MasterCard hefur nú gefið það út að fyrirtækið muni gefa fátækum börnum í latnesku Ameríku og Karabíahafinu tíu þúsund máltíðir fyirr hvert mark sem Lionel Messi skorar á HM í Rússlandi.
Sömu sögu er að segja ef Brasilíumaðurinn Neymar skorar mark í heimasmeistarakeppninni sem hefst eftir þrettán daga.
Goals that changes lives: for each goal scored by Messi or Neymar Jr. Mastercard will donate the equivalent of 10,000 meals to @WFP to fight childhood hunger and malnutrition in Latin America and the Caribbean #TogetherWeAre10#StartSomethingPricelesshttps://t.co/URfIp77ElNpic.twitter.com/Ckq61oJgld
— Noticias Mastercard (@MastercardLAC) May 31, 2018
Lionel Messi og Neymar eru báðir miklir markaskorarar og ættu því að geta séð mörgum börnum fyrir máltíðum á næstu mánuðum.
Lionel Messi skoraði 45 mörk í öllum keppnum á síðasta tímabili með Barcelona og hefur skorað 64 mörk fyrir argentínska landsliðið.
Neymar skoraði 28 mörk í aðeins 30 leikjum í öllum keppnum með Paris Saint-Germain á síðasta tímabili og hann hefur skorað 53 mörk fyrir brasilíska landsliðið.
Messi skoraði sjö mörk í undankeppni HM 2018 þrátt fyrir að missa úr nokkra leiki og Neymar skoraði sex mörk.
Every time Messi or Neymar score a goal at the FIFA World Cup Mastercard will donate 10,000 meals to the United Nations. Class move and more reasons to support them in Russia. pic.twitter.com/4cJk2XPZNn
— Oh My Goal (@OhMyGoal_US) June 1, 2018