Mannréttindadómstóll Evrópu ætlar að dæma í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu. Dómur verður kveðinn upp að morgni 7. júní.
Í júní 2015 samþykkti Alþingi lög á verkfall BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem staðið hafði yfir í 68 daga. Gerðardómur tók síðan ákvörðun um kjör félagsmanna. BHM stefndi íslenska ríkinu síðan fyrir dómstóla hérlendis til að láta reyna á lögmæti verkfallsins. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands komust að þeirri niðurstöðu að lögin sem sett voru á verkfallið hefðu verið í samræmi við stjórnarskrá Íslands.
BHM ákvað því að höfða málið á grundvelli þess að það væru réttindi félagsmanna, samkvæmt félagsmálasáttmála Evrópu, Mannréttindasáttmálanum og stjórnarskrá Íslands að fara í verkfall.
Dæmt um lög á verkfall BHM í Strassborg

Tengdar fréttir

BHM: Skref tekin til að meta menntun til launa.
Viðbrögð formanns Bandalags Háskólamanna.

Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM
Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun, en BHM hafði áður áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí.

Gerðardómur: Hækkanir í takt við almennar launahækkanir
Formenn beggja félaga eru sáttir við úrskurð Gerðardóms.