Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2018 13:47 Aron Pálmarsson er í hópnum en nafni hans Aron Rafn Eðvarðsson er meiddur. Vísir/EPA Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Íslandsmeistara ÍBV, er ekki með í hópnum en hann er meiddur. Aron Rafn var heldur ekki með í apríl vegna meiðsla. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson kemur aftur inn í landsliðið eftir að hafa fengið frí í apríl og tekur hann sætið af Bjarka Má Elíssyni. Fyrri leikurinn er út í Litháen og fer fram á föstudagskvöldið en seinni leikurinn er í Laugardalshöllinni í næstu viku. Það lið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum spilar á HM 2019. Þetta eru fyrstu keppnisleikir íslenska landsliðsins eftir að Guðmundur tók við liðinu á nýjan leik en liðið tók þátt í æfingamóti í Noregi í apríl og spilaði þá þrjá leiki. Guðmundur valdi 30 mann æfingahóp um miðjan maí en hefur nú skorið hann niður um fjórtán leikmenn.Sjáðu blaðamannafundinn:Fjórir leikmenn í hópnum voru ekki með í æfingamótinu í Noregi en það eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ágúst Elí Björgvinsson, Ólafur Guðmundsson og Ólafur Gústafsson. Ólafarnir duttu báðir út vegna meiðsla en voru valdir. Guðmundur valdi marga unga leikmenn í apríl en aðeins einn þeirra náði að vinna sér sæti í liðinu með frammistöðu sinni þar og það var Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. Elvar Örn var einmitt kosinn leikmaður ársins á dögunum. Viktor Gísli Hallgrímsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Teitur Örn Einarsson og Alexander Örn Júlíusson detta sem dæmi allir út. Sex leikmenn í hópnum voru ekki á EM í Króatíu en það eru Stefán Rafn Sigurmannsson, Daníel Þór Ingason, Ólafur Gústafsson, Elvar Örn Jónsson, Ragnar Jóhannsson og Vignir Svavarsson. Það hefur því orðið talsvert breyting á liðinu. Þeir sem voru á EM eru ekki með nú eru þeir Kári Kristjánsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Bjarki Már Elísson, Ýmir Örn Gíslason og Bjarki Már Gunnarsson.Leikmannahópinn má sjá hér fyrir neðan:Markverðir Ágúst Elí Björgvinsson, FH Björgvin Páll Gústavsson, HaukarVinstra hornmenn Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick SzegedVinstri skyttur Aron Pálmarsson, Barcelona Daníel Þór Ingason, Haukar Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad Ólafur Gústafsson, KIF Kolding KøbenhavnMiðjumenn Elvar Örn Jónsson, Selfoss Janus Daði Smárason, Aalborg HåndboldHægri skyttur Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbol Ragnar Jóhannsson, TV 05/07 Huttenberg Rúnar Kárason, TSV Hannover-BurgdorfHægri hornamenn Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCLínumenn Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad Vignir Svavarsson, HC MidtjyllandLeikmennirnir fjórtán sem duttu út úr hópnum voru: Alexander Örn Júlíusson, Valur Arnar Birkir Hálfdánsson, Fram Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin Einar Sverrisson, Selfoss Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH Haukur Þrastarson, Selfoss Óðinn Þór Ríkharðsson, FH Ólafur Bjarki Ragnarsson, West Wien Teitur Einarsson, Selfoss Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV Vignir Stefánsson, Valur Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram Ýmir Örn Gíslason, Valur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Íslandsmeistara ÍBV, er ekki með í hópnum en hann er meiddur. Aron Rafn var heldur ekki með í apríl vegna meiðsla. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson kemur aftur inn í landsliðið eftir að hafa fengið frí í apríl og tekur hann sætið af Bjarka Má Elíssyni. Fyrri leikurinn er út í Litháen og fer fram á föstudagskvöldið en seinni leikurinn er í Laugardalshöllinni í næstu viku. Það lið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum spilar á HM 2019. Þetta eru fyrstu keppnisleikir íslenska landsliðsins eftir að Guðmundur tók við liðinu á nýjan leik en liðið tók þátt í æfingamóti í Noregi í apríl og spilaði þá þrjá leiki. Guðmundur valdi 30 mann æfingahóp um miðjan maí en hefur nú skorið hann niður um fjórtán leikmenn.Sjáðu blaðamannafundinn:Fjórir leikmenn í hópnum voru ekki með í æfingamótinu í Noregi en það eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ágúst Elí Björgvinsson, Ólafur Guðmundsson og Ólafur Gústafsson. Ólafarnir duttu báðir út vegna meiðsla en voru valdir. Guðmundur valdi marga unga leikmenn í apríl en aðeins einn þeirra náði að vinna sér sæti í liðinu með frammistöðu sinni þar og það var Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. Elvar Örn var einmitt kosinn leikmaður ársins á dögunum. Viktor Gísli Hallgrímsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Teitur Örn Einarsson og Alexander Örn Júlíusson detta sem dæmi allir út. Sex leikmenn í hópnum voru ekki á EM í Króatíu en það eru Stefán Rafn Sigurmannsson, Daníel Þór Ingason, Ólafur Gústafsson, Elvar Örn Jónsson, Ragnar Jóhannsson og Vignir Svavarsson. Það hefur því orðið talsvert breyting á liðinu. Þeir sem voru á EM eru ekki með nú eru þeir Kári Kristjánsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Bjarki Már Elísson, Ýmir Örn Gíslason og Bjarki Már Gunnarsson.Leikmannahópinn má sjá hér fyrir neðan:Markverðir Ágúst Elí Björgvinsson, FH Björgvin Páll Gústavsson, HaukarVinstra hornmenn Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick SzegedVinstri skyttur Aron Pálmarsson, Barcelona Daníel Þór Ingason, Haukar Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad Ólafur Gústafsson, KIF Kolding KøbenhavnMiðjumenn Elvar Örn Jónsson, Selfoss Janus Daði Smárason, Aalborg HåndboldHægri skyttur Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbol Ragnar Jóhannsson, TV 05/07 Huttenberg Rúnar Kárason, TSV Hannover-BurgdorfHægri hornamenn Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCLínumenn Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad Vignir Svavarsson, HC MidtjyllandLeikmennirnir fjórtán sem duttu út úr hópnum voru: Alexander Örn Júlíusson, Valur Arnar Birkir Hálfdánsson, Fram Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin Einar Sverrisson, Selfoss Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH Haukur Þrastarson, Selfoss Óðinn Þór Ríkharðsson, FH Ólafur Bjarki Ragnarsson, West Wien Teitur Einarsson, Selfoss Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV Vignir Stefánsson, Valur Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram Ýmir Örn Gíslason, Valur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira