Breytingar á fyrirspurnum þingmanna ekki til umræðu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júní 2018 07:00 Steingrímur J. Sigfússon við setningu Alþingis í desember síðastliðnum. Vísir/anton Ekki hefur komið til umræðu að takmarka með nokkrum hætti rétt þingmanna til að beina fyrirspurnum til ráðherra. Fjöldi fyrirspurna hefur hins vegar verið ræddur á vettvangi forsætisnefndar og á fundum forseta þingsins með þingflokksformönnum. Fyrirspurnagleði ýmissa þingmanna hefur verið til umræðu á yfirstandandi þingi og þykir mörgum nóg komið. Frá því að þing kom saman í desember hafa 502 fyrirspurnir verið lagðar fram en þar af eru tæplega þrjár af hverjum fjórum skriflegar. Fjórðungur eru munnlegar fyrirspurnir en inni í þeirri tölu eru óundirbúnar fyrirspurnir. „Þessi réttur þingmanna til svars er mjög vel varinn bæði samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Það er ekki á dagskrá né hefur það borið á góma að takmarka hann á nokkurn hátt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Aftur á móti hafa breytingar í skiptingu munnlegra og skriflegra fyrirspurna verið til umræðu. Á undanförnum tveimur þingum hefur hlutfall þeirra fyrrnefndu farið lækkandi. Áður var hátt í helmingur fyrirspurna borinn fram munnlega en undanfarið hafa þær verið um fjórðungur. Þá hefur einnig verið rætt hvort hluti fyrirspurnanna ætti betur heima á borði upplýsingaskrifstofu ráðherra. Sem stendur eru slíkar fyrirspurnir ekki gerðar opinberar en rætt hefur verið hvort rétt væri að breyta því. „Það hefur heldur verið vaxandi bragur á því að ráðuneytin biðji um frest þar sem ekki hefur náðst að svara innan tilskilins tíma. Auðvitað viljum við heldur að ráðuneytin biðji um frest heldur en að svar fáist ekki. Ef það væri svo að stíflur myndu myndast í ráðuneytunum vegna fjölda fyrirspurna væri rétt að setjast yfir málin en það hefur ekki komið til þess,“ segir Steingrímur. Í sumum tilfellum eru fyrirspurnir viðamiklar og í raun svo að þær jaðra við að vera beiðni um skýrslu. Komið hefur verið inn á það hvort rétt sé að skerpa á skilunum milli skriflegra fyrirspurna og skýrslubeiðna. Stundum hafa ráðuneytin látið vinnustundir við svarið fylgja til þingsins en hingað til hafa slíkar upplýsingar ekki fylgt svarinu inn á vefinn. Síðasta stóra breyting á þingsköpum var gerð árið 2012. Hún miðaði að því að styrkja eftirlitshlutverk þingsins. Eftir það var þverpólitískri þingskapanefnd komið á fót en slík hefur ekki verið starfandi undanfarið meðal annars vegna tíðra kosninga. „Ég hef nefnt við þingflokksformenn að setja slíka nefnd af stað á ný með haustinu. Sú nefnd myndi taka upp þráðinn þar sem frá var horfið,“ segir Steingrímur. Ósennilegt er að slík nefnd myndi hrófla við fyrirkomulagi á fyrirspurnum þingmanna til ráðherra. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Ekki hefur komið til umræðu að takmarka með nokkrum hætti rétt þingmanna til að beina fyrirspurnum til ráðherra. Fjöldi fyrirspurna hefur hins vegar verið ræddur á vettvangi forsætisnefndar og á fundum forseta þingsins með þingflokksformönnum. Fyrirspurnagleði ýmissa þingmanna hefur verið til umræðu á yfirstandandi þingi og þykir mörgum nóg komið. Frá því að þing kom saman í desember hafa 502 fyrirspurnir verið lagðar fram en þar af eru tæplega þrjár af hverjum fjórum skriflegar. Fjórðungur eru munnlegar fyrirspurnir en inni í þeirri tölu eru óundirbúnar fyrirspurnir. „Þessi réttur þingmanna til svars er mjög vel varinn bæði samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Það er ekki á dagskrá né hefur það borið á góma að takmarka hann á nokkurn hátt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Aftur á móti hafa breytingar í skiptingu munnlegra og skriflegra fyrirspurna verið til umræðu. Á undanförnum tveimur þingum hefur hlutfall þeirra fyrrnefndu farið lækkandi. Áður var hátt í helmingur fyrirspurna borinn fram munnlega en undanfarið hafa þær verið um fjórðungur. Þá hefur einnig verið rætt hvort hluti fyrirspurnanna ætti betur heima á borði upplýsingaskrifstofu ráðherra. Sem stendur eru slíkar fyrirspurnir ekki gerðar opinberar en rætt hefur verið hvort rétt væri að breyta því. „Það hefur heldur verið vaxandi bragur á því að ráðuneytin biðji um frest þar sem ekki hefur náðst að svara innan tilskilins tíma. Auðvitað viljum við heldur að ráðuneytin biðji um frest heldur en að svar fáist ekki. Ef það væri svo að stíflur myndu myndast í ráðuneytunum vegna fjölda fyrirspurna væri rétt að setjast yfir málin en það hefur ekki komið til þess,“ segir Steingrímur. Í sumum tilfellum eru fyrirspurnir viðamiklar og í raun svo að þær jaðra við að vera beiðni um skýrslu. Komið hefur verið inn á það hvort rétt sé að skerpa á skilunum milli skriflegra fyrirspurna og skýrslubeiðna. Stundum hafa ráðuneytin látið vinnustundir við svarið fylgja til þingsins en hingað til hafa slíkar upplýsingar ekki fylgt svarinu inn á vefinn. Síðasta stóra breyting á þingsköpum var gerð árið 2012. Hún miðaði að því að styrkja eftirlitshlutverk þingsins. Eftir það var þverpólitískri þingskapanefnd komið á fót en slík hefur ekki verið starfandi undanfarið meðal annars vegna tíðra kosninga. „Ég hef nefnt við þingflokksformenn að setja slíka nefnd af stað á ný með haustinu. Sú nefnd myndi taka upp þráðinn þar sem frá var horfið,“ segir Steingrímur. Ósennilegt er að slík nefnd myndi hrófla við fyrirkomulagi á fyrirspurnum þingmanna til ráðherra.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04