Segir Hannes eiga heima hjá liðum eins og Chelsea eða United Arnar Björnsson í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 19:15 Hannes Þór Halldórsson var hetja gærkvöldsins. vísir/vilhelm Hannes Þór Halldórsson átti frábæran leik í gær í jafnteflinu við tvöfalda heimsmeistara Argentínu. Á meðan Willy Caballero, sem er á mála hjá Chelsea, skalf eins og hrísla í markinu hjá Messi og félögum var Hannes eins og sovéskur herforingi í seinni heimsstyrjöldinni, stútfullur af sjálfstrausti og tilbúinn að vinna heiminn. Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari er búinn að þjálfa Hannes og þekkir vel til hans. Það er ljóst að bæði hann og Hannes unnu heimavinnuna vel fyrir leikinn. Við sáum það eins og svart og hvítt í leiknum í gær, Willie Caballero í vandræðum í markinu hjá Argentínumönnum á meðan Hannes var eins og hershöfðingi í íslenska markinu. „Hannes er að spila með Randers en hinn er að spila með Chelsea. Þess vegna segi ég við þjálfara hjá öðrum liðum um allan heim þennan gæja áttu að vera með í markinu. Mót eftir mót, leik eftir leik á þessu stóra sviði þá er hann að standa sig vel. Hann er með góða unga og efnilega leikmenn sem hjálpa honum að gera hann enn betri á æfingum,“ segir Guðmundur. Sérðu framtíð hann fara eitthvað annað en heim til Randers eftir HM? „Danska deildin er sterkari en menn halda. Í flestum af þessum stóru liðum eins og Chelsea, Bayern München, Manchester United eða Guð má vita hvað eru þrír eða fjórir góðir markmenn og oft eru þeir allir landsliðsmarkmenn. Baráttan er hörð en Hannes á heima þar og það er mitt mat," segir Guðmundsson. „Ég er búinn að segja það lengi. Ég fékk mörg skilaboð í gær frá kollegum sem ég hef unnið með hjá UEFA sem eru markmannsþjálfarar hjá flottum liðum út um allan heim. Þeir sögðu mér að hann hefði ekki bara verið frábær í gær heldur í allri undankeppninni og væri alltaf að koma þeim á óvart. Ef þeir segja það, ekki bara ég, þá er eitthvað til í því,“ sagði stoltur markmannsþjálfari Guðmundur Hreiðarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson átti frábæran leik í gær í jafnteflinu við tvöfalda heimsmeistara Argentínu. Á meðan Willy Caballero, sem er á mála hjá Chelsea, skalf eins og hrísla í markinu hjá Messi og félögum var Hannes eins og sovéskur herforingi í seinni heimsstyrjöldinni, stútfullur af sjálfstrausti og tilbúinn að vinna heiminn. Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari er búinn að þjálfa Hannes og þekkir vel til hans. Það er ljóst að bæði hann og Hannes unnu heimavinnuna vel fyrir leikinn. Við sáum það eins og svart og hvítt í leiknum í gær, Willie Caballero í vandræðum í markinu hjá Argentínumönnum á meðan Hannes var eins og hershöfðingi í íslenska markinu. „Hannes er að spila með Randers en hinn er að spila með Chelsea. Þess vegna segi ég við þjálfara hjá öðrum liðum um allan heim þennan gæja áttu að vera með í markinu. Mót eftir mót, leik eftir leik á þessu stóra sviði þá er hann að standa sig vel. Hann er með góða unga og efnilega leikmenn sem hjálpa honum að gera hann enn betri á æfingum,“ segir Guðmundur. Sérðu framtíð hann fara eitthvað annað en heim til Randers eftir HM? „Danska deildin er sterkari en menn halda. Í flestum af þessum stóru liðum eins og Chelsea, Bayern München, Manchester United eða Guð má vita hvað eru þrír eða fjórir góðir markmenn og oft eru þeir allir landsliðsmarkmenn. Baráttan er hörð en Hannes á heima þar og það er mitt mat," segir Guðmundsson. „Ég er búinn að segja það lengi. Ég fékk mörg skilaboð í gær frá kollegum sem ég hef unnið með hjá UEFA sem eru markmannsþjálfarar hjá flottum liðum út um allan heim. Þeir sögðu mér að hann hefði ekki bara verið frábær í gær heldur í allri undankeppninni og væri alltaf að koma þeim á óvart. Ef þeir segja það, ekki bara ég, þá er eitthvað til í því,“ sagði stoltur markmannsþjálfari Guðmundur Hreiðarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira
Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30
„Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30