Kári: „Einhver álög á okkur í æfingaleikjum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2018 23:07 Kári Árnason bar fyrirliðabandið í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar í vináttulandsleik Íslands og Noregs á Laugardalsvelli í kvöld. Lærisveinar Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara Noregs, fóru með sigur af hólmi. Kári var svekktur með tapið en ekkert of stressaður varðandi framhaldið. „Það er náttúrulega bara ömurlegt, sérstaklega þegar það er íslenska landsliðið. Það eru einhver álög á okkur í þessum æfingaleikjum, það bara gengur ekkert. Það voru alveg jákvæðir punktar í þessu en við megum ekki sofa svona á verðinum og glutra þessu niður á lokamínútunum,“ sagði Kári í samtali við Arnar Björnsson eftir leik spurður um hvort ekki væri leiðinlegt að horfa á liðið sitt tapa sem fyrirliði. Að mati Kára var sóknarleikur liðsins það jákvæðasta en klaufaskapur í vörninni kostaði liðið sigurinn á lokasprettinum. „Við skorum tvö mörk og mér fannst við hafa stjórn á þeim. Svo setja þeir tvo spræka menn inn á og við kannski glímum ekki nógu vel við það. Samt, það er algjör óþarfi að fá svona mörk á sig og svo úr löngu innkasti,“ sagði Kári. Hann hefur þó ekki miklar áhyggjur af framhaldinu en leikurinn gegn Noregi var liður í lokaundirbúning fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi sem hefst innan skamms. „Það er svolítið langt síðan við höfum spilað saman og við erum bara að stilla saman strengi. Þetta er partur af undirbúningnum. Við fengum líka skell á móti þeim út í Noregi síðast þannig að vonandi er þetta góðs viti,“ segir Kári. Framundan er leikur á fimmtudaginn gegn Gana sem menn binda vonir við að verði góður undirbúningur fyrir leikinn gegn Nígeríu í D-riðli HM. En við hverju býst Kári í þeim leik? „Ég býst við allt öðruvísi liði,“ sagði Kári. „Það verður allt annar leikur og við leggjum hann öðruvísi upp. “ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi eftir markið í kvöld: „Held ég verði klár gegn Argentínu“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. 2. júní 2018 22:53 Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13 Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira
Kári Árnason bar fyrirliðabandið í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar í vináttulandsleik Íslands og Noregs á Laugardalsvelli í kvöld. Lærisveinar Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara Noregs, fóru með sigur af hólmi. Kári var svekktur með tapið en ekkert of stressaður varðandi framhaldið. „Það er náttúrulega bara ömurlegt, sérstaklega þegar það er íslenska landsliðið. Það eru einhver álög á okkur í þessum æfingaleikjum, það bara gengur ekkert. Það voru alveg jákvæðir punktar í þessu en við megum ekki sofa svona á verðinum og glutra þessu niður á lokamínútunum,“ sagði Kári í samtali við Arnar Björnsson eftir leik spurður um hvort ekki væri leiðinlegt að horfa á liðið sitt tapa sem fyrirliði. Að mati Kára var sóknarleikur liðsins það jákvæðasta en klaufaskapur í vörninni kostaði liðið sigurinn á lokasprettinum. „Við skorum tvö mörk og mér fannst við hafa stjórn á þeim. Svo setja þeir tvo spræka menn inn á og við kannski glímum ekki nógu vel við það. Samt, það er algjör óþarfi að fá svona mörk á sig og svo úr löngu innkasti,“ sagði Kári. Hann hefur þó ekki miklar áhyggjur af framhaldinu en leikurinn gegn Noregi var liður í lokaundirbúning fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi sem hefst innan skamms. „Það er svolítið langt síðan við höfum spilað saman og við erum bara að stilla saman strengi. Þetta er partur af undirbúningnum. Við fengum líka skell á móti þeim út í Noregi síðast þannig að vonandi er þetta góðs viti,“ segir Kári. Framundan er leikur á fimmtudaginn gegn Gana sem menn binda vonir við að verði góður undirbúningur fyrir leikinn gegn Nígeríu í D-riðli HM. En við hverju býst Kári í þeim leik? „Ég býst við allt öðruvísi liði,“ sagði Kári. „Það verður allt annar leikur og við leggjum hann öðruvísi upp. “
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi eftir markið í kvöld: „Held ég verði klár gegn Argentínu“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. 2. júní 2018 22:53 Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13 Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira
Gylfi eftir markið í kvöld: „Held ég verði klár gegn Argentínu“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. 2. júní 2018 22:53
Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13
Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15