Nýr bæjarstjóri í Eyjum: „Við áttum kannski ekki von á þessu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2018 15:05 Íris Róbertsdóttir er nýr bæjarstjóri í Eyjum. Vísir/einar árnason Íris Róbertsdóttir, nýr bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, segir að viðræður við Eyjalistann um nýjan meirihluta í bæjarstjórn hafi gengið vel. Hún segir árangur listans í kosningunum hafa farið fram úr björtustu vonum en Fyrir Heimaey náði þremur mönnum inn í bæjarstjórn. Málefnasamningur meirihlutans verður kynntur í næstu viku að sögn Írisar en spurð út í helstu áherslur flokkanna í bæjarstjórn nefnir hún aukið íbúalýðræði, rafræna stjórnsýslu og aukna áherslu á fræðslumál. „Það er bara það sem við vorum að predika fyrir kosningar. Við lögðum áherslu á aukið íbúalýðræði, við viljum opna bókhaldið og setja aukna áherslu á fræðslumál. Þetta mun koma skýrt fram í málefnasamningnum sem við ætlum að kynna eftir helgi. Eyjalistinn sem er með okkur í þessu samstarfi var með mjög líkar áherslur og við á þessa þætti þannig að þetta mun vera í forgrunni,“ segir Íris í samtali við Vísi.Þurftu að tala sig niður á nokkur mál Spurð út í hvernig viðræðurnar við Eyjalistann hafi gengið segir Íris að það hafi verið nokkur mál sem hafi þurft að tala sig niður á en að góður andi hafi verið í hópnum og að vinnan hafi gengið vel. Fyrir Heimaey er bæjaramálafélag sem var stofnað um miðjan apríl en mikil óánægja hafði kraumað á meðal Sjálfstæðismanna í Eyjum með að ekki skyldi haldið prófkjör hjá flokknum í aðdraganda kosninganna heldur kaus fulltrúaráðið á milli frambjóðenda í svokallaðri röðun. Írisi, sem er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var boðið þriðja sæti á lista flokksins fyrir kosningarnar en þáði það ekki. Hún hafði verið einn helsti talsmaður prófkjörs innan flokksins í Eyjum. Fór það síðan svo að hún leiddi lista nýja framboðsins, Fyrir Heimaey, og má segja að árangur félagsins í sveitarstjórnarkosningunum síðastliðinn laugardag sé eftirtektarverður þar sem oddvitinn er kominn í bæjarstjórastólinn.En áttu Íris og félagar hennar í H-listanum von á þessum árangri í kosningunum? „Við áttum kannski ekki von á þessu. Við vorum að gæla við það að fá tvo, það var markmiðið okkar, en þetta var framar okkar björtustu vonum og erum ótrúlega þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum fengið,“ segir Íris. Og hvernig leggst svo nýja starfið í hana? „Ég er svona ekki alveg búin að ná utan um þetta. En ég hlakka bara til að takast á við nýtt starf og ný verkefni og fóta mig í því.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Fyrir Heimaey og Eyjalistinn mynda mynda nýjan meirihluta í Vestmannaeyjum. 1. júní 2018 11:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, nýr bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, segir að viðræður við Eyjalistann um nýjan meirihluta í bæjarstjórn hafi gengið vel. Hún segir árangur listans í kosningunum hafa farið fram úr björtustu vonum en Fyrir Heimaey náði þremur mönnum inn í bæjarstjórn. Málefnasamningur meirihlutans verður kynntur í næstu viku að sögn Írisar en spurð út í helstu áherslur flokkanna í bæjarstjórn nefnir hún aukið íbúalýðræði, rafræna stjórnsýslu og aukna áherslu á fræðslumál. „Það er bara það sem við vorum að predika fyrir kosningar. Við lögðum áherslu á aukið íbúalýðræði, við viljum opna bókhaldið og setja aukna áherslu á fræðslumál. Þetta mun koma skýrt fram í málefnasamningnum sem við ætlum að kynna eftir helgi. Eyjalistinn sem er með okkur í þessu samstarfi var með mjög líkar áherslur og við á þessa þætti þannig að þetta mun vera í forgrunni,“ segir Íris í samtali við Vísi.Þurftu að tala sig niður á nokkur mál Spurð út í hvernig viðræðurnar við Eyjalistann hafi gengið segir Íris að það hafi verið nokkur mál sem hafi þurft að tala sig niður á en að góður andi hafi verið í hópnum og að vinnan hafi gengið vel. Fyrir Heimaey er bæjaramálafélag sem var stofnað um miðjan apríl en mikil óánægja hafði kraumað á meðal Sjálfstæðismanna í Eyjum með að ekki skyldi haldið prófkjör hjá flokknum í aðdraganda kosninganna heldur kaus fulltrúaráðið á milli frambjóðenda í svokallaðri röðun. Írisi, sem er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var boðið þriðja sæti á lista flokksins fyrir kosningarnar en þáði það ekki. Hún hafði verið einn helsti talsmaður prófkjörs innan flokksins í Eyjum. Fór það síðan svo að hún leiddi lista nýja framboðsins, Fyrir Heimaey, og má segja að árangur félagsins í sveitarstjórnarkosningunum síðastliðinn laugardag sé eftirtektarverður þar sem oddvitinn er kominn í bæjarstjórastólinn.En áttu Íris og félagar hennar í H-listanum von á þessum árangri í kosningunum? „Við áttum kannski ekki von á þessu. Við vorum að gæla við það að fá tvo, það var markmiðið okkar, en þetta var framar okkar björtustu vonum og erum ótrúlega þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum fengið,“ segir Íris. Og hvernig leggst svo nýja starfið í hana? „Ég er svona ekki alveg búin að ná utan um þetta. En ég hlakka bara til að takast á við nýtt starf og ný verkefni og fóta mig í því.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Fyrir Heimaey og Eyjalistinn mynda mynda nýjan meirihluta í Vestmannaeyjum. 1. júní 2018 11:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Fyrir Heimaey og Eyjalistinn mynda mynda nýjan meirihluta í Vestmannaeyjum. 1. júní 2018 11:45