Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. júní 2018 19:07 Nú styttist óðum í að uppsagnir ljósmæðra taki gildi, en það mun gerast þann fyrsta júlí, eftir tvær vikur. Að sögn ljósmóður á Landspítalanum eru þær margar hverjar orðnar mjög uggandi yfir stöðu mála. „Staða mín er sú að fyrir þrem mánuðum síðan sagði ég upp fastri stöðu minni á Landspítalanum. Uppsögnin tekur gildi 1. júlí. Með sorg í hjarta geng ég út af mínum vinnustað, sem ég elska að vinna á,“ segir Guðrún Fema Ágústdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum. Þá segist hún vita til þess að verðandi mæður á höfuðborgarsvæðinu ráðleggi hverri annarri að leita utan landspítalans, þar sem þær eru hræddar um heilsu sína og barnsins í ljósi þess hve undirmannaður spítalinn er. „Ófrískar konur hafa flestar samband við ljósmæður, sem og sín á milli, í svokölluðum bumbuhópum. Ég hef heyrt af því að þær ætli að sækja sér þjónustu fyrir utan Landspítalann vegna uppsagna á spítalanum. Sú staða er ekki raunsæ þar sem að í sumar munu kvensjúkdómadeild og fæðingardeild sameinast á Akranesi. Þar verður því ekki hægt að taka á móti fleiri konum. Fyrirhugaðar lokanir verða í Keflavík og verður því ekki hægt að taka á móti fleiri konum,“ segir Guðrún. En geta heilbrigðisstofnanir utan höfuðborgarsvæðisins hjálpað deildum Landspítalans?Ljósmóðirin Hrafnhildur ÓlafsdóttirÚr einkasafni„Við reynum að sinna ölum konum sem koma til okkar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Mönnunin verður dræm hjá okkur í sumar. Við erum með færri rúm fyrir sængurlegun. Því getum við takmarkað hjálpað Landspítalanum í að leysa vandann sem skapast þar,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, ljósmóðir Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Þá biðlar Guðrún Fema til ríkisstjórnar að eyða kynbundnum launamisrétti og segir tilvalið að byrja á kvennastétt á borð við ljósmæður. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. 11. júní 2018 19:15 Samstöðufundur með ljósmæðrum á Kvenréttindadaginn Sýna ljósmæðrum stuðning á táknrænan hátt. 14. júní 2018 15:00 Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Nú styttist óðum í að uppsagnir ljósmæðra taki gildi, en það mun gerast þann fyrsta júlí, eftir tvær vikur. Að sögn ljósmóður á Landspítalanum eru þær margar hverjar orðnar mjög uggandi yfir stöðu mála. „Staða mín er sú að fyrir þrem mánuðum síðan sagði ég upp fastri stöðu minni á Landspítalanum. Uppsögnin tekur gildi 1. júlí. Með sorg í hjarta geng ég út af mínum vinnustað, sem ég elska að vinna á,“ segir Guðrún Fema Ágústdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum. Þá segist hún vita til þess að verðandi mæður á höfuðborgarsvæðinu ráðleggi hverri annarri að leita utan landspítalans, þar sem þær eru hræddar um heilsu sína og barnsins í ljósi þess hve undirmannaður spítalinn er. „Ófrískar konur hafa flestar samband við ljósmæður, sem og sín á milli, í svokölluðum bumbuhópum. Ég hef heyrt af því að þær ætli að sækja sér þjónustu fyrir utan Landspítalann vegna uppsagna á spítalanum. Sú staða er ekki raunsæ þar sem að í sumar munu kvensjúkdómadeild og fæðingardeild sameinast á Akranesi. Þar verður því ekki hægt að taka á móti fleiri konum. Fyrirhugaðar lokanir verða í Keflavík og verður því ekki hægt að taka á móti fleiri konum,“ segir Guðrún. En geta heilbrigðisstofnanir utan höfuðborgarsvæðisins hjálpað deildum Landspítalans?Ljósmóðirin Hrafnhildur ÓlafsdóttirÚr einkasafni„Við reynum að sinna ölum konum sem koma til okkar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Mönnunin verður dræm hjá okkur í sumar. Við erum með færri rúm fyrir sængurlegun. Því getum við takmarkað hjálpað Landspítalanum í að leysa vandann sem skapast þar,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, ljósmóðir Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Þá biðlar Guðrún Fema til ríkisstjórnar að eyða kynbundnum launamisrétti og segir tilvalið að byrja á kvennastétt á borð við ljósmæður.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. 11. júní 2018 19:15 Samstöðufundur með ljósmæðrum á Kvenréttindadaginn Sýna ljósmæðrum stuðning á táknrænan hátt. 14. júní 2018 15:00 Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. 11. júní 2018 19:15
Samstöðufundur með ljósmæðrum á Kvenréttindadaginn Sýna ljósmæðrum stuðning á táknrænan hátt. 14. júní 2018 15:00
Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37