Aron Einar grét fyrir stóru stundina Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 19. júní 2018 13:30 Aron Einar Gunnarsson rúllaði þessum vini sínum út á iðagrænt grasið á Spartak-leikvanginum í einum athyglisverðasta leiknum á HM í Rússlandi. Vísir/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði spilaði 75 mínútur gegn Argentínu. Þetta var hans fyrsti leikur síðan í b-deildinni á Englandi með Cardiff í lok apríl. Aron sjálfur og þjóðin voru lengi í vafa um hvort hann yrði klár í leikinn. Hann átti flottan leik eins og allt íslenska liðið. „Það var sérstök stund fyrir sjálfan mig að ná þessum Argentínuleik. Ég tók smá stund fyrir sjálfan mig fyrir leik, þurrkaði tárin og drullaði mér svo út á völl,“ sagði Aron í viðtail í Akraborginni á X-inu 977. Aron tók því rólega á opinni æfingu landsliðsins laugardaginn 10. júní. Eftir það sá enginn hann æfa en Heimir Hallgrímsson sagði alltaf að Aron yrði klár og myndi spila. „Þetta er búið að vera mikil vinna síðustu fimm vikur. Virkilega góð tilfinning að ná þessu eftir allt sem hefur gengið á. Er ég að fara að ná HM eða ekki? Mann hefur alltaf dreymt um að spila á HM.“Landsliðsfyrirliðarnir eigast við á Spartak-leikvanginum á laugardaginn.Vísir/VilhelmViss um að spila við lendingu Aron var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn gegn Argentínu en fannst liðið falla of langt niður á völlinn í síðari hálfleik. Hver sókn Argentínu á fætur annarri dundi á okkar mönnum. „Þetta minnti mann smá á Austurríkisleikinn, hvers langt niður við droppuðum,“ segir Aron og á við 2-1 sigur Íslands í París á EM fyrir tveimur árum. Austurríkismenn þurftu mark og Íslendingar voru í nauðvörn. En úr skyndisókn kom sigurmark Íslands og sæti í 16-liða úrslitunum var gulltryggt. Aron segist hafa verið fullviss um að hann næði leiknum þegar flugvél landsliðsins lenti í Rússlandi þann 9. júní, sléttri viku fyrir leik. „Þá leið mér betur, búinn að vinna mikið með sjúkraþjálfurunum og gekk bara vel. Svo þegar við vorum komnir hingað, ég tók þessa rólegu æfingu eftir flugið, þá leið mér eins og ég væri mættur. Fékk second wind sem keyrði mig í leikinn,“ segir Aron. Fimm vikna endurhæfing að baki sem virðist hafa verið lögð hárrétt upp. „Þetta var mikil vinna. Þetta var alltaf að fara að vera blóð, sviti og tár en ég var staðráðinn í að ná þessu. Bara sett full steam ahead,“ segir fyrirliðinn. Hausinn og adrenalínið á Spartak-leikvanginum hafi komið honum í gegnum Argentínuleikinn.Aron og Messi fara yfir málin með pólska dómaranum fyrir leik. Aron lét það alveg vera að biðja um treyju Messi eftir leik, sú fór til Birkis Bjarnasonar.Vísir/VilhelmAftur stærsti leikur sögunnar Þjóðinni líður eins og Ísland hafi unnið frækinn sigur á Argentínu þótt niðurstaðan hafi verið að stigununum var skipt jafnt á milli liðanna. Eitt stig, ekki þrjú. Aron Einar segir liðið komið niður á jörðina. „Já, það var gert strax eftir leik. Við áttum okkur á því. Þetta var gott stig og setur klárlega standardinn,“ segir Aron Einar. Líkt og eftir fyrsta leikinn á EM fyrir tveimur árum þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik, lið sem átti eftir að fara alla leið í keppninni. Strákarnir fá góða pásu milli fyrsta og annars leiks sem verður gegn Nígeríu í Volgograd á föstudaginn. „Núna er bara annar stærsti leikur sögunnar gegn Nígeríu. Við þurfum að gíra okkur upp í hann,“ segir Aron Einar.Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson í meðferð á æfingasvæðinu í Kabardinka daginn eftir Argentínuleikinn.Vísir/VilhelmÆtlar að fjölga mínútunum „Það verður annar erfiður leikur. Þeir koma til okkar með núll punkta og vilja klárlega sækja þessi þrjú stig. Þurfum að vera á tánum mæta þeim af krafti því þeir koma pottþétt í leikinn með krafti og ætla að rúlla yfir okkur. Við þurfum að standa þéttir og með kassann út.“ Aron Einar spilaði sem fyrr segir 75 mínútur en planið sé að ná enn fleiri mínútum gegn Nígeríu. „Við vorum ekki með neinn x-fjölda mínútna. Heimir nikkaði á mig á 70. mínútu, var farinn að sjá að ég var orðinn svolítið þreyttur. Ég ákvað að gefa honum auka fimm mínútur svo varamaðurinn sem var að koma inn á gæti hitað aðeins lengur. Að ná 75 mínútum var framar vonum.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Í beinni: Manchester City - Leverkusen | Erfiðir dagar að baki fyrir City eða hvað? Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði spilaði 75 mínútur gegn Argentínu. Þetta var hans fyrsti leikur síðan í b-deildinni á Englandi með Cardiff í lok apríl. Aron sjálfur og þjóðin voru lengi í vafa um hvort hann yrði klár í leikinn. Hann átti flottan leik eins og allt íslenska liðið. „Það var sérstök stund fyrir sjálfan mig að ná þessum Argentínuleik. Ég tók smá stund fyrir sjálfan mig fyrir leik, þurrkaði tárin og drullaði mér svo út á völl,“ sagði Aron í viðtail í Akraborginni á X-inu 977. Aron tók því rólega á opinni æfingu landsliðsins laugardaginn 10. júní. Eftir það sá enginn hann æfa en Heimir Hallgrímsson sagði alltaf að Aron yrði klár og myndi spila. „Þetta er búið að vera mikil vinna síðustu fimm vikur. Virkilega góð tilfinning að ná þessu eftir allt sem hefur gengið á. Er ég að fara að ná HM eða ekki? Mann hefur alltaf dreymt um að spila á HM.“Landsliðsfyrirliðarnir eigast við á Spartak-leikvanginum á laugardaginn.Vísir/VilhelmViss um að spila við lendingu Aron var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn gegn Argentínu en fannst liðið falla of langt niður á völlinn í síðari hálfleik. Hver sókn Argentínu á fætur annarri dundi á okkar mönnum. „Þetta minnti mann smá á Austurríkisleikinn, hvers langt niður við droppuðum,“ segir Aron og á við 2-1 sigur Íslands í París á EM fyrir tveimur árum. Austurríkismenn þurftu mark og Íslendingar voru í nauðvörn. En úr skyndisókn kom sigurmark Íslands og sæti í 16-liða úrslitunum var gulltryggt. Aron segist hafa verið fullviss um að hann næði leiknum þegar flugvél landsliðsins lenti í Rússlandi þann 9. júní, sléttri viku fyrir leik. „Þá leið mér betur, búinn að vinna mikið með sjúkraþjálfurunum og gekk bara vel. Svo þegar við vorum komnir hingað, ég tók þessa rólegu æfingu eftir flugið, þá leið mér eins og ég væri mættur. Fékk second wind sem keyrði mig í leikinn,“ segir Aron. Fimm vikna endurhæfing að baki sem virðist hafa verið lögð hárrétt upp. „Þetta var mikil vinna. Þetta var alltaf að fara að vera blóð, sviti og tár en ég var staðráðinn í að ná þessu. Bara sett full steam ahead,“ segir fyrirliðinn. Hausinn og adrenalínið á Spartak-leikvanginum hafi komið honum í gegnum Argentínuleikinn.Aron og Messi fara yfir málin með pólska dómaranum fyrir leik. Aron lét það alveg vera að biðja um treyju Messi eftir leik, sú fór til Birkis Bjarnasonar.Vísir/VilhelmAftur stærsti leikur sögunnar Þjóðinni líður eins og Ísland hafi unnið frækinn sigur á Argentínu þótt niðurstaðan hafi verið að stigununum var skipt jafnt á milli liðanna. Eitt stig, ekki þrjú. Aron Einar segir liðið komið niður á jörðina. „Já, það var gert strax eftir leik. Við áttum okkur á því. Þetta var gott stig og setur klárlega standardinn,“ segir Aron Einar. Líkt og eftir fyrsta leikinn á EM fyrir tveimur árum þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik, lið sem átti eftir að fara alla leið í keppninni. Strákarnir fá góða pásu milli fyrsta og annars leiks sem verður gegn Nígeríu í Volgograd á föstudaginn. „Núna er bara annar stærsti leikur sögunnar gegn Nígeríu. Við þurfum að gíra okkur upp í hann,“ segir Aron Einar.Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson í meðferð á æfingasvæðinu í Kabardinka daginn eftir Argentínuleikinn.Vísir/VilhelmÆtlar að fjölga mínútunum „Það verður annar erfiður leikur. Þeir koma til okkar með núll punkta og vilja klárlega sækja þessi þrjú stig. Þurfum að vera á tánum mæta þeim af krafti því þeir koma pottþétt í leikinn með krafti og ætla að rúlla yfir okkur. Við þurfum að standa þéttir og með kassann út.“ Aron Einar spilaði sem fyrr segir 75 mínútur en planið sé að ná enn fleiri mínútum gegn Nígeríu. „Við vorum ekki með neinn x-fjölda mínútna. Heimir nikkaði á mig á 70. mínútu, var farinn að sjá að ég var orðinn svolítið þreyttur. Ég ákvað að gefa honum auka fimm mínútur svo varamaðurinn sem var að koma inn á gæti hitað aðeins lengur. Að ná 75 mínútum var framar vonum.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Í beinni: Manchester City - Leverkusen | Erfiðir dagar að baki fyrir City eða hvað? Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjá meira