Viðræður fara vel af stað í Kópavogi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2018 13:45 Að sögn Birkis Jóns Jónssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Kópavogi, eru skólamálin og málefni eldri borgara og barnafólks leiðarljósið sem Framsókn tekur með sér inn í Viðræðurnar við Sjálfstæðisflokk. Samsett mynd; Vísir/vilhelm Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir formlegar viðræður Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar fara vel af stað. Í gær tilkynntu flokkarnir að þeir hygðust hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í Kópavogi en ákveðin pattstaða var uppi eftir sveitarstjórnarkosningar því ágreiningur kom upp á milli bæjarfulltrúa hjá samstarfsflokkum síðasta kjörtímabils, Sjálfstæðisflokki og BF Viðreisn. Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir efasemdum um áframhaldandi meirihlutasamstarfi með BF Viðreisn en það var þvert á sjónarmið Ármanns Kr. Ólafssonar, flokksleiðtoga Sjálfstæðismanna, sem taldi réttast að láta reyna á áframhaldandi meirihlutasamstarf. Sjá nánar: Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Í samtali við Vísi segir Birkir Jón að vinnan sé á byrjunarstigi. Í gærkvöldi hefðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks rætt um áherslur flokkanna og verður þeirri vinnu haldið áfram í dag. Spurður hvar bæjarfulltrúarnir hafi haldið fundinn bendir Birkir Jón á hið augljósa og svarar: „Í Kópavogi,“ og skellir upp úr en bætir við að þeir hefðu ræðst við í Hlíðasmára. Fulltrúar flokkanna hafa ekki sett sér nein tímamörk: „Við höfum ekki gert það, aðalatriðið er að vera á sömu blaðsíðunni hvað áherslumálin varðar en áherslur og stefna flokkanna fer að mörgu leyti vel saman og við ætlum að gefa okkur góðan tíma til þess að ljúka þeirri vinnu.“ Að sögn Birkis Jóns eru skólamálin og málefni eldri borgara og barnafólks leiðarljósið sem Framsókn tekur með sér inn í Viðræðurnar við Sjálfstæðisflokk. Hann segir að eflaust séu nokkur mál sem Framsókn hvikar ekki frá en að samtalið sé ekki komið á þann stað.Þrátt fyrir að viðræðurnar séu skammt á veg komnar, ertu bjartsýnn á að þið náið saman?„Já, það er góður andi og samhljómur á milli flokkanna í áherslum þannig að ég er bjartsýnn.“ Framsóknarflokkurinn hlaut 8,2% atkvæða en Birkir Jón Jónsson komst einn frambjóðenda Framsóknar inn í bæjarstjórn Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn með Ármann Kr. Ólafsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóra Kópavogs, í broddi fylkingar hlaut 36,1% atkvæða og fékk 5 menn kjörna. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefja formlegar viðræður í Kópavogi Ármann fundaði með bæjarfulltrúum flokksins síns í gær vegna þeirra stöðu sem var komin upp í samskiptum meirihluta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Theodóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. 5. júní 2018 14:39 Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Ármann boðar bæjarfulltrúana á sinn fund: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru“ Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ætlar að funda með sínum samflokksmönnum í dag. 4. júní 2018 12:47 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir formlegar viðræður Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar fara vel af stað. Í gær tilkynntu flokkarnir að þeir hygðust hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í Kópavogi en ákveðin pattstaða var uppi eftir sveitarstjórnarkosningar því ágreiningur kom upp á milli bæjarfulltrúa hjá samstarfsflokkum síðasta kjörtímabils, Sjálfstæðisflokki og BF Viðreisn. Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir efasemdum um áframhaldandi meirihlutasamstarfi með BF Viðreisn en það var þvert á sjónarmið Ármanns Kr. Ólafssonar, flokksleiðtoga Sjálfstæðismanna, sem taldi réttast að láta reyna á áframhaldandi meirihlutasamstarf. Sjá nánar: Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Í samtali við Vísi segir Birkir Jón að vinnan sé á byrjunarstigi. Í gærkvöldi hefðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks rætt um áherslur flokkanna og verður þeirri vinnu haldið áfram í dag. Spurður hvar bæjarfulltrúarnir hafi haldið fundinn bendir Birkir Jón á hið augljósa og svarar: „Í Kópavogi,“ og skellir upp úr en bætir við að þeir hefðu ræðst við í Hlíðasmára. Fulltrúar flokkanna hafa ekki sett sér nein tímamörk: „Við höfum ekki gert það, aðalatriðið er að vera á sömu blaðsíðunni hvað áherslumálin varðar en áherslur og stefna flokkanna fer að mörgu leyti vel saman og við ætlum að gefa okkur góðan tíma til þess að ljúka þeirri vinnu.“ Að sögn Birkis Jóns eru skólamálin og málefni eldri borgara og barnafólks leiðarljósið sem Framsókn tekur með sér inn í Viðræðurnar við Sjálfstæðisflokk. Hann segir að eflaust séu nokkur mál sem Framsókn hvikar ekki frá en að samtalið sé ekki komið á þann stað.Þrátt fyrir að viðræðurnar séu skammt á veg komnar, ertu bjartsýnn á að þið náið saman?„Já, það er góður andi og samhljómur á milli flokkanna í áherslum þannig að ég er bjartsýnn.“ Framsóknarflokkurinn hlaut 8,2% atkvæða en Birkir Jón Jónsson komst einn frambjóðenda Framsóknar inn í bæjarstjórn Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn með Ármann Kr. Ólafsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóra Kópavogs, í broddi fylkingar hlaut 36,1% atkvæða og fékk 5 menn kjörna.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefja formlegar viðræður í Kópavogi Ármann fundaði með bæjarfulltrúum flokksins síns í gær vegna þeirra stöðu sem var komin upp í samskiptum meirihluta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Theodóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. 5. júní 2018 14:39 Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Ármann boðar bæjarfulltrúana á sinn fund: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru“ Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ætlar að funda með sínum samflokksmönnum í dag. 4. júní 2018 12:47 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefja formlegar viðræður í Kópavogi Ármann fundaði með bæjarfulltrúum flokksins síns í gær vegna þeirra stöðu sem var komin upp í samskiptum meirihluta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Theodóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. 5. júní 2018 14:39
Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00
Ármann boðar bæjarfulltrúana á sinn fund: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru“ Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ætlar að funda með sínum samflokksmönnum í dag. 4. júní 2018 12:47
Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13