Emil: Súrrealískt að þurfa að pæla í Messi fyrir aftan sig Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júní 2018 16:34 Emil í leiknum í dag vísir/vilhelm Emil Hallfreðsson var einn af bestu mönnum vallarins í frábæru jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik á HM í fótbolta í dag. „Þetta var æðisleg tilfinning að hafa klárað eitt stig út úr því hvernig staðan var, 1-1 með Messi á vítapunktinum. Frábært hjá Hannesi að verja þetta og mér fannst við hafa átt þetta skilið,“ sagði Emil í viðtali við Tómas Þór Þórðarson í Moskvu eftir leikinn. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik og Alfreð Finnbogason jafnaði leikinn aðeins fjórum mínútum seinna. Birkir Bjarnason var hársbreidd frá því að koma Íslendingum yfir snemma leiks. „Við gáfum allt í þetta, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við fengum nokkur færi og þeir fengu voða lítil svæði. Taktíkin okkar heppnaðist alveg ótrúlega vel.“ „Í seinni hálfleik var kannski smá þreyta, við vorum búnir að eyða ótrúlegri orku í því að verjast. Vissum að það er kannski svolítið langt í markið, en ég held að leikurinn okkar hafi gengið ágætlega upp.“ Emil var einn af þeim sem stóð upp úr í leiknum og var líklega að eiga einn sinn besta leik í íslensku landsliðstreyjunni. Hann var þó nokkuð hávær undir hrósi blaðamanna á staðnum. „Mér finnst ég vera búinn að eiga ágætisleiki í riðlakeppninni, en allt í lagi, segjum það bara. Mér fannst ég loka vel á þá, var alltaf með Messi fyrir aftan mig og þurfti alltaf að vera að pæla í honum. Það er svolítið fyndið og smá súrrealískt á milli, en maður gleymir því í hita leiksins.“ „Ég er bara ágætlega sáttur með mína frammistöðu,“ sagði Emil Hallfreðsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta mark Íslands á HM Alfreð Finnbogason skráði nafn sitt í sögubækurnar eftir að hann skoraði fyrsta mark Íslands í lokakeppni HM í knattspyrnu. 16. júní 2018 13:41 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira
Emil Hallfreðsson var einn af bestu mönnum vallarins í frábæru jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik á HM í fótbolta í dag. „Þetta var æðisleg tilfinning að hafa klárað eitt stig út úr því hvernig staðan var, 1-1 með Messi á vítapunktinum. Frábært hjá Hannesi að verja þetta og mér fannst við hafa átt þetta skilið,“ sagði Emil í viðtali við Tómas Þór Þórðarson í Moskvu eftir leikinn. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik og Alfreð Finnbogason jafnaði leikinn aðeins fjórum mínútum seinna. Birkir Bjarnason var hársbreidd frá því að koma Íslendingum yfir snemma leiks. „Við gáfum allt í þetta, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við fengum nokkur færi og þeir fengu voða lítil svæði. Taktíkin okkar heppnaðist alveg ótrúlega vel.“ „Í seinni hálfleik var kannski smá þreyta, við vorum búnir að eyða ótrúlegri orku í því að verjast. Vissum að það er kannski svolítið langt í markið, en ég held að leikurinn okkar hafi gengið ágætlega upp.“ Emil var einn af þeim sem stóð upp úr í leiknum og var líklega að eiga einn sinn besta leik í íslensku landsliðstreyjunni. Hann var þó nokkuð hávær undir hrósi blaðamanna á staðnum. „Mér finnst ég vera búinn að eiga ágætisleiki í riðlakeppninni, en allt í lagi, segjum það bara. Mér fannst ég loka vel á þá, var alltaf með Messi fyrir aftan mig og þurfti alltaf að vera að pæla í honum. Það er svolítið fyndið og smá súrrealískt á milli, en maður gleymir því í hita leiksins.“ „Ég er bara ágætlega sáttur með mína frammistöðu,“ sagði Emil Hallfreðsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta mark Íslands á HM Alfreð Finnbogason skráði nafn sitt í sögubækurnar eftir að hann skoraði fyrsta mark Íslands í lokakeppni HM í knattspyrnu. 16. júní 2018 13:41 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira
Sjáðu fyrsta mark Íslands á HM Alfreð Finnbogason skráði nafn sitt í sögubækurnar eftir að hann skoraði fyrsta mark Íslands í lokakeppni HM í knattspyrnu. 16. júní 2018 13:41
Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00
Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03
Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10