Rauði krossinn býst við 200 tonna aukningu í ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. júní 2018 06:00 Hluti af fatnaðinum sem safnast er seldur í verslunum Rauða krossins. Til dæms þeirri sem er við Hlemm. vísir/eyþór Móttökustöð fatasöfnunar Rauða krossins bárust í fyrra yfir 3.200 tonn af fatnaði og flutt voru út tæplega 3.100 tonn. Örn Ragnarsson, sviðsstjóri fatasöfnunar, segist gera ráð fyrir því að það safnist um 200 tonnum meira í ár. Örn segir magnið hafa aukist frá ári til árs. „Það var svolítill samdráttur í hruninu og frá 2010 hefur verið stöðugur vöxtur. Það er misjafn vöxtur en eitt árið var aukningin 500 tonn á milli ára. Allt sem Rauði krossinn flytur út er selt til áframhaldandi söfnunar fyrir utan það að þrír gámar á ári eru seldir til hjálparstarfa. Það er þá sérvalið og sérpakkað.“ Undanfarin ár hefur verið sent til Hvíta Rússlands en áður var sent til Afríku. Í dag hefst átak hjá Rauða krossinnum sem kallað er „fatasöfnun að vorlagi“. Fatasöfnunarpokum verður dreift inn á öll heimili í landinu og er fólk hvatt til að taka til í fataskápum/geymslum og skila pokunum í Rauða kross gámana.Allur vefnaður í verðmæti Þetta er níunda árið sem átakið fer fram og í þetta skiptið verður sjónum beint sérstaklega að mikilvægi endurvinnslu og umhverfisvernd þessa verkefnis. Rauði krossinn segir að samkvæmt upplýsingum frá Sorpu fari enn mikið magn af textíl og öðrum vefnaði í „svörtu“ heimilistunnurnar og þar með lang líklegast að enda í urðun. Rauði krossinn leggur áherslu á að allur vefnaður og textíll er æskilegur í Rauða kross gámana (líka götóttu sokkarnir). Hægt sé að breyta öllum vefnaði í verðmæti og þar með í hjálparstarf og stuðla að umhverfisvernd í leiðinni. Fjöldi sjálfboðaliða vinnur hjá fatasöfnuninni við að selja föt í fatabúðunum hér heima og flokka í flokkunarstöðvunum. „Við gætum ekki rekið þetta verkefni án sjálfboðaliða. Það get ég alveg sagt þér. Þeir sem vinna í verslununum eru fyrst og fremst eldri konur sem eru ekki á vinnumarkaði, einhverra hluta vegna. Á flokkunarstöðinni eru svo hælisleitendur. Þeir eru ekki margir reyndar, en koma öðru hverju. Síðan erum við með samning við Fangelsismálastofnun um að taka á móti samfélagsþjónum. Þeir skila miklu verki hjá okkur. Svo eru sjálfboðaliðar sem koma af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Örn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Móttökustöð fatasöfnunar Rauða krossins bárust í fyrra yfir 3.200 tonn af fatnaði og flutt voru út tæplega 3.100 tonn. Örn Ragnarsson, sviðsstjóri fatasöfnunar, segist gera ráð fyrir því að það safnist um 200 tonnum meira í ár. Örn segir magnið hafa aukist frá ári til árs. „Það var svolítill samdráttur í hruninu og frá 2010 hefur verið stöðugur vöxtur. Það er misjafn vöxtur en eitt árið var aukningin 500 tonn á milli ára. Allt sem Rauði krossinn flytur út er selt til áframhaldandi söfnunar fyrir utan það að þrír gámar á ári eru seldir til hjálparstarfa. Það er þá sérvalið og sérpakkað.“ Undanfarin ár hefur verið sent til Hvíta Rússlands en áður var sent til Afríku. Í dag hefst átak hjá Rauða krossinnum sem kallað er „fatasöfnun að vorlagi“. Fatasöfnunarpokum verður dreift inn á öll heimili í landinu og er fólk hvatt til að taka til í fataskápum/geymslum og skila pokunum í Rauða kross gámana.Allur vefnaður í verðmæti Þetta er níunda árið sem átakið fer fram og í þetta skiptið verður sjónum beint sérstaklega að mikilvægi endurvinnslu og umhverfisvernd þessa verkefnis. Rauði krossinn segir að samkvæmt upplýsingum frá Sorpu fari enn mikið magn af textíl og öðrum vefnaði í „svörtu“ heimilistunnurnar og þar með lang líklegast að enda í urðun. Rauði krossinn leggur áherslu á að allur vefnaður og textíll er æskilegur í Rauða kross gámana (líka götóttu sokkarnir). Hægt sé að breyta öllum vefnaði í verðmæti og þar með í hjálparstarf og stuðla að umhverfisvernd í leiðinni. Fjöldi sjálfboðaliða vinnur hjá fatasöfnuninni við að selja föt í fatabúðunum hér heima og flokka í flokkunarstöðvunum. „Við gætum ekki rekið þetta verkefni án sjálfboðaliða. Það get ég alveg sagt þér. Þeir sem vinna í verslununum eru fyrst og fremst eldri konur sem eru ekki á vinnumarkaði, einhverra hluta vegna. Á flokkunarstöðinni eru svo hælisleitendur. Þeir eru ekki margir reyndar, en koma öðru hverju. Síðan erum við með samning við Fangelsismálastofnun um að taka á móti samfélagsþjónum. Þeir skila miklu verki hjá okkur. Svo eru sjálfboðaliðar sem koma af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Örn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira