Tveir kokkar fylgja landsliðinu til Rússlands: „Erum með Rússa beint frá býli“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2018 17:45 Það verður rússneskur kokkur, búsettur á Íslandi til lengri tíma, sem mun hjálpa til við að elda ofan í strákana okkar ásamt kokki íslenska landsliðsins til nokkura ára, Hinriki Inga Guðbjargarsyni. Tíu dagar eru þangað til að flautað verður til leiks hjá landsliðinu en Ísland mætir Argentínu þann sextánda júní. Allt er að verða klárt og heldur íslenska liðið til Rússlands á laugardag. Það mun ekki væsa um strákana okkar ytra en ekki má taka neinn mat frá Íslandi til Rússlands eins og Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, benti réttilega á í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Það eru strangar reglur um flutning á matvælum á milli landa en það er óvenjulega strangt ástand núna útaf þessu viðskiptabanni. Það er ekki eins og við séum að fara svelta þarna,” sagði Klara í samtali við Reykjavík síðdegis. „Rússland er auðugt land af landbúnaði og ég er alveg viss um það að við megum eftir að fá góðan mat úr rússneskum hráefnum. Það er hægt að kaupa íslenskan mat í Rússlandi; lambakjöt og skyr til dæmis. Við mundum fá blöndu af því besta.” Hótelið í Gelendzhik, þar sem íslenska landsliðið dvelur á meðan HM stendur, mun ekki sjá um matinn heldur er landsliðið með tvo kokka sem munu sjá um allan mat fyrir strákana okkar og starfsliðið. „Við erum með tvo kokka. Við erum með sjálfbært eldhús. Þeir fóru út í morgun kokkarnir og þeir verða hagstæðir í innkaupum. Í stað þess að kaupa öll hráefni og þjónustu af viðkomandi eldhúsi þá munu þeir elda og versla sjálfir,” en eru einhverjar grænmetisætur í hópnum? „Enginn svo ég viti til en ég veit að flestir þeirra eru passasamir. Það eru einhverjir sem eru á paleo og borða kjöt og grænmeti. Þeir eru aðallega í hollustunni, blandað saman próteinum og kolvetnum og hvað sem þetta heitir allt.” „Það vill svo skemmtilega til að Ísland er lítið land að við erum með tvo kokka. Annar er Hinrik sem er búinn að vera okkar aðalkokkur síðustu tvö ár og einn af hans bestu vinum er yfirkokkur á matstöðustað niður í bæ.” „Hann er rússneskur og hefur búið hér frá tíu ára aldri. Hann fæddist á þeim stað þar sem við verðum í Rússlandi svo hann er íslenskur Rússi. Hann er beint frá býli og þekkir inn á svæðið. Einnig talar hann reip rennandi rússnesku og við erum ákaflega heppinn með þetta.” Allt viðtalið við Klöru má heyra efst í fréttinni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Það verður rússneskur kokkur, búsettur á Íslandi til lengri tíma, sem mun hjálpa til við að elda ofan í strákana okkar ásamt kokki íslenska landsliðsins til nokkura ára, Hinriki Inga Guðbjargarsyni. Tíu dagar eru þangað til að flautað verður til leiks hjá landsliðinu en Ísland mætir Argentínu þann sextánda júní. Allt er að verða klárt og heldur íslenska liðið til Rússlands á laugardag. Það mun ekki væsa um strákana okkar ytra en ekki má taka neinn mat frá Íslandi til Rússlands eins og Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, benti réttilega á í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Það eru strangar reglur um flutning á matvælum á milli landa en það er óvenjulega strangt ástand núna útaf þessu viðskiptabanni. Það er ekki eins og við séum að fara svelta þarna,” sagði Klara í samtali við Reykjavík síðdegis. „Rússland er auðugt land af landbúnaði og ég er alveg viss um það að við megum eftir að fá góðan mat úr rússneskum hráefnum. Það er hægt að kaupa íslenskan mat í Rússlandi; lambakjöt og skyr til dæmis. Við mundum fá blöndu af því besta.” Hótelið í Gelendzhik, þar sem íslenska landsliðið dvelur á meðan HM stendur, mun ekki sjá um matinn heldur er landsliðið með tvo kokka sem munu sjá um allan mat fyrir strákana okkar og starfsliðið. „Við erum með tvo kokka. Við erum með sjálfbært eldhús. Þeir fóru út í morgun kokkarnir og þeir verða hagstæðir í innkaupum. Í stað þess að kaupa öll hráefni og þjónustu af viðkomandi eldhúsi þá munu þeir elda og versla sjálfir,” en eru einhverjar grænmetisætur í hópnum? „Enginn svo ég viti til en ég veit að flestir þeirra eru passasamir. Það eru einhverjir sem eru á paleo og borða kjöt og grænmeti. Þeir eru aðallega í hollustunni, blandað saman próteinum og kolvetnum og hvað sem þetta heitir allt.” „Það vill svo skemmtilega til að Ísland er lítið land að við erum með tvo kokka. Annar er Hinrik sem er búinn að vera okkar aðalkokkur síðustu tvö ár og einn af hans bestu vinum er yfirkokkur á matstöðustað niður í bæ.” „Hann er rússneskur og hefur búið hér frá tíu ára aldri. Hann fæddist á þeim stað þar sem við verðum í Rússlandi svo hann er íslenskur Rússi. Hann er beint frá býli og þekkir inn á svæðið. Einnig talar hann reip rennandi rússnesku og við erum ákaflega heppinn með þetta.” Allt viðtalið við Klöru má heyra efst í fréttinni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira