„Ég held hún yrði frábær borgarstjóri“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2018 15:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að málefnin ráði för í viðræðum en jafnframt að Þórdís Lóa yrði frábær borgarstjóri. Vísir/Eyþór „Auðvitað vil ég einna helst sjá Lóu sem borgarstjóra af því að mér finnst hún frábær. Ég hef þekkt hana í gegnum tíðina, hún er fylgin sér, hún þekkir vel mál og setur sig vel inn í málin. Ég held hún yrði frábær borgarstjóri,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar í Reykjavík, sem þessa dagana á í viðræðum um myndun meirihluta með Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum. Þrátt fyrir að Þorgerður treysti Þórdísi Lóu hvað best til þess að gegna stöðu borgarstjóra segir hún að málefnin ráði för í viðræðunum. „Við höfum nálgast þetta út frá málefnunum og ef málefnin eru skýr og við sjáum raunverulegar breytingar að þá segi ég, fyrir mína parta, að þau skipta meira máli en borgarstjórastóllinn sjálfur. Að því sögðu er ég ekki að segja að það sé sjálfgefið að borgarstjórinn verði með einhverjum tilteknum hætti, við skulum bara tala hreint út, að það verði Dagur eða einhver af þessum fjórum,“ segir Þorgerður sem var gestur í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu.Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar funda stíft þessa dagana og reyna að ná saman um málefni.vísir/sigurjonNiðurstaða kosninga ákall um breytingar Þorgerður segir að staða Viðreisnar í viðræðunum sé gríðarlega sterk. Hún þvertekur fyrir það að Viðreisn sé að hlaupa í skarðið fyrir Bjarta Framtíð og að framlengja líftíma fráfarandi meirihluta. „Þau eru mjög meðvituð um það, Þórdís Lóa og Pawel [Bartoszek] að niðurstaða kosninga er líka ákall um ákveðnar breytingar, við verðum að átta okkur á því að gamli meirihlutinn var með 63% fylgi. Flokkarnir sem eru eftir eru með 38% fylgi. Það þýðir ekkert að segja að við komum í staðinn fyrir Bjarta framtíð, það vantar töluvert mikið upp á að ná þessum 63%. Það segir svolítið mikið og á að veita Viðreisn, að mínu mati, sterka stöðu til þess að ná fram málefnum sem hafa raunverulega þýðingu fyrir borgarbúa og því sem við töluðum fyrir, sérstaklega að einfalda líf bæði heimila fólks og fyrirtækja í borginni.“ Þorgerður bætir þó við að fólk verði að hafa það hugfast að um margra flokka samvinnu er að ræða og við slíkar aðstæður þurfi bæði að fara í málamiðlanir og nálgast málefnin af virðingu. Viðreisn nær fótfestu Þorgerður er gríðarlega ánægð með árangur hins unga stjórnmálaflokks Viðreisnar. Flokkurinn kom vel út úr kosningum í Kraganum og Reykjavík auk þess Viðreisn hefur átt í samstarfi við aðra flokka úti á landi eins og samstarfið með Pírötum í Árborg. En betur mál ef duga skal segir Þorgerður: „Það er augljóst að við eigum ákveðið svona kjarnafylgi á suðvestur horninu og við ætlum að færa okkur út víðar. Við þurfum að ná betur til landsbyggðarinnar svo ég fari svolítið í sjálfsgagnrýni. Við þurfum að sýna fólki fram á það að það sem við erum helst að tala um sem er stærsta hagsmunamál heimilanna sem er nýr gjaldmiðill að það skiptir fjölskyldurnar, hvort sem þær eru hérna á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni, meginmáli.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 „Borgarbúar geta treyst því að þær ganga vel og örugglega“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segist vera í góðu yfirlæti í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 5. júní 2018 10:41 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
„Auðvitað vil ég einna helst sjá Lóu sem borgarstjóra af því að mér finnst hún frábær. Ég hef þekkt hana í gegnum tíðina, hún er fylgin sér, hún þekkir vel mál og setur sig vel inn í málin. Ég held hún yrði frábær borgarstjóri,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar í Reykjavík, sem þessa dagana á í viðræðum um myndun meirihluta með Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum. Þrátt fyrir að Þorgerður treysti Þórdísi Lóu hvað best til þess að gegna stöðu borgarstjóra segir hún að málefnin ráði för í viðræðunum. „Við höfum nálgast þetta út frá málefnunum og ef málefnin eru skýr og við sjáum raunverulegar breytingar að þá segi ég, fyrir mína parta, að þau skipta meira máli en borgarstjórastóllinn sjálfur. Að því sögðu er ég ekki að segja að það sé sjálfgefið að borgarstjórinn verði með einhverjum tilteknum hætti, við skulum bara tala hreint út, að það verði Dagur eða einhver af þessum fjórum,“ segir Þorgerður sem var gestur í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu.Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar funda stíft þessa dagana og reyna að ná saman um málefni.vísir/sigurjonNiðurstaða kosninga ákall um breytingar Þorgerður segir að staða Viðreisnar í viðræðunum sé gríðarlega sterk. Hún þvertekur fyrir það að Viðreisn sé að hlaupa í skarðið fyrir Bjarta Framtíð og að framlengja líftíma fráfarandi meirihluta. „Þau eru mjög meðvituð um það, Þórdís Lóa og Pawel [Bartoszek] að niðurstaða kosninga er líka ákall um ákveðnar breytingar, við verðum að átta okkur á því að gamli meirihlutinn var með 63% fylgi. Flokkarnir sem eru eftir eru með 38% fylgi. Það þýðir ekkert að segja að við komum í staðinn fyrir Bjarta framtíð, það vantar töluvert mikið upp á að ná þessum 63%. Það segir svolítið mikið og á að veita Viðreisn, að mínu mati, sterka stöðu til þess að ná fram málefnum sem hafa raunverulega þýðingu fyrir borgarbúa og því sem við töluðum fyrir, sérstaklega að einfalda líf bæði heimila fólks og fyrirtækja í borginni.“ Þorgerður bætir þó við að fólk verði að hafa það hugfast að um margra flokka samvinnu er að ræða og við slíkar aðstæður þurfi bæði að fara í málamiðlanir og nálgast málefnin af virðingu. Viðreisn nær fótfestu Þorgerður er gríðarlega ánægð með árangur hins unga stjórnmálaflokks Viðreisnar. Flokkurinn kom vel út úr kosningum í Kraganum og Reykjavík auk þess Viðreisn hefur átt í samstarfi við aðra flokka úti á landi eins og samstarfið með Pírötum í Árborg. En betur mál ef duga skal segir Þorgerður: „Það er augljóst að við eigum ákveðið svona kjarnafylgi á suðvestur horninu og við ætlum að færa okkur út víðar. Við þurfum að ná betur til landsbyggðarinnar svo ég fari svolítið í sjálfsgagnrýni. Við þurfum að sýna fólki fram á það að það sem við erum helst að tala um sem er stærsta hagsmunamál heimilanna sem er nýr gjaldmiðill að það skiptir fjölskyldurnar, hvort sem þær eru hérna á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni, meginmáli.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 „Borgarbúar geta treyst því að þær ganga vel og örugglega“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segist vera í góðu yfirlæti í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 5. júní 2018 10:41 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50
„Borgarbúar geta treyst því að þær ganga vel og örugglega“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segist vera í góðu yfirlæti í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 5. júní 2018 10:41