Innlent

Brotist inn á veitingastað við Laugalæk

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þrír þjófar létu skríða til skara í gær.
Þrír þjófar létu skríða til skara í gær. Vísir/eyþór
Þrjú þjófnaðarmál komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Karlmaður var handtekinn í Skeifunni á þriðja tímanum í gær vegna gruns um þjófnað úr verslun. Ekki fylgir sögunni hverju hann er talinn hafa stolið en mál hans er nú til rannsóknar.

Annar karlmaður var svo handtekinn nokkrum klukkustundum síðar við Laufásveg. Hann er sagður hafa brotist inn í bifreið og síðar ekið undir áhrifum áfengis. Maðurinn verður yfirheyrður þegar víman hefur runnið af honum.

Það var svo skömmu fyrir miðnætti sem tilkynning barst um innbrot á veitingastað við Laugalæk. Þar var rúða brotin og segjast vitni hafa séð mann klifra inn á veitingastaðinn, sem ekki er nafngreindur í skeyti lögreglunnar. Því næst hafi hann hlaupið af vettvangi. Ekki er vitað hverju var stolið og mannsins er enn leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×