Pútín segist ekki vilja sundra ESB Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júní 2018 06:48 Vladímír Pútín segist vilja sameinað og sterkt Evrópusamband. Vísir/EPA Rússlandsforsetinn Vladímír Pútín segir það ekki markmið sitt að kljúfa Evrópusambandið í herðar niður. Þvert á móti sé sambandið einn mikilvægasti bandamaður Rússlands á alþjóðvettvangi, ekki síst þegar kemur að viðskiptum. Pútín undirbýr sig nú fyrir ferð sína til Austurríkis. Þetta er fyrsta ferð forsetans til ríkis í Vestur-Evrópu í um heilt ár. Í samtali við austurríska sjónvarpsstöð segir forsteinn að hann vilji „sameinað og dafnandi“ Evrópusamband. Vandamál ESB séu í raun vandamál Rússa, utanríkisverslun ríkisins hvíli nær algjörlega á viðskiptum við aðildarríki sambandsins. „Við þurfum að styrkja samvinnunna við ESB. Það er ekki markmið okkar að sundra nokkru innan sambandsins,“ sagði Pútín ennfremur. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að reyna að hafa áhrif á kosningar í Evrópu. Hafa þeir verið sakaðir um að menga kosningaumræður ríkjanna með margvíslegum áróðri, sem oftar en ekki elur á andúð á ESB og fjölmenningu. Pútín mun funda með forseta Austurríkis, Alexander Van der Bellen, og kanslaranum Sebastian Kurz. Aðspurður um tengsl flokks síns við austurríska Frelsisflokkinn, stjórnarflokkinn sem hefur efasemdir um aðild að Evrópusambandinu, segir Pútín þau vera engin. Þó má ætla að viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum, sem komið var á laggirnar eftir innlimun Krímskagans árið 2014, verði fyrirferðamiklar í viðræðum Pútíns og ESB-efasemdarmannanna í Austurríki. Greinandi breska ríkisútvarpsins telur að Pútín muni nýta fundinn til að draga úr einangrun Rússa á alþjóðavettvangi. Forsetinn viti að ESB stendur nú í stappi við Bandaríkjastjórn, sem hefur hækkað tolla á innfluttar evrópskar vörur, og því sé þetta rétti tíminn til að rétta fram rússneska hjálparhönd. Evrópusambandið Tengdar fréttir Pútín lofar að bæta kjör almennings við upphaf fjórða kjörtímabils síns Vladímír Pútín hefur verið forseti eða forsætisráðherra Rússlands alla þessa öld. 7. maí 2018 10:19 Pútín vill lækka spennustigið Eftir að Bandaríkin og Rússland komust nálægt beinum átökum í Sýrlandi og í ljósi mikilla áhrifa viðskiptaþvingana á rússneska hagkerfið vill Vladímír Pútín, forseti Rússlands, reyna að minnka togstreitu milli Rússa og Vesturlanda. 19. apríl 2018 06:00 „Pútín hugsar eins og njósnaforingi" Nikolaj Petrov, stjórnmálafræðingur frá Moskvu, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þeir ræddu stjórnmálalandslagið í Rússlandi og Vladimir Pútín, en Pútín sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðastliðinn mánudag. 12. maí 2018 17:36 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Rússlandsforsetinn Vladímír Pútín segir það ekki markmið sitt að kljúfa Evrópusambandið í herðar niður. Þvert á móti sé sambandið einn mikilvægasti bandamaður Rússlands á alþjóðvettvangi, ekki síst þegar kemur að viðskiptum. Pútín undirbýr sig nú fyrir ferð sína til Austurríkis. Þetta er fyrsta ferð forsetans til ríkis í Vestur-Evrópu í um heilt ár. Í samtali við austurríska sjónvarpsstöð segir forsteinn að hann vilji „sameinað og dafnandi“ Evrópusamband. Vandamál ESB séu í raun vandamál Rússa, utanríkisverslun ríkisins hvíli nær algjörlega á viðskiptum við aðildarríki sambandsins. „Við þurfum að styrkja samvinnunna við ESB. Það er ekki markmið okkar að sundra nokkru innan sambandsins,“ sagði Pútín ennfremur. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að reyna að hafa áhrif á kosningar í Evrópu. Hafa þeir verið sakaðir um að menga kosningaumræður ríkjanna með margvíslegum áróðri, sem oftar en ekki elur á andúð á ESB og fjölmenningu. Pútín mun funda með forseta Austurríkis, Alexander Van der Bellen, og kanslaranum Sebastian Kurz. Aðspurður um tengsl flokks síns við austurríska Frelsisflokkinn, stjórnarflokkinn sem hefur efasemdir um aðild að Evrópusambandinu, segir Pútín þau vera engin. Þó má ætla að viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum, sem komið var á laggirnar eftir innlimun Krímskagans árið 2014, verði fyrirferðamiklar í viðræðum Pútíns og ESB-efasemdarmannanna í Austurríki. Greinandi breska ríkisútvarpsins telur að Pútín muni nýta fundinn til að draga úr einangrun Rússa á alþjóðavettvangi. Forsetinn viti að ESB stendur nú í stappi við Bandaríkjastjórn, sem hefur hækkað tolla á innfluttar evrópskar vörur, og því sé þetta rétti tíminn til að rétta fram rússneska hjálparhönd.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Pútín lofar að bæta kjör almennings við upphaf fjórða kjörtímabils síns Vladímír Pútín hefur verið forseti eða forsætisráðherra Rússlands alla þessa öld. 7. maí 2018 10:19 Pútín vill lækka spennustigið Eftir að Bandaríkin og Rússland komust nálægt beinum átökum í Sýrlandi og í ljósi mikilla áhrifa viðskiptaþvingana á rússneska hagkerfið vill Vladímír Pútín, forseti Rússlands, reyna að minnka togstreitu milli Rússa og Vesturlanda. 19. apríl 2018 06:00 „Pútín hugsar eins og njósnaforingi" Nikolaj Petrov, stjórnmálafræðingur frá Moskvu, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þeir ræddu stjórnmálalandslagið í Rússlandi og Vladimir Pútín, en Pútín sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðastliðinn mánudag. 12. maí 2018 17:36 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Pútín lofar að bæta kjör almennings við upphaf fjórða kjörtímabils síns Vladímír Pútín hefur verið forseti eða forsætisráðherra Rússlands alla þessa öld. 7. maí 2018 10:19
Pútín vill lækka spennustigið Eftir að Bandaríkin og Rússland komust nálægt beinum átökum í Sýrlandi og í ljósi mikilla áhrifa viðskiptaþvingana á rússneska hagkerfið vill Vladímír Pútín, forseti Rússlands, reyna að minnka togstreitu milli Rússa og Vesturlanda. 19. apríl 2018 06:00
„Pútín hugsar eins og njósnaforingi" Nikolaj Petrov, stjórnmálafræðingur frá Moskvu, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þeir ræddu stjórnmálalandslagið í Rússlandi og Vladimir Pútín, en Pútín sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðastliðinn mánudag. 12. maí 2018 17:36