Alfreð skaut á Lars eftir leik: Ég finn allt annað traust frá þessum þjálfurum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2018 16:45 Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason opnaði markareikning íslenska landsliðsins í úrslitakeppni HM í dag þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á móti Argentínu. Hann notaði tækifærið eftir leik og skaut föstum skotum á fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins, Lars Lagerback. Alfreð var réttur maður á réttum stað í leiknum í dag og jafnaði metið aðeins fjórum mínútum eftir að Argentínumenn komust yfir. „Það er ekkert sem undirbýr mann fyrir svona móment. Þetta var draumur og maður datt aðeins út þegar þetta gerist. Ég var ekki með neitt fagn tilbúið en þetta var bara geðveikt,“ sagði Alfreð. „Ég er ekki alveg búin að finna réttu orðin til að lýsa þessu,“ sagði Alfreð sem skoraði líka í tveimur síðustu undirbúningsleikjum Íslands fyrir mótið. Þetta var í fyrsta sinn sem Alfreð var í byrjunarliði á stórmóti en hvernig fékk hann að vita það að hann myndi byrja leikinn. „Fyrir tveimur dögum minnir mig. Ég hafði þetta á tilfinningunni og kom þannig inn í æfingaaleikina eins og ég væri að fara að spila fyrsta leik. Ég sendi skýr skilaboð þar,“ sagði Alfreð sem notaði tækifærið til að skjóta aðeins á Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska liðsins. „Ég finn allt annað traust frá þessum þjálfurum síðan að þeir tóku við. Það gefur senter auka 50 til 60 prósent ef þú ert með þjálfara sem stendur við bakið á þér og þú veist að klukkan tifar ekki á hliðarlínunni þegar þú ert að spila,“ sagði Alfreð. „Þú verður að vinna þér inn traustið og mér finnst ég hafa gert það. Ég hef sýnt það með minni frammistöðu og ég veit það að sem framherji hjá Íslandi þá ertu fyrst og fremst að vinna fyrir liðið og skila inn góðri vakt. Mörkin eru bónus og ég er mjög ánægður þegar ég get sameinað þetta tvennt,“ sagði Alfreð. „Þetta er bara fyrsta skrefið hjá okkur. Markmiðið var að komast upp úr riðlinum og það er sama markmið ennþá núna. Við fáum vind í bakið núna með því að ná góðum úrslitum. Það er samt ekkert komið ennþá. Við njótum þess í kvöld en á morgun byrjar síðan undirbúningurinn fyrir Nígeríuleikinn,“ sagði Alfreð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Alfreð Finnbogason opnaði markareikning íslenska landsliðsins í úrslitakeppni HM í dag þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á móti Argentínu. Hann notaði tækifærið eftir leik og skaut föstum skotum á fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins, Lars Lagerback. Alfreð var réttur maður á réttum stað í leiknum í dag og jafnaði metið aðeins fjórum mínútum eftir að Argentínumenn komust yfir. „Það er ekkert sem undirbýr mann fyrir svona móment. Þetta var draumur og maður datt aðeins út þegar þetta gerist. Ég var ekki með neitt fagn tilbúið en þetta var bara geðveikt,“ sagði Alfreð. „Ég er ekki alveg búin að finna réttu orðin til að lýsa þessu,“ sagði Alfreð sem skoraði líka í tveimur síðustu undirbúningsleikjum Íslands fyrir mótið. Þetta var í fyrsta sinn sem Alfreð var í byrjunarliði á stórmóti en hvernig fékk hann að vita það að hann myndi byrja leikinn. „Fyrir tveimur dögum minnir mig. Ég hafði þetta á tilfinningunni og kom þannig inn í æfingaaleikina eins og ég væri að fara að spila fyrsta leik. Ég sendi skýr skilaboð þar,“ sagði Alfreð sem notaði tækifærið til að skjóta aðeins á Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska liðsins. „Ég finn allt annað traust frá þessum þjálfurum síðan að þeir tóku við. Það gefur senter auka 50 til 60 prósent ef þú ert með þjálfara sem stendur við bakið á þér og þú veist að klukkan tifar ekki á hliðarlínunni þegar þú ert að spila,“ sagði Alfreð. „Þú verður að vinna þér inn traustið og mér finnst ég hafa gert það. Ég hef sýnt það með minni frammistöðu og ég veit það að sem framherji hjá Íslandi þá ertu fyrst og fremst að vinna fyrir liðið og skila inn góðri vakt. Mörkin eru bónus og ég er mjög ánægður þegar ég get sameinað þetta tvennt,“ sagði Alfreð. „Þetta er bara fyrsta skrefið hjá okkur. Markmiðið var að komast upp úr riðlinum og það er sama markmið ennþá núna. Við fáum vind í bakið núna með því að ná góðum úrslitum. Það er samt ekkert komið ennþá. Við njótum þess í kvöld en á morgun byrjar síðan undirbúningurinn fyrir Nígeríuleikinn,“ sagði Alfreð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira