200 milljóna Rúnar Alex ekki smeykur við titilinn dýrasti markvörður Íslandssögunnar Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 19. júní 2018 07:45 Rúnar Alex Rúnarsson verður í eldlínunni í frönsku 1. deildinni á næstu leiktíð. vísri/getty Rúnar Alex Rúnarsson, einn af landsliðsmarkvörðum Íslands í fótbolta, var í gær seldur frá danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland til franska 1. deildar liðsins Dijon. Dijon, sem hafnaði í ellefta sæti efstu deildarinnar á síðustu leiktíð, borgaði tólf milljónir danskra króna fyrir Rúnar eða 200 milljónir íslenskra króna, samkvæmt heimildum Vísis. Þetta er vafalítið hæsta verð sem borgað hefur verið fyrir íslenskan markvörð en Rúnar fær nú tækifæri til að spreyta sig í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Virkilega flott skref fyrir vesturbæinginn.Rúnar Alex Rúnarsson á æfingu íslenska liðsins í Rússlandivísir/vilhelm „Það fara allir út í þennan fótboltaheim með það að markmiði að spila á sem hæstu leveli. Þú þarft einhvern tímann að taka þetta skref. Það að ég sé dýrasti leikmaður Íslandssögunnar er bara geggjuð viðurkenning fyrir mig en ég held að það sé engin aukapressa á mig að vera dýrasti markvörður Íslandssögunnar,“ segir Rúnar Alex í samtali við Vísi. „Frekar ef ég væri dýrastur í sögu klúbbsins, það myndi skapa aukapressu. Mér finnst þetta meiri viðurkenning og ég er stoltur af því en að vera hræddur eða smeykur útaf því.“ Rúnar Alex spilaði þrjá leiki með uppeldisfélagi sínu KR undir stjórn föður síns, Rúnars Kristinssonar, sumarið 2013 þegar að KR varð meistari með aðalmarkvörð íslenska landsliðsins, Hannes Þór Halldórsson, á milli stanganna.Að neðan má sjá kveðjumyndband Nordsjælland til Rúnars Alex.Fyrsta hugsun sinnep Hann fór til Nordsjælland árið 2013 og var orðinn aðalmarkvörður danska úrvalsdeildarliðsins árið 2016 og hefur hrist af sér mikla samkeppni þar undanfarin misseri. Með Rúnar í stuði í markinu náði Nordsjælland í Evrópusæti á síðustu leiktíð.En hvað hugsaði hann fyrst þegar hann heyrði um áhuga Dijon? „Sinnep, bara eins og allir aðrir í heiminum. Bara geggjaður möguleiki að spila í fjórðu til fimmtu bestu deild í heimi, gegn geggjuðum andstæðingum og allt miklu stærra og flottara væntanlega.“ Rúnar Alex er keyptur sem aðalmarkvörður Dijon sem er nú þegar búið að selja varamarkvörðinn og aðalmarkvörður liðsins, Baptiste Reynet, sem er jafnframt varafyrirliði, er einnig á förum. Hann var eftirsóttur í fyrra en ákvað að taka eitt ár til viðbótar og er nú á útleið, samkvæmt upplýsingum Vísis. „Það er nákvæmlega það sem ég hugsa, væri besta skrefið fyrir mig að taka að fara í sterkari deild en ekkert alltof stórt lið. Ég mun fá sénsinn, er keyptur inn sem aðalmarkvörður. Ef ég gríp þennan séns er ég að fara að spila og get vonandi tekið stærra stökk eftir nokkur ár.“KR-ingarnir Albert Guðmundsson og Rúnar Alex Rúnarsson í fínasta pússinu í Leifsstöð á leiðinni til Rússlands.Vísir/VilhelmVill taka þátt í spilinu Hæfileikar hans með boltann í fótunum spiluðu stórt hlutverk. „Klárlega, það er lykilatriði að ég fæ að taka þátt í spilinu. Mínir styrkleikar liggja þar. Ég þarf að fara í lið sem að nota mína styrkleika. Það er stór factor í þessu.“ Hann telur sig vera að taka skynsamlegt skref upp á við. Rúnar er eins og allir vita upptekinn með íslenska landsliðsinu í Rússlandi þar sem að strákarnir okkar mæta Nígeríu næst í Volgograd á föstudaginn. Hann færir sig svo um set frá Danmörku til Frakklands að heimsmeistaramótinu loknu. Hann segir viðræðurnar hafa tekið langan tíma. „Þetta er búið að vera í gangi í svolítinn tíma en mjög ánægður að þetta sé búið. Þá get ég haldið áfram að einbeita mér að HM.“ Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, einn af landsliðsmarkvörðum Íslands í fótbolta, var í gær seldur frá danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland til franska 1. deildar liðsins Dijon. Dijon, sem hafnaði í ellefta sæti efstu deildarinnar á síðustu leiktíð, borgaði tólf milljónir danskra króna fyrir Rúnar eða 200 milljónir íslenskra króna, samkvæmt heimildum Vísis. Þetta er vafalítið hæsta verð sem borgað hefur verið fyrir íslenskan markvörð en Rúnar fær nú tækifæri til að spreyta sig í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Virkilega flott skref fyrir vesturbæinginn.Rúnar Alex Rúnarsson á æfingu íslenska liðsins í Rússlandivísir/vilhelm „Það fara allir út í þennan fótboltaheim með það að markmiði að spila á sem hæstu leveli. Þú þarft einhvern tímann að taka þetta skref. Það að ég sé dýrasti leikmaður Íslandssögunnar er bara geggjuð viðurkenning fyrir mig en ég held að það sé engin aukapressa á mig að vera dýrasti markvörður Íslandssögunnar,“ segir Rúnar Alex í samtali við Vísi. „Frekar ef ég væri dýrastur í sögu klúbbsins, það myndi skapa aukapressu. Mér finnst þetta meiri viðurkenning og ég er stoltur af því en að vera hræddur eða smeykur útaf því.“ Rúnar Alex spilaði þrjá leiki með uppeldisfélagi sínu KR undir stjórn föður síns, Rúnars Kristinssonar, sumarið 2013 þegar að KR varð meistari með aðalmarkvörð íslenska landsliðsins, Hannes Þór Halldórsson, á milli stanganna.Að neðan má sjá kveðjumyndband Nordsjælland til Rúnars Alex.Fyrsta hugsun sinnep Hann fór til Nordsjælland árið 2013 og var orðinn aðalmarkvörður danska úrvalsdeildarliðsins árið 2016 og hefur hrist af sér mikla samkeppni þar undanfarin misseri. Með Rúnar í stuði í markinu náði Nordsjælland í Evrópusæti á síðustu leiktíð.En hvað hugsaði hann fyrst þegar hann heyrði um áhuga Dijon? „Sinnep, bara eins og allir aðrir í heiminum. Bara geggjaður möguleiki að spila í fjórðu til fimmtu bestu deild í heimi, gegn geggjuðum andstæðingum og allt miklu stærra og flottara væntanlega.“ Rúnar Alex er keyptur sem aðalmarkvörður Dijon sem er nú þegar búið að selja varamarkvörðinn og aðalmarkvörður liðsins, Baptiste Reynet, sem er jafnframt varafyrirliði, er einnig á förum. Hann var eftirsóttur í fyrra en ákvað að taka eitt ár til viðbótar og er nú á útleið, samkvæmt upplýsingum Vísis. „Það er nákvæmlega það sem ég hugsa, væri besta skrefið fyrir mig að taka að fara í sterkari deild en ekkert alltof stórt lið. Ég mun fá sénsinn, er keyptur inn sem aðalmarkvörður. Ef ég gríp þennan séns er ég að fara að spila og get vonandi tekið stærra stökk eftir nokkur ár.“KR-ingarnir Albert Guðmundsson og Rúnar Alex Rúnarsson í fínasta pússinu í Leifsstöð á leiðinni til Rússlands.Vísir/VilhelmVill taka þátt í spilinu Hæfileikar hans með boltann í fótunum spiluðu stórt hlutverk. „Klárlega, það er lykilatriði að ég fæ að taka þátt í spilinu. Mínir styrkleikar liggja þar. Ég þarf að fara í lið sem að nota mína styrkleika. Það er stór factor í þessu.“ Hann telur sig vera að taka skynsamlegt skref upp á við. Rúnar er eins og allir vita upptekinn með íslenska landsliðsinu í Rússlandi þar sem að strákarnir okkar mæta Nígeríu næst í Volgograd á föstudaginn. Hann færir sig svo um set frá Danmörku til Frakklands að heimsmeistaramótinu loknu. Hann segir viðræðurnar hafa tekið langan tíma. „Þetta er búið að vera í gangi í svolítinn tíma en mjög ánægður að þetta sé búið. Þá get ég haldið áfram að einbeita mér að HM.“ Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn