Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. júní 2018 20:30 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi. Í Fréttablaðinu í dag kveðst hjartveikur maður hafa gleymst á hjartagátt Landspítalans í síðustu viku. Eftir ómskoðun beið hann afskiptur í fleiri klukkutíma en að lokum fór hann heim og skildi eftir símanúmerið sitt. Um kvöldið var hringt í hann og hann boðaður í tafarlausa hjartaþræðingu enda ein slagæðin níutíu prósent lokuð. Aðspurður segir Páll að sjúklingurinn hafi að öllum líkindum ekki gleymst: „Nei, það tel ég nú ekki vera en í sjálfu sér er ekki rétt að ég tjái mig um málefni einstakra sjúklinga. Þetta mál er til skoðunar hjá okkur og landlækni en mér skilst að enginn skaði hafi orðið.” Páll segir líklegra að sjúklingurinn hafi lent í allt of langri bið vegna manneklu. „Við erum í vanda með mönnun, sérstaklega yfir sumarmánuðina og þegar álagið, sem er vissulega sveiflukennt í bráðastarfsemi, verður mjög mikið þá getur orðið handagangur í öskjunni.” Hjartagáttin er á Landspítala við Hringbraut en þar sem ekki hefur tekist að fá hjúkrunarfræðinga til starfa í sumar verður deildinni lokað í júlí. Bráðaþjónustan mun flytjast yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi, þar sem mikill þungi er í starfsemi nú þegar. Hluti af þjónustunni, sem ekki er í forgangi, mun frestast fram yfir sumarfrí starfsmanna. „Við erum að reyna að nýta á sem allra besta hátt það sérhæfa starfsfólk sem við höfum, sem er að leggja sig virkilega fram og jafnvel sumt hvert að fresta sumarfríum til þess að við getum veitt þá þjónustu sem við viljum veita fyrir landsmenn.” Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst Hjartveikur maður hefur kvartað til Landlæknis eftir að hafa gleymst á gangi hjartagáttar Landspítalans í síðustu viku. Sat afskiptur með hjartaverk í fimm tíma. Tveimur dögum eftir að hann leitaði fyrst á deildina fór hann í þræðingu. Slagæð reyndist nær alveg lokuð. 4. júní 2018 06:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi. Í Fréttablaðinu í dag kveðst hjartveikur maður hafa gleymst á hjartagátt Landspítalans í síðustu viku. Eftir ómskoðun beið hann afskiptur í fleiri klukkutíma en að lokum fór hann heim og skildi eftir símanúmerið sitt. Um kvöldið var hringt í hann og hann boðaður í tafarlausa hjartaþræðingu enda ein slagæðin níutíu prósent lokuð. Aðspurður segir Páll að sjúklingurinn hafi að öllum líkindum ekki gleymst: „Nei, það tel ég nú ekki vera en í sjálfu sér er ekki rétt að ég tjái mig um málefni einstakra sjúklinga. Þetta mál er til skoðunar hjá okkur og landlækni en mér skilst að enginn skaði hafi orðið.” Páll segir líklegra að sjúklingurinn hafi lent í allt of langri bið vegna manneklu. „Við erum í vanda með mönnun, sérstaklega yfir sumarmánuðina og þegar álagið, sem er vissulega sveiflukennt í bráðastarfsemi, verður mjög mikið þá getur orðið handagangur í öskjunni.” Hjartagáttin er á Landspítala við Hringbraut en þar sem ekki hefur tekist að fá hjúkrunarfræðinga til starfa í sumar verður deildinni lokað í júlí. Bráðaþjónustan mun flytjast yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi, þar sem mikill þungi er í starfsemi nú þegar. Hluti af þjónustunni, sem ekki er í forgangi, mun frestast fram yfir sumarfrí starfsmanna. „Við erum að reyna að nýta á sem allra besta hátt það sérhæfa starfsfólk sem við höfum, sem er að leggja sig virkilega fram og jafnvel sumt hvert að fresta sumarfríum til þess að við getum veitt þá þjónustu sem við viljum veita fyrir landsmenn.”
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst Hjartveikur maður hefur kvartað til Landlæknis eftir að hafa gleymst á gangi hjartagáttar Landspítalans í síðustu viku. Sat afskiptur með hjartaverk í fimm tíma. Tveimur dögum eftir að hann leitaði fyrst á deildina fór hann í þræðingu. Slagæð reyndist nær alveg lokuð. 4. júní 2018 06:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst Hjartveikur maður hefur kvartað til Landlæknis eftir að hafa gleymst á gangi hjartagáttar Landspítalans í síðustu viku. Sat afskiptur með hjartaverk í fimm tíma. Tveimur dögum eftir að hann leitaði fyrst á deildina fór hann í þræðingu. Slagæð reyndist nær alveg lokuð. 4. júní 2018 06:00