Ísland náði frábærum úrslitum gegn Argentínu á fyrsta leik á HM í fótbolta en leik liðanna í dag lauk með 1-1 jafntefli. Sergio Aguero kom Argentínu yfir áður en Alfreð Finnbogason jafnaði. Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik.
Arnar Björnsson fór á stúfana fyrir utan Spartak leikvanginn í Moskvu eftir leikinn í dag og fékk viðbrögð íslensku stuðningsmannanna.
Geðveikt, ólýsanlegt og frábært voru líklega mest notuðu orðin í svörum stuðningsmanna Íslands sem voru á einu máli um að Hannes væri maður leiksins.
Bjartsýnir stuðningsmenn sögðu okkur vera komna áfram eftir þennan leik og þeir allra bjartsýnustu spáðu Íslandi heimsmeistaratitlinum sjálfum.
Algengt grín var að spyrja: „Hver er þessi númer 10, þessi Messi?“
Innslag Arnars má sjá í sjónvarpsglugganum hér í fréttinni.
Bjartsýnir Íslendingar spá Íslandi titlinum eftir jafnteflið við Argentínu
Tengdar fréttir

Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar
Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu.