SURA frumsýnir nýtt myndband á Vísi Stefán Árni Pálsson skrifar 1. júní 2018 14:30 Þura Stína er glæsileg í myndbandinu. „Ég samdi textann við lagið um leið og ég heyrði það. Var varla búin að fá það í hendurnar,“ segir tónlistarkonan Þura Stína sem gefur frá sér nýtt lag og myndband í samstarfi við Whyrun í dag. Listamannsnafn hennar er SURA og ber lagið nafnið Alltaf strax. „Þetta small bara strax og ég hafði samband við Ými og fékk lagið hjá honum. Það er ótrúlega fyndið hvað þetta einhvern veginn small bara strax. Vinnslan við myndbandið og síðan eftirvinnslan tóku svolítið á en ég er ótrúlega ánægð með útkomuna og útgáfuna. Ég er búin að vera í mjög miklu sumarskapi í allri rigningunni við lokaferlið á laginu,“ segir Þura en Whyrun er einmitt framleiðandinn Ýmir Rúnarsson. Þura segir að sagan á bakvið myndbandið taki mið af textanum í laginu en hér að neðan má lesa viðlagið:Hringi og bið þig að komaÞú kemur alltaf straxSegi þér síðan að faraNenni ekki meir í dagÞú hringir, á ég að koma?Kem ekki alltaf straxEr orðin leið á að svaraSendu mér bara snapp „Myndbandið var unnið af leikstjóranum Álfheiði Mörtu og heimurinn í því var unninn af okkur saman. Öll smáatriði og konsept voru líka í höndum förðunarfræðingsins Helgu Sæunnar Þorkelsdóttur, stílistans Díönu Rós Breckmann og proppsarans Ólöf Rut Stefánsdóttir. Það var hugsað þvílíkt vel út í alla ramma og allt skipti máli sem skilar sér í heildarmyndinni.“ SURA kemur fram á Secret Solstice í sumar. „Þar verður allt efnið mitt spilað í fyrsta skipti, svo eru fleiri stærri verkefni bókuð í sumar sem á eftir að tilkynna. Með haustinu kemur svo platan mín út og Iceland Airwaves er svo einnig í haust.“ Hér að neðan má sjá nýja myndbandið með Þuru Stínu við lagið Alltaf strax. Menning Tengdar fréttir Frelsandi að gefa út efni ein Tónlistarkonan SURA hefur komið víða við en gefur í dag út lag í fyrsta skipti ein síns liðs. 24. apríl 2018 14:00 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Ég samdi textann við lagið um leið og ég heyrði það. Var varla búin að fá það í hendurnar,“ segir tónlistarkonan Þura Stína sem gefur frá sér nýtt lag og myndband í samstarfi við Whyrun í dag. Listamannsnafn hennar er SURA og ber lagið nafnið Alltaf strax. „Þetta small bara strax og ég hafði samband við Ými og fékk lagið hjá honum. Það er ótrúlega fyndið hvað þetta einhvern veginn small bara strax. Vinnslan við myndbandið og síðan eftirvinnslan tóku svolítið á en ég er ótrúlega ánægð með útkomuna og útgáfuna. Ég er búin að vera í mjög miklu sumarskapi í allri rigningunni við lokaferlið á laginu,“ segir Þura en Whyrun er einmitt framleiðandinn Ýmir Rúnarsson. Þura segir að sagan á bakvið myndbandið taki mið af textanum í laginu en hér að neðan má lesa viðlagið:Hringi og bið þig að komaÞú kemur alltaf straxSegi þér síðan að faraNenni ekki meir í dagÞú hringir, á ég að koma?Kem ekki alltaf straxEr orðin leið á að svaraSendu mér bara snapp „Myndbandið var unnið af leikstjóranum Álfheiði Mörtu og heimurinn í því var unninn af okkur saman. Öll smáatriði og konsept voru líka í höndum förðunarfræðingsins Helgu Sæunnar Þorkelsdóttur, stílistans Díönu Rós Breckmann og proppsarans Ólöf Rut Stefánsdóttir. Það var hugsað þvílíkt vel út í alla ramma og allt skipti máli sem skilar sér í heildarmyndinni.“ SURA kemur fram á Secret Solstice í sumar. „Þar verður allt efnið mitt spilað í fyrsta skipti, svo eru fleiri stærri verkefni bókuð í sumar sem á eftir að tilkynna. Með haustinu kemur svo platan mín út og Iceland Airwaves er svo einnig í haust.“ Hér að neðan má sjá nýja myndbandið með Þuru Stínu við lagið Alltaf strax.
Menning Tengdar fréttir Frelsandi að gefa út efni ein Tónlistarkonan SURA hefur komið víða við en gefur í dag út lag í fyrsta skipti ein síns liðs. 24. apríl 2018 14:00 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Frelsandi að gefa út efni ein Tónlistarkonan SURA hefur komið víða við en gefur í dag út lag í fyrsta skipti ein síns liðs. 24. apríl 2018 14:00