Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. júní 2018 07:00 Sanna Magdalena Mörtudóttir situr sinn fyrsta fund í borgarstjórn í dag. Fréttablaðið/Stefán Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölda tillagna á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar sem fer fram klukkan 14 í dag. Meðal þess sem Sanna leggur til er að framkvæmd verði könnun á umfangi útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga í stofnunum og fyrirtækjum á vegum Reykjavíkurborgar og félögum sem borgin á hlut að. Í greinargerð með tillögunni er vísað til þess að undanfarin ár hafi einkafyrirtæki nýtt sér starfsmannaleigur og verktakasamninga til að skerða rétt launafólks, færa það frá þeim réttindum sem hinn hefðbundni vinnumarkaður tryggir og út í óvissu tímabundinna verktakasamninga. Einnig verða á fundinum teknar fyrir nokkrar tillögur Sósíalistaflokksins um stofnun borgarasamtaka, þar á meðal stofnun félags strætófarþega, stofnun félags skjólstæðinga velferðarsviðs og félags leigjenda hjá Félagsbústöðum. Í greinargerð með síðastnefndu tillögunni segir að leigjendur Félagsbústaða búi við mikið valdaleysi og eigi erfitt með að hafa áhrif á þjónustu félagsins. Með því að stuðla að stofnun félags leigjenda og tryggja leigjendum áheyrnarrétt hjá stjórn Félagsbústaða megi auka vald þeirra hjá Félagsbústöðum. Mjög sambærileg rök eru í greinargerð með tillögu flokksins um félag strætófarþega. Auk sjö tillagna fulltrúa Sósíalistaflokksins leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögur sínar um aðgerðir í húsnæðismálum sem varða meðal annars byggingalóðir í Örfirisey, á BSÍ-reitnum, Keldum og í Úlfarsárdal. Nýr borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að fram fari rekstrarúttekt og verður tekin afstaða til þeirrar tillögu á fundinum í dag. Þá leggur Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, fram tillögu um niðurfellingu byggingarréttargjalds en ein tillagna Sósíalistaflokksins varðar einmitt sama mál. Búast má við löngum fundi í borgarstjórn í dag enda 54 dagskrárliðir. Flestir þeirra eru kosning fulltrúa í nefndir og ráð borgarinnar auk fulltrúa í tíu hverfisráð sem starfa í hverfum borgarinnar. Þá verður kosið í stjórnir fyrirtækja í eigu borgarinnar: kjósa þarf fimm menn í stjórn Orkuveitunnar og jafn marga í stjórn Faxaflóahafna. Þrír verða kosnir í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Þá kýs Reykjavíkurborg einn fulltrúa í stjórn Sorpu og annan í stjórn Strætó en fyrirtækin eru bæði rekin í byggðasamlagi með öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir „Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. 18. júní 2018 21:01 Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57 Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu. 18. júní 2018 19:37 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölda tillagna á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar sem fer fram klukkan 14 í dag. Meðal þess sem Sanna leggur til er að framkvæmd verði könnun á umfangi útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga í stofnunum og fyrirtækjum á vegum Reykjavíkurborgar og félögum sem borgin á hlut að. Í greinargerð með tillögunni er vísað til þess að undanfarin ár hafi einkafyrirtæki nýtt sér starfsmannaleigur og verktakasamninga til að skerða rétt launafólks, færa það frá þeim réttindum sem hinn hefðbundni vinnumarkaður tryggir og út í óvissu tímabundinna verktakasamninga. Einnig verða á fundinum teknar fyrir nokkrar tillögur Sósíalistaflokksins um stofnun borgarasamtaka, þar á meðal stofnun félags strætófarþega, stofnun félags skjólstæðinga velferðarsviðs og félags leigjenda hjá Félagsbústöðum. Í greinargerð með síðastnefndu tillögunni segir að leigjendur Félagsbústaða búi við mikið valdaleysi og eigi erfitt með að hafa áhrif á þjónustu félagsins. Með því að stuðla að stofnun félags leigjenda og tryggja leigjendum áheyrnarrétt hjá stjórn Félagsbústaða megi auka vald þeirra hjá Félagsbústöðum. Mjög sambærileg rök eru í greinargerð með tillögu flokksins um félag strætófarþega. Auk sjö tillagna fulltrúa Sósíalistaflokksins leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögur sínar um aðgerðir í húsnæðismálum sem varða meðal annars byggingalóðir í Örfirisey, á BSÍ-reitnum, Keldum og í Úlfarsárdal. Nýr borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að fram fari rekstrarúttekt og verður tekin afstaða til þeirrar tillögu á fundinum í dag. Þá leggur Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, fram tillögu um niðurfellingu byggingarréttargjalds en ein tillagna Sósíalistaflokksins varðar einmitt sama mál. Búast má við löngum fundi í borgarstjórn í dag enda 54 dagskrárliðir. Flestir þeirra eru kosning fulltrúa í nefndir og ráð borgarinnar auk fulltrúa í tíu hverfisráð sem starfa í hverfum borgarinnar. Þá verður kosið í stjórnir fyrirtækja í eigu borgarinnar: kjósa þarf fimm menn í stjórn Orkuveitunnar og jafn marga í stjórn Faxaflóahafna. Þrír verða kosnir í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Þá kýs Reykjavíkurborg einn fulltrúa í stjórn Sorpu og annan í stjórn Strætó en fyrirtækin eru bæði rekin í byggðasamlagi með öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir „Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. 18. júní 2018 21:01 Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57 Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu. 18. júní 2018 19:37 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
„Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. 18. júní 2018 21:01
Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57
Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu. 18. júní 2018 19:37