Mynd af íslenska landsliðinu sögð minna á áróður nasista Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 3. júní 2018 17:13 Sitt sýnist hverjum um myndmálið. Twitter Nokkrar deilur hafa vaknað á samfélagsmiðlum um teiknaða mynd af íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu sem sumum þykir minna á áróður nasista. Er það sérstaklega notkun á rún fyrir stafinn S, sem margir tengja við stormsveitir nasista, sem fyrir brjóstið á fólki. Myndin gengur manna á milli en svo virðist sem hún tengist Twitter síðu Knattspyrnusambands Íslands. Þar má finna myndband sem nýtir sama myndefni.We are ready for Russia.What about you?#fyririsland pic.twitter.com/jexJTGxp4u— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 1, 2018 Áróðursplakat sem nasistar prentuðu fyrir hernám Danmerkur í seinni heimsstyrjöldÞriðja ríkiðÍ umræðum á samfélagsmiðlum virðist stór hluti fólks sjá mjög neikvæða hluti út úr myndinni sem sýnir landsliðsmennina sem reiða víkinga á leið í orrustu. Þá hafa nokkrir birt myndir af áróðri nasista sem nota mjög svipað myndmál um aríska víkinga. Ekki hjálpar að í bakgrunni virðist vera mynd af Moskvu í logum, nokkuð sem stóð til að raungera á sínum tíma. Líklega átti þetta þó frekar að vera íslenskt eldfjall og vísun til HM í Rússlandi. Aðrir setja spurningamerki við að KSÍ skuli vera að deila myndinni. Einn notandi segir það líta út eins og myndin hafi verið hönnuð af svörnum andstæðingi íslenska landsliðsins. „Ákveðið menningarlegt ólæsi í þessari vinnu,“ bætir annar við. Enn aðrir vilja meina að nasistar eigi ekki að komast upp með að eigna sér rúnir og norrænt myndmál. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem blandar sér í umræðuna og segir að SS eigi ekki rúnaletrið frekar en annað fornnorrænt menningargóss sem þeir nýttu sér. Þeir sem taka myndinni verst eiga það margir sameiginlegt að hafa verið í Þýskalandi eða eiga tengsl við Þjóðverja. Þar í landi gæti mörgum þótt myndin í það minnsta óæskileg ef ekki beinlínis ögrandi. Deilurnar um táknræna þýðingu klæðnaðs frá þýska merkinu Thor Steinar eru til marks um hversu flókið samspil myndmáls og hugrenningartengsla getur orðið. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
Nokkrar deilur hafa vaknað á samfélagsmiðlum um teiknaða mynd af íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu sem sumum þykir minna á áróður nasista. Er það sérstaklega notkun á rún fyrir stafinn S, sem margir tengja við stormsveitir nasista, sem fyrir brjóstið á fólki. Myndin gengur manna á milli en svo virðist sem hún tengist Twitter síðu Knattspyrnusambands Íslands. Þar má finna myndband sem nýtir sama myndefni.We are ready for Russia.What about you?#fyririsland pic.twitter.com/jexJTGxp4u— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 1, 2018 Áróðursplakat sem nasistar prentuðu fyrir hernám Danmerkur í seinni heimsstyrjöldÞriðja ríkiðÍ umræðum á samfélagsmiðlum virðist stór hluti fólks sjá mjög neikvæða hluti út úr myndinni sem sýnir landsliðsmennina sem reiða víkinga á leið í orrustu. Þá hafa nokkrir birt myndir af áróðri nasista sem nota mjög svipað myndmál um aríska víkinga. Ekki hjálpar að í bakgrunni virðist vera mynd af Moskvu í logum, nokkuð sem stóð til að raungera á sínum tíma. Líklega átti þetta þó frekar að vera íslenskt eldfjall og vísun til HM í Rússlandi. Aðrir setja spurningamerki við að KSÍ skuli vera að deila myndinni. Einn notandi segir það líta út eins og myndin hafi verið hönnuð af svörnum andstæðingi íslenska landsliðsins. „Ákveðið menningarlegt ólæsi í þessari vinnu,“ bætir annar við. Enn aðrir vilja meina að nasistar eigi ekki að komast upp með að eigna sér rúnir og norrænt myndmál. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem blandar sér í umræðuna og segir að SS eigi ekki rúnaletrið frekar en annað fornnorrænt menningargóss sem þeir nýttu sér. Þeir sem taka myndinni verst eiga það margir sameiginlegt að hafa verið í Þýskalandi eða eiga tengsl við Þjóðverja. Þar í landi gæti mörgum þótt myndin í það minnsta óæskileg ef ekki beinlínis ögrandi. Deilurnar um táknræna þýðingu klæðnaðs frá þýska merkinu Thor Steinar eru til marks um hversu flókið samspil myndmáls og hugrenningartengsla getur orðið.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira