyEinkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - ArgentínaByrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 10 Safe hands Hannes. Öryggið uppmálað í fyrri hálfleiknum og gat lítið gert við markinu. Veitti vörninni sinni mikið öryggi. Já, hann varði viti frá Lionel Messi! Varði svo skot með tilþrifum fjórum mínútum fyrir leikslok.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Var nánast aðeins í varnarhlutverki í þessum leik. Lítið færi til að fara fram völlinn. Stóð sig vel í glímunni við Di Maria á kantinum og bjargaði á ögurstundu í þeim síðari þegar Messi var kominn í gott færi.Kári Árnason, miðvörður 9 Það fór hrollur um Argentínumennina þegar Árnason númer 14 skokkaði fram í löng innköst. Stýrði línunni vel með Ragga og minnti vel á sig í byrjun með krafti sínum í návígum. Vann haug af skallaboltum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Öflugur eins og Kári að mæta í bakið á framherjum Argentínumanna og setja undir pressu. Hreinsanir hans í leiknum voru upp á tíu.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 8 Virkaði aðeins taugaóstyrkur enda eini leikmaðurinn í byrjunarliðinu sem fékk engar mínútur á EM. Óx ásmegin eftir því sem á leið en klaufagangur þegar hann gaf Argentínumönnum vítið. Hannes reddaði því.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 8 Náði vel saman við Gylfa í aðdraganda marksins. Liðinu líður alltaf vel þegar Jói fær boltann í sókninni og orðin eitt okkar albeittasta vopn í sóknarlínunni. Sást lítið í seinni hálfleik og þurfti að fara meiddur af velli.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 9 Einn hans besti leikur fyrir landsliðið. Reyndi að halda bolta þegar hægt var og skilaði honum vel frá sér. Munaði um róna enda mikilvægt að halda boltanum á milli þess sem boltinn var eltur löngum stundum. Átti lykiltæklingar á miðjunniAron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Sást vel að Aron Einar er ekki í leikformi en leiddi lið sitt áfram og stýrði vel. Gefur liðinu svo mikið að hafa hann inn á. Vann fullt af boltum og frábært að hann sé kominn aftur.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Öflugur í byrjun, lét finna fyrir sér og Argentínumenn voru strax orðnir pirraðir á honum. Fékk dauðafæri til að koma Íslandi yfir snemma leiks en hitti boltann skelfilega. Sást minna til hans í seinni hálfeik en varðist afar vel.Gylfi Þór Sigurðsson, framliggjandi miðjumaður 9 Eins og svo oft áður okkar besti maður úr á velli. Upp úr hans aðgerðum, skotum eða sendingum, komu færi Íslands. Lét vaða á markið eftir 15 sekúndur, kom við sögu í dauðafæri Birkis og þegar markið var skorað. Okkar Messi, það er bara þannig.Alfreð Finnbogason, framherji 9 Þvílík markavél. Einmana frammi en leiddi sóknina frábærlega í glímu við hrausta miðverði Argentínu. Góður í að halda bolta og fyrsta snerting frábær. Skapaði sér hálffæri snemma og nýtti svo færið sitt eins og klárarinn sem hann er. Þakkaði traustið en óvíst var hvort hann yrði í byrjunarliðinu.Varamenn:Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 63. mínútu) 7 Kom inn á til að láta finna fyrir sér og gerði það vel. Fyrst á hægri kantinum og svo þeim vinstri.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Aron Einar á 76. mínútu) Kom inná kantinn fyrir Birki sem fór inn á miðjuna og hjálpaði liðinu að landa stiginu.Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Alfreð á 88. mínútu) Lék of lítið til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. Íslenska landsliðið var enn á ný sigurvegari leiks sem endar með jafntefli því þetta voru miklu betri úrslit fyrir íslensku strákana en þá argentínsku sem gengu svekktir af velli. Hannes var mjög traustur í íslenska markinu allan leikinn og tryggði íslenska liðinu síðan stig með því að verja vítaspyrnu frá argentínska snillingnum Lionel Messi. Hann átti einnig aðra mjög flotta markvörslu í seinni hálfleiknum. Það voru fleiri leikmenn sem voru að spila frábærlega í leiknum í dag eins og varnarlínan og miðjumennirnir sem hlupu úr sér lungu og lifur. Fyrir vikið fékk Lionel Messi mjög lítið pláss til að athafna sig í þessum leiknum. Íslensku strákarnir sýndu enn á ný hversu góðir og samheldnir þeir eru á stóra sviðinu. Eftir hikst í undirbúningsleikjum voru þeir klárir í slaginn í fyrsta leik á HM. Leikur íslenska liðsins minnti líka mikið á leikinn á móti Portúgal á EM 2016 en þar hófst ævintýrið í Evrópukeppninni með 1-1 jafntefli á móti einu besta liði heims. Portúgalir fóru síðan og urðu Evrópumeistarar. Hvað Argentínumenn gera verður síðan að koma í ljós en það væri gott fyrir íslenska liðið ef Argentínumenn vinna hina tvo leiki sína í riðlinum. Vísir/GettyEinkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - ArgentínaByrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 10 Safe hands Hannes. Öryggið uppmálað í fyrri hálfleiknum og gat lítið gert við markinu. Veitti vörninni sinni mikið öryggi. Já, hann varði viti frá Lionel Messi! Varði svo skot með tilþrifum fjórum mínútum fyrir leikslok.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Var nánast aðeins í varnarhlutverki í þessum leik. Lítið færi til að fara fram völlinn. Stóð sig vel í glímunni við Di Maria á kantinum og bjargaði á ögurstundu í þeim síðari þegar Messi var kominn í gott færi.Kári Árnason, miðvörður 9 Það fór hrollur um Argentínumennina þegar Árnason númer 14 skokkaði fram í löng innköst. Stýrði línunni vel með Ragga og minnti vel á sig í byrjun með krafti sínum í návígum. Vann haug af skallaboltum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Öflugur eins og Kári að mæta í bakið á framherjum Argentínumanna og setja undir pressu. Hreinsanir hans í leiknum voru upp á tíu.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 8 Virkaði aðeins taugaóstyrkur enda eini leikmaðurinn í byrjunarliðinu sem fékk engar mínútur á EM. Óx ásmegin eftir því sem á leið en klaufagangur þegar hann gaf Argentínumönnum vítið. Hannes reddaði því.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 8 Náði vel saman við Gylfa í aðdraganda marksins. Liðinu líður alltaf vel þegar Jói fær boltann í sókninni og orðin eitt okkar albeittasta vopn í sóknarlínunni. Sást lítið í seinni hálfleik og þurfti að fara meiddur af velli.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 9 Einn hans besti leikur fyrir landsliðið. Reyndi að halda bolta þegar hægt var og skilaði honum vel frá sér. Munaði um róna enda mikilvægt að halda boltanum á milli þess sem boltinn var eltur löngum stundum. Átti lykiltæklingar á miðjunniAron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Sást vel að Aron Einar er ekki í leikformi en leiddi lið sitt áfram og stýrði vel. Gefur liðinu svo mikið að hafa hann inn á. Vann fullt af boltum og frábært að hann sé kominn aftur.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Öflugur í byrjun, lét finna fyrir sér og Argentínumenn voru strax orðnir pirraðir á honum. Fékk dauðafæri til að koma Íslandi yfir snemma leiks en hitti boltann skelfilega. Sást minna til hans í seinni hálfeik en varðist afar vel.Gylfi Þór Sigurðsson, framliggjandi miðjumaður 9 Eins og svo oft áður okkar besti maður úr á velli. Upp úr hans aðgerðum, skotum eða sendingum, komu færi Íslands. Lét vaða á markið eftir 15 sekúndur, kom við sögu í dauðafæri Birkis og þegar markið var skorað. Okkar Messi, það er bara þannig.Alfreð Finnbogason, framherji 9 Þvílík markavél. Einmana frammi en leiddi sóknina frábærlega í glímu við hrausta miðverði Argentínu. Góður í að halda bolta og fyrsta snerting frábær. Skapaði sér hálffæri snemma og nýtti svo færið sitt eins og klárarinn sem hann er. Þakkaði traustið en óvíst var hvort hann yrði í byrjunarliðinu.Varamenn:Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 63. mínútu) 7 Kom inn á til að láta finna fyrir sér og gerði það vel. Fyrst á hægri kantinum og svo þeim vinstri.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Aron Einar á 76. mínútu) Kom inná kantinn fyrir Birki sem fór inn á miðjuna og hjálpaði liðinu að landa stiginu.Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Alfreð á 88. mínútu) Lék of lítið til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira