Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi til sölu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2018 13:15 Vindmyllan í Vigri er rúmlega 150 ára gömul. Davíð Ólafsson Miklir tekjumöguleikar eru sagðir í boði fyrir hvern þann sem festir kaup á eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi. Eigendur Vigurs til tæps aldarfjórðungs hafa sett eyjuna á sölu en á bilinu tíu til ellefu þúsund ferðamenn sækja hana heim á hverju ári. Vigur var auglýstur til sölu í morgun og segir Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, að fyrirspurnir hafi þegar borist. Eyjan hefur verið í eigu bændanna Salvars Baldurssonar og Hugrúnar Magnúsdóttur frá árinu 1994. Þau ætla að selja eyjuna í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum. Eyjan er um 45 hektarar með um tíu hekturum ræktaðs lands. Húsakosturinn er um 700 fermetrar, þar á meðal rúmlega 200 fermetra íbúðarhús og veitingasalur sem rýmir áttatíu gesti.Húsakosturinn í Vigri. Viktoríuhúsið er hluti af gulu byggingunni á miðri myndinni, lengst til vinstri.Davíð ÓlafssonVigur er sögufræg eyja og eru tvö hús þar í eigu Þjóðminjasafnsins. Annars vegar er þar eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri sem talið er að hafi verið reist um 1860. Hins vegar er svonefnt Viktoríuhús, timburhús sem reist var um svipað leyti, að því er kemur fram á vef Þjóðminjasafnsins. Hluti af Vigur er friðland en þar er líflegt fuglalíf og æðarvarp. Þrátt fyrir það og friðuð húsin segir Davíð að engar kvaðir verði á kaupanda eyjunnar. „Það má byggja þarna og það má bæta húsakost,“ segir hann. Brunabótamat á húsakostinum í Vigur en Davíð vill ekki ljóstra upp um mögulegt kaupverð á eyjunni. Óskað sé eftir tilboðum. „Eyjan er mikils virði og gefur mikla tekjumöguleika,“ segir hann.Áttæringurinn Vigur-Breiður er talinn hátt í tvö hundruð ára gamall. Hann var notaður til fjárflutningaDavíð Ólafsson Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Miklir tekjumöguleikar eru sagðir í boði fyrir hvern þann sem festir kaup á eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi. Eigendur Vigurs til tæps aldarfjórðungs hafa sett eyjuna á sölu en á bilinu tíu til ellefu þúsund ferðamenn sækja hana heim á hverju ári. Vigur var auglýstur til sölu í morgun og segir Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, að fyrirspurnir hafi þegar borist. Eyjan hefur verið í eigu bændanna Salvars Baldurssonar og Hugrúnar Magnúsdóttur frá árinu 1994. Þau ætla að selja eyjuna í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum. Eyjan er um 45 hektarar með um tíu hekturum ræktaðs lands. Húsakosturinn er um 700 fermetrar, þar á meðal rúmlega 200 fermetra íbúðarhús og veitingasalur sem rýmir áttatíu gesti.Húsakosturinn í Vigri. Viktoríuhúsið er hluti af gulu byggingunni á miðri myndinni, lengst til vinstri.Davíð ÓlafssonVigur er sögufræg eyja og eru tvö hús þar í eigu Þjóðminjasafnsins. Annars vegar er þar eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri sem talið er að hafi verið reist um 1860. Hins vegar er svonefnt Viktoríuhús, timburhús sem reist var um svipað leyti, að því er kemur fram á vef Þjóðminjasafnsins. Hluti af Vigur er friðland en þar er líflegt fuglalíf og æðarvarp. Þrátt fyrir það og friðuð húsin segir Davíð að engar kvaðir verði á kaupanda eyjunnar. „Það má byggja þarna og það má bæta húsakost,“ segir hann. Brunabótamat á húsakostinum í Vigur en Davíð vill ekki ljóstra upp um mögulegt kaupverð á eyjunni. Óskað sé eftir tilboðum. „Eyjan er mikils virði og gefur mikla tekjumöguleika,“ segir hann.Áttæringurinn Vigur-Breiður er talinn hátt í tvö hundruð ára gamall. Hann var notaður til fjárflutningaDavíð Ólafsson
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira