Búið að semja um myndun nýs meirihluta á Akranesi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júní 2018 13:24 Sjálfstæðisflokkurinn var með hreinan meirihluta á Akranesi á síðasta kjörtímabili. Vísir/GVA Samfylkingin og Framsókn og frjálsir á Akranesi hafa gengið frá málefnasamningi um myndun nýs meirihluta á Akranesi. Samningurinn verður lagður fyrir félagsmenn í kvöld. Sævar Freyr Þráinsson mun áfram verða bæjarstjóri sveitarfélagsins. Elsa Lára Arnarsdóttir oddviti Framsóknar og áháðra staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Framsókn og frjálsir og Samfylkingin eru búin að ganga frá samningi sín á milli um meirihlutasamstarf. Það eru félagsfundir hjá báðum félögunum klukkan átta í kvöld og þá verður samningurinn lagður fyrir félagsmenn. Þá kemur í ljós hvað verður.“ Kjörnir bæjarfulltrúar flokkanna á Akranesi hafa fundað saman síðustu daga. Búist er við að samningurinn verði undirritaður fljótlega. „Við höfum verið í sambandi við okkar fólk og höfum landað málefnasamningi sem að við erum öll sátt við, mjög sátt við. Hann verður borinn undir félagsmenn í kvöld og ef samþykki fæst þá verður skrifað undir.“ Elsa segir að það sé vilji beggja flokka að Sævar Freyr verði áfram bæjarstjóri og það sé komið samkomulag um það við hann sjálfan.Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóriSkjáskot/Stöð2Áhersla á fjölskyldur Sjálfstæðisflokkurinn var í hreinum meirihluta á síðasta kjörtímabili og hlaut 41,4 prósent í kosningunum um síðustu helgi og missti því einn bæjarfulltrúa. Samfylkingin hlaut 31,2 prósent atkvæða og Framsóknarflokkurinn 21,8 prósent. Níu manns skipa bæjarstjórn á Akranesi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn inn, Samfylkingin þrjá og Framsókn tvo. Miðflokkurinn hlaut aðeins 5,7 prósent atkvæða og náði ekki manni inn. Því var ljóst strax að mynda þyrfti nýjan meirihluta á Skaganum en Elsa Lára segir að umræðurnar síðustu daga hafi gengið mjög vel og flokkarnir náðu vel saman um stærstu málefnin. „Við leggjum mjög mikla áherslu á Akranes sem fjölskylduvænt samfélag. Það er að horfa inn í menntamál, inn í dagvistunarmál, inn í velferðarmálin. Auk þess leggjum við mikla áherslu á atvinnumál því ef við eigum að eiga inni fyrir uppbyggingu og sækja fram í velferðar- og fjölskyldumálum þá þarf atvinnan að vera til staðar.“Bæjarfulltrúar á AkranesiVísir/GvendurLíkar stefnuskrár Hún segir að enginn ágreiningur hafi komið upp á milli fulltrúa flokkanna tveggja. „Þetta hefur í rauninni bara gengið ótrúlega vel og við höfum verið mjög samstíga í öllum málum og búin að þurfa mjög erfið mál í þessu. Stefnuskrárnar voru allar mjög líkar og mjög líkar hjá okkur báðum og málefnasamningurinn endurspeglar þau atriði.“ Aðspurð hvort samstarf með Sjálfstæðisflokki hafi komið til greina svarar Elsa: „Við kölluðum þau á fund okkar og buðum þeim ákveðin sæti en þau ákváðu að taka það ekki og þar við situr bara.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Lokatölur frá Akranesi: Mynda þarf nýjan meirihluta á Skaganum Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur á Akranesi en náði ekki hreinum meirihluta. 27. maí 2018 01:16 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Sjá meira
Samfylkingin og Framsókn og frjálsir á Akranesi hafa gengið frá málefnasamningi um myndun nýs meirihluta á Akranesi. Samningurinn verður lagður fyrir félagsmenn í kvöld. Sævar Freyr Þráinsson mun áfram verða bæjarstjóri sveitarfélagsins. Elsa Lára Arnarsdóttir oddviti Framsóknar og áháðra staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Framsókn og frjálsir og Samfylkingin eru búin að ganga frá samningi sín á milli um meirihlutasamstarf. Það eru félagsfundir hjá báðum félögunum klukkan átta í kvöld og þá verður samningurinn lagður fyrir félagsmenn. Þá kemur í ljós hvað verður.“ Kjörnir bæjarfulltrúar flokkanna á Akranesi hafa fundað saman síðustu daga. Búist er við að samningurinn verði undirritaður fljótlega. „Við höfum verið í sambandi við okkar fólk og höfum landað málefnasamningi sem að við erum öll sátt við, mjög sátt við. Hann verður borinn undir félagsmenn í kvöld og ef samþykki fæst þá verður skrifað undir.“ Elsa segir að það sé vilji beggja flokka að Sævar Freyr verði áfram bæjarstjóri og það sé komið samkomulag um það við hann sjálfan.Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóriSkjáskot/Stöð2Áhersla á fjölskyldur Sjálfstæðisflokkurinn var í hreinum meirihluta á síðasta kjörtímabili og hlaut 41,4 prósent í kosningunum um síðustu helgi og missti því einn bæjarfulltrúa. Samfylkingin hlaut 31,2 prósent atkvæða og Framsóknarflokkurinn 21,8 prósent. Níu manns skipa bæjarstjórn á Akranesi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn inn, Samfylkingin þrjá og Framsókn tvo. Miðflokkurinn hlaut aðeins 5,7 prósent atkvæða og náði ekki manni inn. Því var ljóst strax að mynda þyrfti nýjan meirihluta á Skaganum en Elsa Lára segir að umræðurnar síðustu daga hafi gengið mjög vel og flokkarnir náðu vel saman um stærstu málefnin. „Við leggjum mjög mikla áherslu á Akranes sem fjölskylduvænt samfélag. Það er að horfa inn í menntamál, inn í dagvistunarmál, inn í velferðarmálin. Auk þess leggjum við mikla áherslu á atvinnumál því ef við eigum að eiga inni fyrir uppbyggingu og sækja fram í velferðar- og fjölskyldumálum þá þarf atvinnan að vera til staðar.“Bæjarfulltrúar á AkranesiVísir/GvendurLíkar stefnuskrár Hún segir að enginn ágreiningur hafi komið upp á milli fulltrúa flokkanna tveggja. „Þetta hefur í rauninni bara gengið ótrúlega vel og við höfum verið mjög samstíga í öllum málum og búin að þurfa mjög erfið mál í þessu. Stefnuskrárnar voru allar mjög líkar og mjög líkar hjá okkur báðum og málefnasamningurinn endurspeglar þau atriði.“ Aðspurð hvort samstarf með Sjálfstæðisflokki hafi komið til greina svarar Elsa: „Við kölluðum þau á fund okkar og buðum þeim ákveðin sæti en þau ákváðu að taka það ekki og þar við situr bara.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Lokatölur frá Akranesi: Mynda þarf nýjan meirihluta á Skaganum Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur á Akranesi en náði ekki hreinum meirihluta. 27. maí 2018 01:16 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Sjá meira
Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15
Lokatölur frá Akranesi: Mynda þarf nýjan meirihluta á Skaganum Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur á Akranesi en náði ekki hreinum meirihluta. 27. maí 2018 01:16