Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 5. júní 2018 08:00 Þegar Fréttablaðið bar að garði voru dyr Iðnó læstar. Hluti af barnum virðist hafa verið færður til en hluti er enn til staðar í anddyrinu. Vísir/ERNIR Iðnó er friðlýst og allar breytingar sem gerðar eru á húsinu þarf að fá leyfi fyrir hjá Minjastofnun. Fyrir nokkrum mánuðum var bar komið fyrir í anddyri hússins án samráðs og leyfis frá Minjastofnun. Páll V. Bjarnason arkitekt hannaði endurbygginguna á Iðnó að innan fyrir 21 ári. Hann hefur einnig verið viðloðandi ráðgjöf og fleira. „Ég komst að því síðastliðið haust að búið væri að setja bar í anddyrið. Rekstraraðilar svara fyrir þetta með þeim rökum að barinn sé á hjólum og sé ekki naglfastur, innan gæsalappa. Þetta er á mjög gráu svæði þar sem þetta er friðlýst hús,“ segir Páll. „Þegar þetta kom upp á kallaði ég Pétur Ármannsson frá Minjastofnun til og fulltrúa frá borginni og við Pétur vorum sammála um að þetta gæti ekki gengið svona.“Sjá einnig: Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Páll segir að tillaga hafi verið gerð í kjölfarið að bar sem væri í hliðarherbergjum og lítið mál væri að koma fyrir þar svo ekki myndaðist flöskuháls í anddyri. „Það var svo ekkert gert í þeim tillögum og ég hef ekki skipt mér af þessu í bili, en þetta blundar í manni,“ segir Páll. „Ég er ekki sáttur og mér finnst þetta ekki passa í svona virðulegt hús.“ Pétur Ármannsson hjá Minjastofnun tekur í sama streng. Barinn hafi verið settur upp án samráðs við stofnunina. „Þetta virðist vera mubla sem hægt er að færa en okkur fannst hún hvorki vel útfærð né staðsett. Við komum hins vegar fram athugasemdum um það og lögðum til aðra valkosti,“ segir Pétur. „Við gáfum þeim rúman tíma til breytinga, en það hafa ekki verið nein útspil frá þeim enn þá.“ Pétur segist ekki telja að nokkur spjöll hafi verið unnin á húsinu en áhyggjurnar séu vissulega til staðar. „Þetta er kannski ekki varanleg breyting á húsinu en þeir vita að við erum ekki ánægð með þennan bar.“Iðnó lokað í bili Iðnó var synjað um rekstrarleyfi 18. maí síðastliðinn en bráðabirgðaleyfi rann út í janúar. Þegar Fréttablaðið spurðist fyrir taldi rekstraraðili málið vera misskilning og að staðurinn væri rekinn á bráðabirgðaleyfi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu staðfesti það hins vegar að hvorki hefði verið gefið út rekstrarleyfi né bráðabirgðaleyfi vegna starfseminnar. Starfsemi hélt hins vegar áfram og var staðurinn því rekinn án leyfis. Í kjölfar þess að Fréttablaðið hafði samband við Iðnó var dyrunum lokað og hafa viðburðir verið færðir að mestu í Tjarnarbíó. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Iðnó er friðlýst og allar breytingar sem gerðar eru á húsinu þarf að fá leyfi fyrir hjá Minjastofnun. Fyrir nokkrum mánuðum var bar komið fyrir í anddyri hússins án samráðs og leyfis frá Minjastofnun. Páll V. Bjarnason arkitekt hannaði endurbygginguna á Iðnó að innan fyrir 21 ári. Hann hefur einnig verið viðloðandi ráðgjöf og fleira. „Ég komst að því síðastliðið haust að búið væri að setja bar í anddyrið. Rekstraraðilar svara fyrir þetta með þeim rökum að barinn sé á hjólum og sé ekki naglfastur, innan gæsalappa. Þetta er á mjög gráu svæði þar sem þetta er friðlýst hús,“ segir Páll. „Þegar þetta kom upp á kallaði ég Pétur Ármannsson frá Minjastofnun til og fulltrúa frá borginni og við Pétur vorum sammála um að þetta gæti ekki gengið svona.“Sjá einnig: Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Páll segir að tillaga hafi verið gerð í kjölfarið að bar sem væri í hliðarherbergjum og lítið mál væri að koma fyrir þar svo ekki myndaðist flöskuháls í anddyri. „Það var svo ekkert gert í þeim tillögum og ég hef ekki skipt mér af þessu í bili, en þetta blundar í manni,“ segir Páll. „Ég er ekki sáttur og mér finnst þetta ekki passa í svona virðulegt hús.“ Pétur Ármannsson hjá Minjastofnun tekur í sama streng. Barinn hafi verið settur upp án samráðs við stofnunina. „Þetta virðist vera mubla sem hægt er að færa en okkur fannst hún hvorki vel útfærð né staðsett. Við komum hins vegar fram athugasemdum um það og lögðum til aðra valkosti,“ segir Pétur. „Við gáfum þeim rúman tíma til breytinga, en það hafa ekki verið nein útspil frá þeim enn þá.“ Pétur segist ekki telja að nokkur spjöll hafi verið unnin á húsinu en áhyggjurnar séu vissulega til staðar. „Þetta er kannski ekki varanleg breyting á húsinu en þeir vita að við erum ekki ánægð með þennan bar.“Iðnó lokað í bili Iðnó var synjað um rekstrarleyfi 18. maí síðastliðinn en bráðabirgðaleyfi rann út í janúar. Þegar Fréttablaðið spurðist fyrir taldi rekstraraðili málið vera misskilning og að staðurinn væri rekinn á bráðabirgðaleyfi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu staðfesti það hins vegar að hvorki hefði verið gefið út rekstrarleyfi né bráðabirgðaleyfi vegna starfseminnar. Starfsemi hélt hins vegar áfram og var staðurinn því rekinn án leyfis. Í kjölfar þess að Fréttablaðið hafði samband við Iðnó var dyrunum lokað og hafa viðburðir verið færðir að mestu í Tjarnarbíó.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36
Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent