Hugmyndir um Hvassahraun tefji ekki fyrir uppbyggingu Keflavíkurflugvallar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. júní 2018 20:30 Samgönguráðherra segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki mega tefja fyrir uppbyggingu flugvallarins í Keflavík. Búist er við að tengifarþegum fjölgi verulega í Keflavík á þessu ári. Isavia kynnti í síðustu viku uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar sem ætlar er að meta uppbyggingarþörf til skemmri tíma, byggt á nýjustu farþega- og flughreyfingaspám.Uppbyggingaráætlun tekur mið af 25 ára þróunaráætlun en er aðlöguð að þörfum á næstu 7-10 árum. Kosnaður við uppbygginguna er metin á bilinu 120-150 milljarðar. Þrátt fyrir þessa áætlun hafa hugmyndir um nýjan millilandaflugvöll í Hvassahrauni ekki verið slegnar út af borðinu.Þurfa stjórnvöld ekki að fara að koma með niðurstöðu hvar þau ætla að vera með framtíðarflugvöll á Íslandi?„Það er alveg augljóst að það sem við höfum verið að taka til skoðunar núna á síðustu misserum um framtíð Reyljavíkurflugvallar, innanlandsflugsins og þær hugmyndir sem hafa komið upp með Hvassahraun að þær þarfa að leiða til lykta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stórar ef-spurningarEkki megi tefja fyrir uppbyggingu í Keflavík þar sem þörfin fyrir innviðauppbyggingu sé mikil þrátt fyrir spá um að verulega dragi úr fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands í ár. Tengifarþegum muni þó fjölga umtalsvert og mun farþegafjöldin í ár ná þeirri tölu sem spáð var fyrir árið 2030. Sigurður Ingi segir að ef það muni taka langan tíma verði hugsanlega tekin önnur ákvörðun um framtíðar alþjóðaflugvöll á Íslandi.„Þetta eru allt saman mjög stórar „Ef-spurningar. Þetta er risastór ákvörðun ef hún yrði tekin og við erum engan vegin komin þangað. Það er verið að bera saman kosti og það mun taka einhvern tíma,“ segir Sigurður Ingi um mögulega uppbyggingu í Hvassahrauni.Samgönguráðherra hefur ekki áhyggjur af offjárfestingu í Keflavík á næstu áru ef stjórnvöld tækju ákvörðun um að byggja nýjan flugvöll.„Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þetta mál var sýnt fram á að það væri umtalsverður þjóðhagslegur ávinningur ef sá kostur yrði valinn en ég endurtek að þetta er mjög stórt ef og það hefur engin niðurstaða komið í þetta mál þannig að það bíður ekki neinnar ákvörðunar. Málið er einfaldlega til skoðunar og í vinnslu.“ Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30 Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Eldra fólk er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram. Niðurstaðan kemur Herði Guðmundssyni, stofnanda Ernis ekki á óvart. 5. mars 2018 08:00 Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Sjá meira
Samgönguráðherra segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki mega tefja fyrir uppbyggingu flugvallarins í Keflavík. Búist er við að tengifarþegum fjölgi verulega í Keflavík á þessu ári. Isavia kynnti í síðustu viku uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar sem ætlar er að meta uppbyggingarþörf til skemmri tíma, byggt á nýjustu farþega- og flughreyfingaspám.Uppbyggingaráætlun tekur mið af 25 ára þróunaráætlun en er aðlöguð að þörfum á næstu 7-10 árum. Kosnaður við uppbygginguna er metin á bilinu 120-150 milljarðar. Þrátt fyrir þessa áætlun hafa hugmyndir um nýjan millilandaflugvöll í Hvassahrauni ekki verið slegnar út af borðinu.Þurfa stjórnvöld ekki að fara að koma með niðurstöðu hvar þau ætla að vera með framtíðarflugvöll á Íslandi?„Það er alveg augljóst að það sem við höfum verið að taka til skoðunar núna á síðustu misserum um framtíð Reyljavíkurflugvallar, innanlandsflugsins og þær hugmyndir sem hafa komið upp með Hvassahraun að þær þarfa að leiða til lykta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stórar ef-spurningarEkki megi tefja fyrir uppbyggingu í Keflavík þar sem þörfin fyrir innviðauppbyggingu sé mikil þrátt fyrir spá um að verulega dragi úr fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands í ár. Tengifarþegum muni þó fjölga umtalsvert og mun farþegafjöldin í ár ná þeirri tölu sem spáð var fyrir árið 2030. Sigurður Ingi segir að ef það muni taka langan tíma verði hugsanlega tekin önnur ákvörðun um framtíðar alþjóðaflugvöll á Íslandi.„Þetta eru allt saman mjög stórar „Ef-spurningar. Þetta er risastór ákvörðun ef hún yrði tekin og við erum engan vegin komin þangað. Það er verið að bera saman kosti og það mun taka einhvern tíma,“ segir Sigurður Ingi um mögulega uppbyggingu í Hvassahrauni.Samgönguráðherra hefur ekki áhyggjur af offjárfestingu í Keflavík á næstu áru ef stjórnvöld tækju ákvörðun um að byggja nýjan flugvöll.„Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þetta mál var sýnt fram á að það væri umtalsverður þjóðhagslegur ávinningur ef sá kostur yrði valinn en ég endurtek að þetta er mjög stórt ef og það hefur engin niðurstaða komið í þetta mál þannig að það bíður ekki neinnar ákvörðunar. Málið er einfaldlega til skoðunar og í vinnslu.“
Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30 Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Eldra fólk er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram. Niðurstaðan kemur Herði Guðmundssyni, stofnanda Ernis ekki á óvart. 5. mars 2018 08:00 Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Sjá meira
Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30
Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Eldra fólk er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram. Niðurstaðan kemur Herði Guðmundssyni, stofnanda Ernis ekki á óvart. 5. mars 2018 08:00
Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15