Mynd af íslenska landsliðinu sögð minna á áróður nasista Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 3. júní 2018 17:13 Sitt sýnist hverjum um myndmálið. Twitter Nokkrar deilur hafa vaknað á samfélagsmiðlum um teiknaða mynd af íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu sem sumum þykir minna á áróður nasista. Er það sérstaklega notkun á rún fyrir stafinn S, sem margir tengja við stormsveitir nasista, sem fyrir brjóstið á fólki. Myndin gengur manna á milli en svo virðist sem hún tengist Twitter síðu Knattspyrnusambands Íslands. Þar má finna myndband sem nýtir sama myndefni.We are ready for Russia.What about you?#fyririsland pic.twitter.com/jexJTGxp4u— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 1, 2018 Áróðursplakat sem nasistar prentuðu fyrir hernám Danmerkur í seinni heimsstyrjöldÞriðja ríkiðÍ umræðum á samfélagsmiðlum virðist stór hluti fólks sjá mjög neikvæða hluti út úr myndinni sem sýnir landsliðsmennina sem reiða víkinga á leið í orrustu. Þá hafa nokkrir birt myndir af áróðri nasista sem nota mjög svipað myndmál um aríska víkinga. Ekki hjálpar að í bakgrunni virðist vera mynd af Moskvu í logum, nokkuð sem stóð til að raungera á sínum tíma. Líklega átti þetta þó frekar að vera íslenskt eldfjall og vísun til HM í Rússlandi. Aðrir setja spurningamerki við að KSÍ skuli vera að deila myndinni. Einn notandi segir það líta út eins og myndin hafi verið hönnuð af svörnum andstæðingi íslenska landsliðsins. „Ákveðið menningarlegt ólæsi í þessari vinnu,“ bætir annar við. Enn aðrir vilja meina að nasistar eigi ekki að komast upp með að eigna sér rúnir og norrænt myndmál. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem blandar sér í umræðuna og segir að SS eigi ekki rúnaletrið frekar en annað fornnorrænt menningargóss sem þeir nýttu sér. Þeir sem taka myndinni verst eiga það margir sameiginlegt að hafa verið í Þýskalandi eða eiga tengsl við Þjóðverja. Þar í landi gæti mörgum þótt myndin í það minnsta óæskileg ef ekki beinlínis ögrandi. Deilurnar um táknræna þýðingu klæðnaðs frá þýska merkinu Thor Steinar eru til marks um hversu flókið samspil myndmáls og hugrenningartengsla getur orðið. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Nokkrar deilur hafa vaknað á samfélagsmiðlum um teiknaða mynd af íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu sem sumum þykir minna á áróður nasista. Er það sérstaklega notkun á rún fyrir stafinn S, sem margir tengja við stormsveitir nasista, sem fyrir brjóstið á fólki. Myndin gengur manna á milli en svo virðist sem hún tengist Twitter síðu Knattspyrnusambands Íslands. Þar má finna myndband sem nýtir sama myndefni.We are ready for Russia.What about you?#fyririsland pic.twitter.com/jexJTGxp4u— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 1, 2018 Áróðursplakat sem nasistar prentuðu fyrir hernám Danmerkur í seinni heimsstyrjöldÞriðja ríkiðÍ umræðum á samfélagsmiðlum virðist stór hluti fólks sjá mjög neikvæða hluti út úr myndinni sem sýnir landsliðsmennina sem reiða víkinga á leið í orrustu. Þá hafa nokkrir birt myndir af áróðri nasista sem nota mjög svipað myndmál um aríska víkinga. Ekki hjálpar að í bakgrunni virðist vera mynd af Moskvu í logum, nokkuð sem stóð til að raungera á sínum tíma. Líklega átti þetta þó frekar að vera íslenskt eldfjall og vísun til HM í Rússlandi. Aðrir setja spurningamerki við að KSÍ skuli vera að deila myndinni. Einn notandi segir það líta út eins og myndin hafi verið hönnuð af svörnum andstæðingi íslenska landsliðsins. „Ákveðið menningarlegt ólæsi í þessari vinnu,“ bætir annar við. Enn aðrir vilja meina að nasistar eigi ekki að komast upp með að eigna sér rúnir og norrænt myndmál. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem blandar sér í umræðuna og segir að SS eigi ekki rúnaletrið frekar en annað fornnorrænt menningargóss sem þeir nýttu sér. Þeir sem taka myndinni verst eiga það margir sameiginlegt að hafa verið í Þýskalandi eða eiga tengsl við Þjóðverja. Þar í landi gæti mörgum þótt myndin í það minnsta óæskileg ef ekki beinlínis ögrandi. Deilurnar um táknræna þýðingu klæðnaðs frá þýska merkinu Thor Steinar eru til marks um hversu flókið samspil myndmáls og hugrenningartengsla getur orðið.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent