Farþegar WOW strandaglópar á Írlandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júní 2018 06:15 Farþegar vörðu alls um 5 klukkustundum á flugvellinum í Shannon, áður en þeim var loks komið fyrir á hóteli í hálftíma fjarlægð. WOW Air Farþegar í flugi WOW Air frá Barcelona til Keflavíkur furða sig á takmarkaðri upplýsingagjöf frá flugfélaginu. Þeir eru nú strandaglópar í Shannon á Írlandi og gera ekki ráð fyrir að koma til Íslands fyrr en í kvöld, um sólarhring eftir að ferðalag þeirra hófst. Upplýsingafulltrúi WOW segir að unnið sé hörðum höndum að því að koma farþegum til síns heima. Í samtali við Vísi segir einn farþegi vélarinnar, sem ekki vill láta nafn síns getið, að vélinni hafi verið beint til Írlands eftir um tveggja klukkustunda flug. Lagt var af stað frá Barcelona klukkan 21:20 að íslenskum tíma og fyrirhugað var að lenda í Keflavík um kl. 01:40 í nótt. Flugmaður vélarinnar hafi tjáð farþegum að ástæðan fyrir útúrdúrnum væri þykk þoka í Keflavík, skyggnið væri svo lítið að ekki væri talið óhætt að lenda vélinni. Farþeginn bendir blaðamanni á að sú skýring haldi varla vatni. Önnur vél WOW Air, sem flaug frá Varsjá í Póllandi, lenti í Keflavík um klukkan 01:40 - sama tíma og fyrirhugað var að lenda vélinni frá Barcelona. Ekki er að sjá á vef Keflavíkurflugvallar að öðrum vélum hafi þurft að vísa frá Keflavík vegna þoku - aðeins fluginu frá Barcelona, sem nú hefur verið aflýst. Þegar til Shannon var komið þurftu farþegar að bíða í vélinni í um þrjár klukkustundir áður en þeim var hleypt inn í flugstöðina. Þegar farþegar bentu áhafnarmeðlimum á að aðrar vélar virtust hafa geta lent í Keflavík, þrátt fyrir meinta þoku, var þeim tjáð að viðkomuna á Írlandi mætti í raun rekja til eldsneytisskorts. Ákveðið hafi verið að lenda í Shannon til að fylla á tank vélarinnar. Þessa stundina eru starfsmenn vallarins í óðaönn við að flytja farþega á hótel í Limerick og ætlað er að þeir verði komnir inn á herbergi um klukkan 07:00. Þeir gera ekki ráð fyrir öðru en að dvelja þar næstu 10 tímana hið minnsta, enda þarf áhöfn vélarinnar að uppfylla lögbundinn hvíldartíma. Farþegar vélarinnar sem Vísir hefur rætt við eru argir vegna samskiptanna við flugfélagið, en þeir lýsa upplýsingagjöfinni sem „lélegri og misvísandi.“Aðstæður geti breyst hratt Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir í tölvupósti til Vísis að það hafi verið ákvörðun flugstjórans að lenda ekki í Keflavík. Ástæðan hafi verið þoka og undirstrikar Svanhvít að aðstæður geti breyst mjög hratt. Öryggi farþega sé ávallt í fyrirrúmi og því hafi flugstjórinn ekki viljað hætta á lendingu í Keflavík. Svanhvít segir jafnframt að WOW vinni nú „hörðum höndum að því að koma farþegum til landsins.“ Í tilkynningu WOW Air til farþega sem send var á tíunda tímanum í morgun kemur fram að reiknað sé með því að flugvélin fari í loftið klukkan 16:30 að staðartíma í dag. Beðist er velvirðingar á óþægindunum.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 09:43 eftir tilkynningu WOW Air til farþega. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira
Farþegar í flugi WOW Air frá Barcelona til Keflavíkur furða sig á takmarkaðri upplýsingagjöf frá flugfélaginu. Þeir eru nú strandaglópar í Shannon á Írlandi og gera ekki ráð fyrir að koma til Íslands fyrr en í kvöld, um sólarhring eftir að ferðalag þeirra hófst. Upplýsingafulltrúi WOW segir að unnið sé hörðum höndum að því að koma farþegum til síns heima. Í samtali við Vísi segir einn farþegi vélarinnar, sem ekki vill láta nafn síns getið, að vélinni hafi verið beint til Írlands eftir um tveggja klukkustunda flug. Lagt var af stað frá Barcelona klukkan 21:20 að íslenskum tíma og fyrirhugað var að lenda í Keflavík um kl. 01:40 í nótt. Flugmaður vélarinnar hafi tjáð farþegum að ástæðan fyrir útúrdúrnum væri þykk þoka í Keflavík, skyggnið væri svo lítið að ekki væri talið óhætt að lenda vélinni. Farþeginn bendir blaðamanni á að sú skýring haldi varla vatni. Önnur vél WOW Air, sem flaug frá Varsjá í Póllandi, lenti í Keflavík um klukkan 01:40 - sama tíma og fyrirhugað var að lenda vélinni frá Barcelona. Ekki er að sjá á vef Keflavíkurflugvallar að öðrum vélum hafi þurft að vísa frá Keflavík vegna þoku - aðeins fluginu frá Barcelona, sem nú hefur verið aflýst. Þegar til Shannon var komið þurftu farþegar að bíða í vélinni í um þrjár klukkustundir áður en þeim var hleypt inn í flugstöðina. Þegar farþegar bentu áhafnarmeðlimum á að aðrar vélar virtust hafa geta lent í Keflavík, þrátt fyrir meinta þoku, var þeim tjáð að viðkomuna á Írlandi mætti í raun rekja til eldsneytisskorts. Ákveðið hafi verið að lenda í Shannon til að fylla á tank vélarinnar. Þessa stundina eru starfsmenn vallarins í óðaönn við að flytja farþega á hótel í Limerick og ætlað er að þeir verði komnir inn á herbergi um klukkan 07:00. Þeir gera ekki ráð fyrir öðru en að dvelja þar næstu 10 tímana hið minnsta, enda þarf áhöfn vélarinnar að uppfylla lögbundinn hvíldartíma. Farþegar vélarinnar sem Vísir hefur rætt við eru argir vegna samskiptanna við flugfélagið, en þeir lýsa upplýsingagjöfinni sem „lélegri og misvísandi.“Aðstæður geti breyst hratt Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir í tölvupósti til Vísis að það hafi verið ákvörðun flugstjórans að lenda ekki í Keflavík. Ástæðan hafi verið þoka og undirstrikar Svanhvít að aðstæður geti breyst mjög hratt. Öryggi farþega sé ávallt í fyrirrúmi og því hafi flugstjórinn ekki viljað hætta á lendingu í Keflavík. Svanhvít segir jafnframt að WOW vinni nú „hörðum höndum að því að koma farþegum til landsins.“ Í tilkynningu WOW Air til farþega sem send var á tíunda tímanum í morgun kemur fram að reiknað sé með því að flugvélin fari í loftið klukkan 16:30 að staðartíma í dag. Beðist er velvirðingar á óþægindunum.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 09:43 eftir tilkynningu WOW Air til farþega.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira