Fótbolti

„Engar viðræður við Zidane á þessu ári“

Dagur Lárusson skrifar
Zidane verður ekki stjóri Frakklands á næstunni.
Zidane verður ekki stjóri Frakklands á næstunni.
Forseti franska knattspyrnusambandsins, Noel Le Graet, hefur þaggað niður þær sögusagnir að Zinedine Zidane muni taka við af Didier Deschamps sem þjálfari Frakklands eftir að sá fyrrnefndi lét að störfum hjá Real Madrid.

Zidane kom öllum á óvart í síðustu viku þegar hann tilkynnti það að hann væri á förum frá Real Madrid. Síðan þá hafa hinir ýmsu miðlar bendlað hann við þjálfarastöðu Frakklands.

„Við munum fara á HM með Deshamps sem þjálfara. Hann skrifaði undir samning til a.m.k. ársins 2020, og sem betur fer, getið þið ímyndað ykkur ef hann hefði ekki gert það? Það er betra að vera með svona lagað á hreinu, það eru engin vandamál til staðar.“

„Það munu engar viðræður eiga sér stað við Zidane á þessu ári. Ef ég hitti hann á förnum vegi þá mun ég spjalla við hann, en Deschamps mun vera hér til ársins 2020 og eflaust lengur.“


 


Tengdar fréttir

Zidane hættur með Real

Zinedine Zidane er hættur sem stjóri Real Madrid en þetta var tilkynnt á fréttamannafundi rétt í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×