Sjá til lands í viðræðum á þingi Sveinn Arnarsson skrifar 7. júní 2018 06:00 Þingið hefur starfað með afar óvenjulegum hætti eftir eldhúsdagsumræður. Vísir/Sigtryggur Þreifingar milli formanna og þingflokksformanna stjórnmálahreyfinga á þingi héldu áfram í allan gærdag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist vera farin að sjá í land með samkomulag milli þingflokka um þinglok og vonast eftir því að samkomulag náist í dag. „Eins og staðan er núna erum við ekki búin að klára samkomulag um neitt mál,“ segir Bjarkey. „Þetta er allt saman einn pakki sem við erum að reyna að ná samkomulagi um milli stjórnar og stjórnarandstöðu og því er þetta nokkuð mikil vinna þegar allt kemur til alls. Þar inni eru líka mál sem þarf að ræða í þingsal og því er ljóst að þingið verður starfrækt vel fram í næstu viku.“ Þingstörf hafa verið í skötulíki síðustu tvo daga þar sem samningaviðræður milli flokkanna hafa átt sér stað í bakherbergjum þingsins. Þó hafa fastanefndir þingsins nýtt sér þennan tíma til að fara yfir mál sem enn eru í meðförum þeirra og þarf að klára á þessu þingi. Mál sem talið er að verði snúin eru frumvörp um rafsígarettur og frumvarp heilbrigðisráðherra um steranotkun. Ný persónuverndarlög og fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar verða einnig rædd mikið á næstu dögum nái menn samkomulagi um störf þingsins. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.Einnig hafa heyrst raddir um að 28 ný þingmál bíði fyrstu umræðu, 60 þingmál eru í meðferðum nefnda þingsins, önnur 17 bíða annarrar umræðu og síðast en ekki síst eru fjögur mál sem bíða þriðju umræðu í þinginu. Um 30 mál voru á dagskrá þingsins í gær og störfum um tíu leytið í gærkvöld. Á morgun verður að öllum líkindum rætt um fjármálaáætlun til ársins 2023 sem þarf að samþykkja fyrir þinglok. Sáttatillaga forsætisráðherra um með hvaða hætti þingið taki á veiðigjaldamálinu er undirstaða þeirrar vinnu sem nú er unnin milli þingflokksformanna um þinglokin. Af samtölum að dæma ríkir þokkalegur friður um þá vinnu og hún virðist ganga ágætlega. Hins vegar sé afar flókið að semja um þinglok þar sem aldrei hafa jafn margir flokkar setið á þingi og nú. „Það er jákvæður gangur í þessu og þetta mjakast áfram. Nú er bara unnið hörðum höndum að því að ná lendingu og það er í höndum þingflokksformanna að semja. Eins og þingið er oft á tíðum þá tekur þetta bara tíma en við reynum að vinna þetta í sátt,“ bætir Bjarkey við. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00 „Viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok“ Fundahöld standa enn á yfir á Alþingi þar sem reynt er að ná sátt um afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda. 5. júní 2018 19:08 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Sjá meira
Þreifingar milli formanna og þingflokksformanna stjórnmálahreyfinga á þingi héldu áfram í allan gærdag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist vera farin að sjá í land með samkomulag milli þingflokka um þinglok og vonast eftir því að samkomulag náist í dag. „Eins og staðan er núna erum við ekki búin að klára samkomulag um neitt mál,“ segir Bjarkey. „Þetta er allt saman einn pakki sem við erum að reyna að ná samkomulagi um milli stjórnar og stjórnarandstöðu og því er þetta nokkuð mikil vinna þegar allt kemur til alls. Þar inni eru líka mál sem þarf að ræða í þingsal og því er ljóst að þingið verður starfrækt vel fram í næstu viku.“ Þingstörf hafa verið í skötulíki síðustu tvo daga þar sem samningaviðræður milli flokkanna hafa átt sér stað í bakherbergjum þingsins. Þó hafa fastanefndir þingsins nýtt sér þennan tíma til að fara yfir mál sem enn eru í meðförum þeirra og þarf að klára á þessu þingi. Mál sem talið er að verði snúin eru frumvörp um rafsígarettur og frumvarp heilbrigðisráðherra um steranotkun. Ný persónuverndarlög og fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar verða einnig rædd mikið á næstu dögum nái menn samkomulagi um störf þingsins. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.Einnig hafa heyrst raddir um að 28 ný þingmál bíði fyrstu umræðu, 60 þingmál eru í meðferðum nefnda þingsins, önnur 17 bíða annarrar umræðu og síðast en ekki síst eru fjögur mál sem bíða þriðju umræðu í þinginu. Um 30 mál voru á dagskrá þingsins í gær og störfum um tíu leytið í gærkvöld. Á morgun verður að öllum líkindum rætt um fjármálaáætlun til ársins 2023 sem þarf að samþykkja fyrir þinglok. Sáttatillaga forsætisráðherra um með hvaða hætti þingið taki á veiðigjaldamálinu er undirstaða þeirrar vinnu sem nú er unnin milli þingflokksformanna um þinglokin. Af samtölum að dæma ríkir þokkalegur friður um þá vinnu og hún virðist ganga ágætlega. Hins vegar sé afar flókið að semja um þinglok þar sem aldrei hafa jafn margir flokkar setið á þingi og nú. „Það er jákvæður gangur í þessu og þetta mjakast áfram. Nú er bara unnið hörðum höndum að því að ná lendingu og það er í höndum þingflokksformanna að semja. Eins og þingið er oft á tíðum þá tekur þetta bara tíma en við reynum að vinna þetta í sátt,“ bætir Bjarkey við.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00 „Viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok“ Fundahöld standa enn á yfir á Alþingi þar sem reynt er að ná sátt um afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda. 5. júní 2018 19:08 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Sjá meira
Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00
Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00
„Viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok“ Fundahöld standa enn á yfir á Alþingi þar sem reynt er að ná sátt um afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda. 5. júní 2018 19:08