Sjálfstæðismenn funda áfram á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. júní 2018 19:15 Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. Ágreiningur Sjálfstæðismanna um myndun meirihluta í Kópavogi er sagður snúast um afstöðu þeirra Margrétar Friðriksdóttur, Karenar Elísabetar Halldórsdóttur og Guðmundar Gísla Geirdal, sem vilji ekki starfa áfram með Theódóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. Theódóra telur afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja snúast um sína persónu, frekar en pólitískan ágreining. Í ljósi stöðunnar sé því ólíklegt að meirihlutasamstarfið haldi áfram. „Ég held að það sé nokkuð ljóst. Við erum auðvitað ekki að fara að þvinga í gegn einhverja óánægju sjálfstæðismanna í þessu samstarfi áfram. Ég er alla veganna ekkert mjög bjartsýn á það,“ segir Theódóra. Aðeins einn annar kostur virðist vera í stöðunni úr því sem orðið er að sögn Theódóru. „Ég held það sé þá frekar vænlegra að þau fari í samstarf með Framsóknarflokknum ef það gengur betur, milli persóna þarna inni.“ Yrði það þá eins manns meirihluti en aðspurð segir Theódóra að líklega slíkur meirihluti yrði veikur. „Miðað við svona það sem ég hef heyrt manna á milli og í fjölmiðlum varðandi deilurnar innan Sjálfstæðisflokksins þá held ég það já,“ segir Theódóra. Erfiðlega hefur gengið að ná í bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í dag. Í skriflegu svari til fréttastofu rétt fyrir kvöldfréttir segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri að sjálfstæðismenn hafi fundað vegna málsins í dag og þeir muni halda áfram að funda á morgun. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00 Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. Ágreiningur Sjálfstæðismanna um myndun meirihluta í Kópavogi er sagður snúast um afstöðu þeirra Margrétar Friðriksdóttur, Karenar Elísabetar Halldórsdóttur og Guðmundar Gísla Geirdal, sem vilji ekki starfa áfram með Theódóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. Theódóra telur afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja snúast um sína persónu, frekar en pólitískan ágreining. Í ljósi stöðunnar sé því ólíklegt að meirihlutasamstarfið haldi áfram. „Ég held að það sé nokkuð ljóst. Við erum auðvitað ekki að fara að þvinga í gegn einhverja óánægju sjálfstæðismanna í þessu samstarfi áfram. Ég er alla veganna ekkert mjög bjartsýn á það,“ segir Theódóra. Aðeins einn annar kostur virðist vera í stöðunni úr því sem orðið er að sögn Theódóru. „Ég held það sé þá frekar vænlegra að þau fari í samstarf með Framsóknarflokknum ef það gengur betur, milli persóna þarna inni.“ Yrði það þá eins manns meirihluti en aðspurð segir Theódóra að líklega slíkur meirihluti yrði veikur. „Miðað við svona það sem ég hef heyrt manna á milli og í fjölmiðlum varðandi deilurnar innan Sjálfstæðisflokksins þá held ég það já,“ segir Theódóra. Erfiðlega hefur gengið að ná í bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í dag. Í skriflegu svari til fréttastofu rétt fyrir kvöldfréttir segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri að sjálfstæðismenn hafi fundað vegna málsins í dag og þeir muni halda áfram að funda á morgun.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00 Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00
Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00
Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13