Eldfim mál í tímaþröng í Víglínunni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júní 2018 10:12 Það er óhætt að segja að þingstörf séu í algeru uppnámi en þar sauð vel upp úr pottunum á fimmtudag þegar stjórnarmeirihlutinn freistaði þess að fá frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda upp á tæpa þrjá milljarða til umræðu með afbrigðum. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Hanna Katrín Friðrikasson þingflokksformaður Viðreisnar mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál og ef til vill fleiri. Stjórnarandstaðan gagnrýnir vinnubrögð í málinu harðlega og kom í veg fyrir að málið yrði tekið á dagskrá. Í frumvarpinu felst að gjaldið verði lækkað á allar útgerðir en aðalástæðan fyrir lækkuninni er sögð vera lakari afkoma lítilla og meðalstórra útgerða. En það er fleira sem veldur uppnámi í þinginu. Fyrir liggur að afgreiða umdeilda fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. En á síðustu metrunum fyrir þinghlé lagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra fram viðamikið frumvarp um persónuvernd og vörslu persónuupplýsinga sem stjórnarandstaðan segir allt og stórt mál og mikilvægt til að afgreiða með hraði í gegnum þingið. Smári McCarthy þingmaður Pírata og fleiri hafa kallað eftir þessu frumvarpi mánuðum saman. Hann mætir í Víglínuna til að ræða þessi mál með Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Víglínan Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Sjá meira
Það er óhætt að segja að þingstörf séu í algeru uppnámi en þar sauð vel upp úr pottunum á fimmtudag þegar stjórnarmeirihlutinn freistaði þess að fá frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda upp á tæpa þrjá milljarða til umræðu með afbrigðum. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Hanna Katrín Friðrikasson þingflokksformaður Viðreisnar mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál og ef til vill fleiri. Stjórnarandstaðan gagnrýnir vinnubrögð í málinu harðlega og kom í veg fyrir að málið yrði tekið á dagskrá. Í frumvarpinu felst að gjaldið verði lækkað á allar útgerðir en aðalástæðan fyrir lækkuninni er sögð vera lakari afkoma lítilla og meðalstórra útgerða. En það er fleira sem veldur uppnámi í þinginu. Fyrir liggur að afgreiða umdeilda fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. En á síðustu metrunum fyrir þinghlé lagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra fram viðamikið frumvarp um persónuvernd og vörslu persónuupplýsinga sem stjórnarandstaðan segir allt og stórt mál og mikilvægt til að afgreiða með hraði í gegnum þingið. Smári McCarthy þingmaður Pírata og fleiri hafa kallað eftir þessu frumvarpi mánuðum saman. Hann mætir í Víglínuna til að ræða þessi mál með Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Víglínan Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Sjá meira