Núverandi meirihlutatilraun í Reykjavík ekki gengið án fjölgunar borgarfulltrúa Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2018 19:30 Þeir flokkar sem nú reyna að mynda meirihluta í Reykjavík hefðu ekki náð meirihluta borgarfulltrúa ef þeim hefði ekki verið fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá. Vinstri græn hefðu ekki náð inn manni. Í sveitarstjórnarkosningunum fyrir rúmri viku fengu þeir flokkar sem áður mynduðu meirihluta í Reykjavík og buðu fram í kosningunum tíu fulltrúa og eftir að Viðreisn hóf viðræður við þá hafa flokkarnir fjórir tólf fulltrúa, sem er lágmarksfjöldi til að mynda meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins hafa síðan tíu fulltrúa en Sósíalistaflokkurinn ákvað fljótlega eftir kosningar að taka ekki þátt í meirihlutaviðræðum. Borgarfulltrúum var fjölgað úr 15 í 23 eftir kosningarnar hinn 26. maí. Ef það hefði ekki verið gert hefðu þeir flokkar sem nú ræða myndun meirihluta ekki meirihluta borgarfulltrúa á bakvið sig því Vinstri græn hefðu ekki náð inn borgarfulltrúa og Viðreisn fengið einn en ekki tvo fulltrúa. Átta fulltrúa hefði þurft til að mynda meirihluta en Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hefðu fengið sjö menn kjörna. Þá hefði Flokkur fólksins heldur ekki náð inn manni, Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið sex og Miðflokkurinn einn. Viðreisn hefði því hæglega getað myndað meirihluta með þessum tveimur flokkum, en þeir flokkar sem nú tala saman hefðu þurft á fulltrúa Sósíalistaflokksins eða Miðflokksins að halda til að ná að mynda meirihluta. Aðrar samsetningar hefðu vissulega verið mögulegar. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu getað myndað stóran meirihluta og Píratar og Sósíalistar hefðu einnig getað farið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn þótt það verði að teljast ólíklegt miðað við yfirlýsingar flokkanna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ef ekki hefði verið fjölgað í borgarstjórn hefðu ef til vill færri flokkar boðið fram og atkvæði dreifst minna. „Það sést af þessu að það falla færri atkvæði dauð með nýja fyrirkomulaginu. Þannig að fleiri borgarfulltrúar endurspegla þá betur þau fjölbreyttu sjónarmið sem eru á meðal borgarbúa,“ segir Dagur. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Pawel sæmilega bjartsýnn Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa fundað stíft undanfarna daga í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 6. júní 2018 16:32 „Ég held hún yrði frábær borgarstjóri“ "Auðvitað vil ég einna helst sjá Lóu sem borgarstjóra af því að mér finnst hún frábær.“ 6. júní 2018 15:45 Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. 5. júní 2018 15:41 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Sjá meira
Þeir flokkar sem nú reyna að mynda meirihluta í Reykjavík hefðu ekki náð meirihluta borgarfulltrúa ef þeim hefði ekki verið fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá. Vinstri græn hefðu ekki náð inn manni. Í sveitarstjórnarkosningunum fyrir rúmri viku fengu þeir flokkar sem áður mynduðu meirihluta í Reykjavík og buðu fram í kosningunum tíu fulltrúa og eftir að Viðreisn hóf viðræður við þá hafa flokkarnir fjórir tólf fulltrúa, sem er lágmarksfjöldi til að mynda meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins hafa síðan tíu fulltrúa en Sósíalistaflokkurinn ákvað fljótlega eftir kosningar að taka ekki þátt í meirihlutaviðræðum. Borgarfulltrúum var fjölgað úr 15 í 23 eftir kosningarnar hinn 26. maí. Ef það hefði ekki verið gert hefðu þeir flokkar sem nú ræða myndun meirihluta ekki meirihluta borgarfulltrúa á bakvið sig því Vinstri græn hefðu ekki náð inn borgarfulltrúa og Viðreisn fengið einn en ekki tvo fulltrúa. Átta fulltrúa hefði þurft til að mynda meirihluta en Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hefðu fengið sjö menn kjörna. Þá hefði Flokkur fólksins heldur ekki náð inn manni, Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið sex og Miðflokkurinn einn. Viðreisn hefði því hæglega getað myndað meirihluta með þessum tveimur flokkum, en þeir flokkar sem nú tala saman hefðu þurft á fulltrúa Sósíalistaflokksins eða Miðflokksins að halda til að ná að mynda meirihluta. Aðrar samsetningar hefðu vissulega verið mögulegar. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu getað myndað stóran meirihluta og Píratar og Sósíalistar hefðu einnig getað farið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn þótt það verði að teljast ólíklegt miðað við yfirlýsingar flokkanna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ef ekki hefði verið fjölgað í borgarstjórn hefðu ef til vill færri flokkar boðið fram og atkvæði dreifst minna. „Það sést af þessu að það falla færri atkvæði dauð með nýja fyrirkomulaginu. Þannig að fleiri borgarfulltrúar endurspegla þá betur þau fjölbreyttu sjónarmið sem eru á meðal borgarbúa,“ segir Dagur.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Pawel sæmilega bjartsýnn Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa fundað stíft undanfarna daga í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 6. júní 2018 16:32 „Ég held hún yrði frábær borgarstjóri“ "Auðvitað vil ég einna helst sjá Lóu sem borgarstjóra af því að mér finnst hún frábær.“ 6. júní 2018 15:45 Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. 5. júní 2018 15:41 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Sjá meira
Pawel sæmilega bjartsýnn Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa fundað stíft undanfarna daga í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 6. júní 2018 16:32
„Ég held hún yrði frábær borgarstjóri“ "Auðvitað vil ég einna helst sjá Lóu sem borgarstjóra af því að mér finnst hún frábær.“ 6. júní 2018 15:45
Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. 5. júní 2018 15:41