Tveir kokkar fylgja landsliðinu til Rússlands: „Erum með Rússa beint frá býli“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2018 17:45 Það verður rússneskur kokkur, búsettur á Íslandi til lengri tíma, sem mun hjálpa til við að elda ofan í strákana okkar ásamt kokki íslenska landsliðsins til nokkura ára, Hinriki Inga Guðbjargarsyni. Tíu dagar eru þangað til að flautað verður til leiks hjá landsliðinu en Ísland mætir Argentínu þann sextánda júní. Allt er að verða klárt og heldur íslenska liðið til Rússlands á laugardag. Það mun ekki væsa um strákana okkar ytra en ekki má taka neinn mat frá Íslandi til Rússlands eins og Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, benti réttilega á í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Það eru strangar reglur um flutning á matvælum á milli landa en það er óvenjulega strangt ástand núna útaf þessu viðskiptabanni. Það er ekki eins og við séum að fara svelta þarna,” sagði Klara í samtali við Reykjavík síðdegis. „Rússland er auðugt land af landbúnaði og ég er alveg viss um það að við megum eftir að fá góðan mat úr rússneskum hráefnum. Það er hægt að kaupa íslenskan mat í Rússlandi; lambakjöt og skyr til dæmis. Við mundum fá blöndu af því besta.” Hótelið í Gelendzhik, þar sem íslenska landsliðið dvelur á meðan HM stendur, mun ekki sjá um matinn heldur er landsliðið með tvo kokka sem munu sjá um allan mat fyrir strákana okkar og starfsliðið. „Við erum með tvo kokka. Við erum með sjálfbært eldhús. Þeir fóru út í morgun kokkarnir og þeir verða hagstæðir í innkaupum. Í stað þess að kaupa öll hráefni og þjónustu af viðkomandi eldhúsi þá munu þeir elda og versla sjálfir,” en eru einhverjar grænmetisætur í hópnum? „Enginn svo ég viti til en ég veit að flestir þeirra eru passasamir. Það eru einhverjir sem eru á paleo og borða kjöt og grænmeti. Þeir eru aðallega í hollustunni, blandað saman próteinum og kolvetnum og hvað sem þetta heitir allt.” „Það vill svo skemmtilega til að Ísland er lítið land að við erum með tvo kokka. Annar er Hinrik sem er búinn að vera okkar aðalkokkur síðustu tvö ár og einn af hans bestu vinum er yfirkokkur á matstöðustað niður í bæ.” „Hann er rússneskur og hefur búið hér frá tíu ára aldri. Hann fæddist á þeim stað þar sem við verðum í Rússlandi svo hann er íslenskur Rússi. Hann er beint frá býli og þekkir inn á svæðið. Einnig talar hann reip rennandi rússnesku og við erum ákaflega heppinn með þetta.” Allt viðtalið við Klöru má heyra efst í fréttinni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira
Það verður rússneskur kokkur, búsettur á Íslandi til lengri tíma, sem mun hjálpa til við að elda ofan í strákana okkar ásamt kokki íslenska landsliðsins til nokkura ára, Hinriki Inga Guðbjargarsyni. Tíu dagar eru þangað til að flautað verður til leiks hjá landsliðinu en Ísland mætir Argentínu þann sextánda júní. Allt er að verða klárt og heldur íslenska liðið til Rússlands á laugardag. Það mun ekki væsa um strákana okkar ytra en ekki má taka neinn mat frá Íslandi til Rússlands eins og Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, benti réttilega á í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Það eru strangar reglur um flutning á matvælum á milli landa en það er óvenjulega strangt ástand núna útaf þessu viðskiptabanni. Það er ekki eins og við séum að fara svelta þarna,” sagði Klara í samtali við Reykjavík síðdegis. „Rússland er auðugt land af landbúnaði og ég er alveg viss um það að við megum eftir að fá góðan mat úr rússneskum hráefnum. Það er hægt að kaupa íslenskan mat í Rússlandi; lambakjöt og skyr til dæmis. Við mundum fá blöndu af því besta.” Hótelið í Gelendzhik, þar sem íslenska landsliðið dvelur á meðan HM stendur, mun ekki sjá um matinn heldur er landsliðið með tvo kokka sem munu sjá um allan mat fyrir strákana okkar og starfsliðið. „Við erum með tvo kokka. Við erum með sjálfbært eldhús. Þeir fóru út í morgun kokkarnir og þeir verða hagstæðir í innkaupum. Í stað þess að kaupa öll hráefni og þjónustu af viðkomandi eldhúsi þá munu þeir elda og versla sjálfir,” en eru einhverjar grænmetisætur í hópnum? „Enginn svo ég viti til en ég veit að flestir þeirra eru passasamir. Það eru einhverjir sem eru á paleo og borða kjöt og grænmeti. Þeir eru aðallega í hollustunni, blandað saman próteinum og kolvetnum og hvað sem þetta heitir allt.” „Það vill svo skemmtilega til að Ísland er lítið land að við erum með tvo kokka. Annar er Hinrik sem er búinn að vera okkar aðalkokkur síðustu tvö ár og einn af hans bestu vinum er yfirkokkur á matstöðustað niður í bæ.” „Hann er rússneskur og hefur búið hér frá tíu ára aldri. Hann fæddist á þeim stað þar sem við verðum í Rússlandi svo hann er íslenskur Rússi. Hann er beint frá býli og þekkir inn á svæðið. Einnig talar hann reip rennandi rússnesku og við erum ákaflega heppinn með þetta.” Allt viðtalið við Klöru má heyra efst í fréttinni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira