Clattenburg og Neville gagnrýna VAR: Ekki víti á Hörð en átti að vera víti á Birki Má Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júní 2018 21:30 Hörður Björgvin og Meza í teignum Vísir/getty Knattspyrnusérfræðingurinn Gary Nevill og fyrrum dómarinn Mark Clattenburg gagnrýndu notkun myndbandsdómara í leik Íslands og Argentínu á HM í fótbolta í dag, eða frekar notkunarleysi myndbandsdómaranna. Maximiliano Meza fékk dæmda vítaspyrnu eftir að hann féll í teignum eftir viðskipti við Hörð Björgvin Magnússon. Neville sagði það brot ekki vera víti eftir nánari skoðun. „Þetta leit út eins og víti, varnarmaðurinn er vitlausu megin við sóknarmanninn og við fyrstu sín heldur þú að þetta sé víti,“ sagði Neville sem var einn sérfræðinga í umfjöllun ITV um mótið. „Þegar það er horft nánar á atvikið, sem er hlutverk myndbandsdómgæslunnar, þá sérðu að hægri fótur Mesa fer í átt að Herði og býr til snertinguna, sem gerir þetta ekki víti í minum huga.“ Clattenburg, sem var einn besti dómari ensku úrvalsdeildarinnar áður en hann færði sig til Sádi-Arabíu, tók undir með Neville. „Mesa býr til snertinguna. Dómarinn hefði átt að fara út að hliðarlínu og skoða atvikið í skjánum þar. Ég skil ekki afhverju það var ekki gert, hafa þeir áhyggjur af því að þetta taki of langan tíma?“ Vítadómurinn kom ekki að sök þar sem Hannes Þór Halldórsson varði frá Lionel Messi og tryggði að niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Seinna í leiknum má Birkir Már Sævarsson telja sig heppinn að fá ekki dæmt á sig víti. Dómarinn Szymon Marciniak skammaði Cristian Pavon hins vegar fyrir leikaraskap. „Við fyrstu sín leit út fyrir að hann hefði tekið dýfu en það sést við endursýningar að Birkir fer í hægri fótinn á honum,“ sagði Henrik Larsson sem var með þeim í umfjöllun ITV. Clattenburg var mjög hissa á því að myndbandskerfið hefði ekki verið notað í þessu tilfelli og að Marciniak hefði ekki farið út að hliðarlínu og skoðað þetta. Hann tók fram að það má ekki snúa ákvörðunum við eftir að leikurinn hefur farið í gang aftur. Ef atvik á sér stað og leikurinn heldur áfram, það er boltinn fer ekki út af, má snúa ákvörðun við. Hins vegar má það ekki ef boltinn hefur farið útaf við atvikið og hann er farinn af stað aftur. Clattenburg vildi sjá Marciniak fara og skoða þetta atvik áður en leikurinn fór í gang að nýju. Hvað sem þessari gagnrýni þeirra líður þá kemur niðurstaðan út á það sama, Argentína fékk dæmda eina vítaspyrnu. Hún opnar hins vegar umræðuna um það hvernig og hvenær eigi að nota myndbandsdómgæslukerfið. Neville setti spurningamerki við hversu vel myndbandsdómararnir geta sinnt starfi sínu þar sem þeir sitja og horfa á skjá sem er skipt upp í hátt í tíu mismunandi sjónarhorn. Hvernig eiga þeir að geta tekið ákvörðun á aðeins 10 til 15 sekúndum? HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Knattspyrnusérfræðingurinn Gary Nevill og fyrrum dómarinn Mark Clattenburg gagnrýndu notkun myndbandsdómara í leik Íslands og Argentínu á HM í fótbolta í dag, eða frekar notkunarleysi myndbandsdómaranna. Maximiliano Meza fékk dæmda vítaspyrnu eftir að hann féll í teignum eftir viðskipti við Hörð Björgvin Magnússon. Neville sagði það brot ekki vera víti eftir nánari skoðun. „Þetta leit út eins og víti, varnarmaðurinn er vitlausu megin við sóknarmanninn og við fyrstu sín heldur þú að þetta sé víti,“ sagði Neville sem var einn sérfræðinga í umfjöllun ITV um mótið. „Þegar það er horft nánar á atvikið, sem er hlutverk myndbandsdómgæslunnar, þá sérðu að hægri fótur Mesa fer í átt að Herði og býr til snertinguna, sem gerir þetta ekki víti í minum huga.“ Clattenburg, sem var einn besti dómari ensku úrvalsdeildarinnar áður en hann færði sig til Sádi-Arabíu, tók undir með Neville. „Mesa býr til snertinguna. Dómarinn hefði átt að fara út að hliðarlínu og skoða atvikið í skjánum þar. Ég skil ekki afhverju það var ekki gert, hafa þeir áhyggjur af því að þetta taki of langan tíma?“ Vítadómurinn kom ekki að sök þar sem Hannes Þór Halldórsson varði frá Lionel Messi og tryggði að niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Seinna í leiknum má Birkir Már Sævarsson telja sig heppinn að fá ekki dæmt á sig víti. Dómarinn Szymon Marciniak skammaði Cristian Pavon hins vegar fyrir leikaraskap. „Við fyrstu sín leit út fyrir að hann hefði tekið dýfu en það sést við endursýningar að Birkir fer í hægri fótinn á honum,“ sagði Henrik Larsson sem var með þeim í umfjöllun ITV. Clattenburg var mjög hissa á því að myndbandskerfið hefði ekki verið notað í þessu tilfelli og að Marciniak hefði ekki farið út að hliðarlínu og skoðað þetta. Hann tók fram að það má ekki snúa ákvörðunum við eftir að leikurinn hefur farið í gang aftur. Ef atvik á sér stað og leikurinn heldur áfram, það er boltinn fer ekki út af, má snúa ákvörðun við. Hins vegar má það ekki ef boltinn hefur farið útaf við atvikið og hann er farinn af stað aftur. Clattenburg vildi sjá Marciniak fara og skoða þetta atvik áður en leikurinn fór í gang að nýju. Hvað sem þessari gagnrýni þeirra líður þá kemur niðurstaðan út á það sama, Argentína fékk dæmda eina vítaspyrnu. Hún opnar hins vegar umræðuna um það hvernig og hvenær eigi að nota myndbandsdómgæslukerfið. Neville setti spurningamerki við hversu vel myndbandsdómararnir geta sinnt starfi sínu þar sem þeir sitja og horfa á skjá sem er skipt upp í hátt í tíu mismunandi sjónarhorn. Hvernig eiga þeir að geta tekið ákvörðun á aðeins 10 til 15 sekúndum?
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn