Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar 17. júní 2018 07:49 Atli Björn Eggertsson Levy fyrir miðju með Mexíkóanum með miðana, hattana og hjálmana sem viðskiptin snerust um. Vísir/KTD Hann var ekkert lítið sáttur stuðningsmaður Íslands sem var mættur í Risapartý Tólfunnar í Moskvu í gærkvöldi eftir jafntefli okkar manna gegn Argentínu í gær. Fyrir utan úrslitin og geggjaðan dag í Moskvu hafði Mexíkói gefið honum tvo miða á leik Íslands og Nígeríu. Hann er þegar búinn að tryggja sér gistingu fram yfir leikinn í Volgograd föstudaginn 22. júní en á eftir að ganga frá smáatriðum. Atli Björn Eggertsson Levy, 38 ára Sauðkrækingur, var mættur með konu sinni og vini á leikinn í gær ásamt líklega á fimmta þúsund Íslendingum. Klæddur í landsliðstreyju en vantaði tilfinnanlega höfuðfat, að eigin mati. Það var allavega niðurstaðan þegar hann sá þrjá Rússa með víkingahjálma.Íslenskir stuðningsmenn fögnuðu vel eftir „sigurinn“ í Moskvu í gær. Þessir Vesturbæingar voru í banastuði.Vísir/Kolbeinn TumiVarð að fá hjálminn „Ég verð að kaupa af þér þennan hatt, hve mikið,“ spurði hann fyrsta Rússann. Sá hristi bara hausinn. Ætlaði ekki að selja hjálminn fyrir nokkra upphæð. Félagi hans var í betra skapi og ansi gjafmildur. „Hérna, taktu hann. Velkominn til Rússlands,“ sagði Rússinn og skellti víkingahjálminum á höfuðið á Atla. Hann var ekkert lítið sáttur og þakkaði kærlega fyrir sig. Næstu tveir klukkutímar voru ógleymanlegir eins og líklega fyrir 99% Íslendinga. Frækinn „sigur“ á Argentínu og allir í yndislegu stuði, sérstaklega þeir sem gengu í spennufalli af Spartak-leikvanginum, þakklátir fyrir það sem þeir upplifðu. Íslendingar í treyjum og sérstaklega þeir enn betur skreyttu fengu að finna fyrir athygli heimsins á Íslandi. Myndatökur og sjónvarpsviðtöl var eitthvað sem svo til allir lentu í. Atli Björn var líklega búinn með fimm viðtöl eftir leikinn þegar Mexíkóar nokkrir stilltu sér upp á mynd. Þeir spjölluðu saman og spurðu Atla hvort hann ætlaði á næstu leiki. Nei, ekki var það svo gott. Heimferð framundan, eða svo hélt hann.Okkar menn fyrir leikinn í gær.Vísir/VilhelmGrín eða ekki grín? „Hérna taktu þetta miða,“ sagði einn Mexíkóinn og rétti Atla miða. Atli vissi ekki alveg hvað hann átti að gera. Var gæinn ekki að grínast? hugsaði Atli á meðan fleiri myndir voru teknar. Í framhaldinu kom Mexíkóinn aftur til hans og hrósaði honum fyrir víkingahjálminn. „Hann er þinn,“ sagði Atli og plantaði honum á hausinn á Mexíkóanum sem var ekkert lítið ánægður með hjálminn. Víkingahjálmur, úr plasti og lítils virði, í skiptum fyrir tvo miða á Nígeríuleikinn. „Viðskipti aldarinnar,“ segir Atli Björn og hlær. Hann átti þó eftir að heyra í vinnuveitendum sínum en átti ekki von á öðru en að mæta skilningi þar á bæ. Atli Björn verður því í Volgograd á föstudaginn þegar Íslendingar mæta Nígeríu, eitthvað sem var alls ekki planið fyrr en gjafmildur Mexíkói færði honum einhverja óvæntustu gjöf aldarinnar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Hann var ekkert lítið sáttur stuðningsmaður Íslands sem var mættur í Risapartý Tólfunnar í Moskvu í gærkvöldi eftir jafntefli okkar manna gegn Argentínu í gær. Fyrir utan úrslitin og geggjaðan dag í Moskvu hafði Mexíkói gefið honum tvo miða á leik Íslands og Nígeríu. Hann er þegar búinn að tryggja sér gistingu fram yfir leikinn í Volgograd föstudaginn 22. júní en á eftir að ganga frá smáatriðum. Atli Björn Eggertsson Levy, 38 ára Sauðkrækingur, var mættur með konu sinni og vini á leikinn í gær ásamt líklega á fimmta þúsund Íslendingum. Klæddur í landsliðstreyju en vantaði tilfinnanlega höfuðfat, að eigin mati. Það var allavega niðurstaðan þegar hann sá þrjá Rússa með víkingahjálma.Íslenskir stuðningsmenn fögnuðu vel eftir „sigurinn“ í Moskvu í gær. Þessir Vesturbæingar voru í banastuði.Vísir/Kolbeinn TumiVarð að fá hjálminn „Ég verð að kaupa af þér þennan hatt, hve mikið,“ spurði hann fyrsta Rússann. Sá hristi bara hausinn. Ætlaði ekki að selja hjálminn fyrir nokkra upphæð. Félagi hans var í betra skapi og ansi gjafmildur. „Hérna, taktu hann. Velkominn til Rússlands,“ sagði Rússinn og skellti víkingahjálminum á höfuðið á Atla. Hann var ekkert lítið sáttur og þakkaði kærlega fyrir sig. Næstu tveir klukkutímar voru ógleymanlegir eins og líklega fyrir 99% Íslendinga. Frækinn „sigur“ á Argentínu og allir í yndislegu stuði, sérstaklega þeir sem gengu í spennufalli af Spartak-leikvanginum, þakklátir fyrir það sem þeir upplifðu. Íslendingar í treyjum og sérstaklega þeir enn betur skreyttu fengu að finna fyrir athygli heimsins á Íslandi. Myndatökur og sjónvarpsviðtöl var eitthvað sem svo til allir lentu í. Atli Björn var líklega búinn með fimm viðtöl eftir leikinn þegar Mexíkóar nokkrir stilltu sér upp á mynd. Þeir spjölluðu saman og spurðu Atla hvort hann ætlaði á næstu leiki. Nei, ekki var það svo gott. Heimferð framundan, eða svo hélt hann.Okkar menn fyrir leikinn í gær.Vísir/VilhelmGrín eða ekki grín? „Hérna taktu þetta miða,“ sagði einn Mexíkóinn og rétti Atla miða. Atli vissi ekki alveg hvað hann átti að gera. Var gæinn ekki að grínast? hugsaði Atli á meðan fleiri myndir voru teknar. Í framhaldinu kom Mexíkóinn aftur til hans og hrósaði honum fyrir víkingahjálminn. „Hann er þinn,“ sagði Atli og plantaði honum á hausinn á Mexíkóanum sem var ekkert lítið ánægður með hjálminn. Víkingahjálmur, úr plasti og lítils virði, í skiptum fyrir tvo miða á Nígeríuleikinn. „Viðskipti aldarinnar,“ segir Atli Björn og hlær. Hann átti þó eftir að heyra í vinnuveitendum sínum en átti ekki von á öðru en að mæta skilningi þar á bæ. Atli Björn verður því í Volgograd á föstudaginn þegar Íslendingar mæta Nígeríu, eitthvað sem var alls ekki planið fyrr en gjafmildur Mexíkói færði honum einhverja óvæntustu gjöf aldarinnar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira